Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 8
Eygló Eyjólfsdóttir: TUNGUMÁLAKENNSLA OG STARFSNÁM Sá sem tekur að sér að skipu- leggja starfsmenntaskóla eftir áratugalanga reynslu af hreinum bóknámsskóla hlýtur að endur- skoða afstöðu sína til ýmissa þátta og sjá margt í nýju ljósi. í þeim hugleiðingum, sem hér fara á eftir, velti ég fyrir mér kennslu erlendra tungumála með tilliti til nemenda á starfsnámsbrautum. Ekki er hægt að nefna tungu- málanám öðruvísi en að minn- ast á móðurmálið. Móðurmálið er tæki til að hugsa með og það hefur þá sérstöðu í tilvist hvers einstaklings að vel numið er það grundvöllur skýrrar hugsunar. Allir kennarar eru móðurmáls- kennarar og hún er aðalnáms- grein í íslenskum skólum hvort sem bók- eða starfsnám er í önd- vegi. Um þörf fyrir kennslu í erlend- um tungumálum í íslenskum skól- um þarf ekki að fjölyrða. Við eig- um því ekki annað val en að gera erlendum tungumálum hátt und- ir höfði á námskrá skólanna. Þá hlýtur að koma að spurningahrin- unni: hvað, hvers vegna, hvenær og hvernig. Ég tel að nokkuð víð- tæk samstaða ríki meðal ís- lenskra skólamanna um hvaða tungumál eigi að kenna ungu fólki, hvers vegna þau séu kennd og hvenær eigi að hefja kennslu erlendra mála. En það er síðasta spurnarorðið sem vefst fyrir mörgum. Hvernig á að kenna, hvaða námsefni og kennsluað- ferðir skal nota og á hvað skal leggja áherslu í náminu. Þessari spurningu er erfitt að svara vegna þess hve þarfir nemend- anna eru ólíkar og hve mjög leið- ir þeirra kvíslast í framtíðinni. Framhaldsskólinn er opinn öllum. Hann á að veita öllum menntun, ýmist til starfa eða áframhaldandi náms nema hvort tveggja sé. Nemendur munu á starfsævi sinni og í námi sínu hafa samskipti við önnur málsvæði í æ meira mæli, ýmist bein eða gegnum miðla. Sú tíð er liðin að framhaldsskólinn undirbúi nemendur fyrst og fremst undir háskólanám og tungumálakennslu skuli miða við lestur fagurbókmennta ann- arra þjóða. Nú flykkist ungt fólk í fjölbreytt nám og í ýmis störf. Þar þarf það að vera læst á upp- lýsingar og kunna að nálgast þær og túlka. Starfsmenn fram- tíðarinnar munu hljóta stöðuga menntun allt lífið og hluti af þeirri símenntun er aðlögunar- hæfni og læsi á fræðsluefni í ýmsu formi og á ýmsum tungu- málum. Velgengni starfsgreina getur oltið á hversu vel tekst til. Ef aðferðafræði kennslu í er- lendum tungumálum á að taka mið af þeim aðstæðum, sem hér hafa verið nefndar, þurfa skól- arnir að endurskoða starf sitt. Framhaldsskólinn er of upptek- inn við að undirbúa alla undir háskólanám bæði í tungumálum og öðrum greinum. Mikil áhersla er lögð á bókmenntir og að gera nemendur gerendur í notkun flókins máls með efni sem er oft og tíðum fyrir ofan getustig. Þrátt fyrir framför er mála- kennsla enn með of miklum aka- demískum áherslum. Við höfum beitt nemendum á illkleifan bratta í þeirri góðu trú að með erfiðum textum lærðu þeir mál- ið og menninguna um leið oft með slæmum árangri. Nem- endur í starfsnámi hafa þurft að taka sömu áfanga og þeir sem ætla í háskólanám með þeim afleiðingum að brottfall hér á landi er skólakerfi okkar til vansa og ágætir nemendur á starfsnámsbrautum eiga í ótrú- legum erfiðleikum með bóklega námið vegna þess að það er ekki sniðið að þeim viðfangsefnum sem nám þeirra miðar við að þjálfa þá í. Nemendum á starfs- námsbrautum ætti að bjóða upp á tungumálakennslu sem hæfir því fagi sem þeir stunda og kemur að bestum notum þar. Kennslan í öllum greinum ætti að taka mið af lokamarkmiði námsins í stað þess að vera við- hengi við bóknámsbrautirnar. Á starfsnámsbrautum þarf að móta kennslu í erlendum tungu- málum þannig að hún þjálfi nem- endur í að fjalla um og verða læsir á því tungumáli um starfs- svið sitt. Þetta gildir bæði um val á námsefni, efnistök og kennslu- aðferðir. T.d. má hugsa sér tækni- og verslunartengda texta með æfingum, svo og lestur og túlkun upplýsinga og fræðsluefnis um viðkomandi starfsgrein. Áhugi nemenda er greinilegur þegar þeir finna að námsefni og aðferðir höfða til vinnuumhverf- is þeirra. Sjálf hef ég kennt ýms- um starfshópum erlent tungu- mál og orðið vör við brennandi áhuga á efni sem tengist starfs- sviði nemendanna. Fyrst þessu er svo farið með fullorðið fólk liggur það í augum uppi að áhugi unglinganna hlýtur að aukast því meiri skírskotun sem námsefnið hefur til viðfangs þeirra á öðrum sviðum. Ef til vill er hægt með breyttum áherslum í málakennslu að slá þrjár flugur í einu höggi, auka áhuga ungra íslendinga á tungumálum, bæta kunnáttu þeirra og hamla gegn brottfalli úr skólunum. Eygló Eyjólfsdóttir, skólameistarí Borgarholtsskóla.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.