Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 14
Benedikt Sigvaldason: HORFT UM ÖXL Það sem hér er sett á blað er þannig til komið að fyrir nokkr- um vikum bað Asa Kr. Jóhanns- dóttir undirritaðan að lýsa því fyrir lesendum MÁLFRÍÐAR, hvernig var að kenna ensku á 6. áratugnum, þ.e. fyrir og í byrjun hinnar stórkostlegu byltingar í íslenska skólakerfinu, sem á sín- um tíma hófst með tilkomu landsprófs miðskóla og gjör- breytti öllum fyrri forsendum varðandi framhaldsskólastigið. Mér er að vísu ljúft að verða við þessari beiðni, en hlýt um leið að benda á að vísast væru ýmsir kollegar mínir og jafnaldr- ar, sem víðar fóru og fleiri skól- um kynntust, hæfari til að gera efninu þau skil sem vert væri. Mál skipuðust nefnilega þannig að strax að loknu námi settist ég að á Laugarvatni og kenndi þar ensku við Héraðsskólann starfs- ævina á enda - og raunar fyrst um sinn einnig við Menntaskól- ann þar á bæ, en hann var að hefja göngu sína á þessum árum. Eins og ég hef hvað eftir ann- að haft orð á við kollega mína í enskukennarafélaginu saknaði ég þess ósjaldan á Laugarvatns- árunum - einkum fyrst í stað - að ná ekki að hafa samband við faglega kollega í öðrum skólum. Þetta mætti kalla faglega ein- manakennd. Það er svo ótrúlega margt gagnlegt sem vanir og vel- viljaðir kennarar geta miðlað nýliðum í faginu. Það sem í byrj- un kennslu jók á vanda minn - líkt og var um fjölda annarra kennara fyrr og síðar - var að við komum beint til starfa frá prófborði án þess að hafa notið kennsluæfinga og náms í upp- eldisfræði. Þess var, skilst mér, vænst að við kæmum til starfa alskapaðir sem kennarar, ef svo má segja, líkt og Pallas Aþena, þegar hún skaust út úr höfði Seifs forðum daga - en veruleikinn var talsvert öðru vísi. Eitt atriði til viðbótar finnst mér ástæða til að nefna þegar rætt er um erfiðleika byrjenda í enskukennslu. Fáir mundu vænt- anlega draga í efa kosti þess að nema ensku í enskumælandi landi. Ég hef þrátt fyrir það sífellt undrast, þegar ég hugsa til baka, hversu takmarkaður styrkur mér þótti vera að áralöngu enskunámi í enskum háskóla er ég hóf enskukennslu - einkum átti það við um byrj- endakennslu sem er þýðingar- mest allra námsstiga. Breskt háskólanám í ensku, stílað fyrst og fremst upp á þarlenda heima- menn með höfuðáherslu á bók- menntir, er óralangt frá því að geta leyst þann vanda sem hér að ofan greinir. Sannleikurinn er sá að ég hef í áranna rás blóð- öfundað þá upprennandi tungu- málakennara sem stunduðu a.m.k. hluta af háskólanámi sínu í Háskóla Islands hjá kennurum sem þekkja íslenskar þarfir og íslensk vandamál, og feginn hefði ég á sínum tíma viljað vera búinn að njóta leiðsagnar góðra manna áður en ég hóf kennslu - hlaðinn af þessu makalausa og vel þekkta samblandi af nagandi kvíða og tilhlökkun. Hvernig gat svona lagað geng- ið? Hvernig er hægt að ganga inn í vandasamt starf án þess að hafa lært til þess? Óþörf spurn- ing. Við gerðum einfaldlega okk- ar besta við að líkja eftir okkar fyrrverandi kennurum og höfð- um enda nægan tíma til að „stúdera" þá, meðan þeir voru að bjástra við að leiða okkur í gegnum kerfið á sínum tíma. Misjafnir voru þeir óhjákvæmi- lega, en þeir bestu hlutu að verða ógleymanlegir fyrir sakir gáfna, menntunar og vandaðra vinnubragða. Þeir sem notið höfðu leiðsagnar slíkra úrvals- manna á námsárunum gengu í rauninni hreint ekki einir síns liðs til móts við fyrstu nemenda- hópana sína. Þeir höfðu sínar fyrirmyndir frá eigin skólaárum og það varð að nægja. Skólaumhverfi það sem nýir kennarar komu inn í upp úr miðri öldinni var harla ólíkt því sem blasir við í dag, bæði tækni- lega og hugmyndafræðilega. Tækjakosturinn á Laugarvatni var fábreyttur. Eina hjálpartæk- ið við ennskukennsluna var 78 snúninga ferðagrammófónn frá því fyrir stríð ásamt nokkrum slitnum enskum Linguaphone plötum. Svo vel hittist á að texti nokkurra þessara platna var prentaður í Kennslubók í ensku fyrir byrjendur eftir Boga Ólafs- son, en hún var víða notuð í skólum á þessum árum. Eina fjölföldunartæki skólans var ævagamall handsnúinn fjölritari og við notkun hans þurfti að „höggva" allan texta með ritvél á svokallaðan stencil sem síðan var rennt gegnum fjölritarann. Tæknivæðing skólanna, sem hófst fyrir alvöru með tilkomu segulbandstækjanna undir lok 6. áratugarins, var enn ekki hafin. Kennslufræðileg mál voru lítt til umræðu á þeim árum sem hér um ræðir, a.m.k. ekki í heima- vistarskólum úti á landsbyggð- inni. Fín orð eins og gæöamat og gœðastjómun komust ekki í um- ferð fyrr en löngu síðar. 14

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.