Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 10
hann að öllum líkindum að end- urskoða hlutverk sitt í kennslu- tímunum. Ef talæfingin á að heppnast, verður hún að vera afar vel skipulögð. Um hvað á hún að fjalla? Hvernig er best að haga innlögninni? Hvernig á að koma leiðbeiningum um framkvæmd hennar til skila? Hversu bundin á æfingin að vera? Hvert er markmiðið með æfingunni? Hvað á æfingin að taka langan tíma? Hvernig á að meta frammistöðu nemenda? Þetta verður að vera á hreinu þegar í tímann er komið. Hvernig er það annars, eiga kennarar ekki að kenna? Hvað hefur kennarinn fyrir stafni á meðan nemendur tala og tala? Kennarinn verður að læra að draga sig í hlé! Ekki sífellt að vera að „kenna“, þ.e. vera sífellt að grípa inn í samtöl nemenda, leiðrétta linnulaust, heldur safna athugunum sínum saman og vinna úr þeim við hentugt tæki- færi. Nemendur mega alls ekki fá á tilfinninguna að sífellt sé verið að njósna um þá. Gott ráð til að hafa ofan af fyrir sjálfum sér er að taka beinan þátt í æfingunni sem einn úr hópnum. Nemendur meti síðan eigin frammistöðu í lok æfingarinnar, bóki hjá sér hvernig gekk og hvað má bæta. Þannig verður undirbúningur fyrir munnlegt og skriflegt próf markvissari en ella. Hvað á kennarinn svo að gera þegar nemendur hlægja og flissa? Sussa á þá? Helst ekki ef nemendur eru á fullu í verkefn- inu. Mannlegum samskiptum fylgir oft glaumur og gleði - slíkt ætti að verða eðlilegur liður í málþjálfuninni. Hvað segja þá kennararnir í stofunum við hlið- ina? Á að afsaka sig á kennara- stofunni? Nei, það verður að fá að heyrast i fólki sem er á fullu við að nota málið til mannlegra samskipta. Það getur hins vegar reynst nauðsynlegt að skýra fyrir nágrönnunum hvað er í vændum eða hvað var á seyði. Þegar kennaranum finnst „há- vaðinn“ kominn á kokkteilpartý- stig getur hann vel við unað, þá gengur æfingin upp, nemendur eru á fullu í virkri málnotkun. Það er nauðsynlegt bæði fyrir nemendur og kennara að vita hvernig miðar í talþjálfuninni. Auðvitað skilar æfingin sér í auknum, virkum orðaforða við ritun, meiri hraða bæði í lestri og ritun og að sjálfsögðu síðast en ekki síst í betri skilningi á mæltu máli. Engu að síður er nauðsynlegt að nemendur skili munnlegum verkefnum á hljóð- snældum og myndbandi svo kennari geti leiðbeint hverjum nemanda og metið frammistöðu hans. Fyrirmæli um slík verkefni verða að vera afar skýr, hvaða efni á að taka fyrir og hvað á að meta hverju sinni, t.d. áherslur, tón, ákveðnar framburðarreglur, orðaforðann o.s.frv. Hér er hætt við að kennarinn gefist upp vegna þess hve litla þjálfun hann hefur í að meta munnlega frammistöðu nem- enda. Þá er um að gera að fá ein- hvern samkennara til að taka þátt í matsæfingunum. Það kem- ur mörgum á óvart hve fljótt má ná tökum á að gefa fyrir munn- leg verkefni, þ.e. læra að nota pásutakkann, að spila til baka og gera athugasemdir. Ef mark- miðið með þjálfuninni er skýrt er einfaldara að gefa fyrir. Æfingin skapar meistarann. Ekki reyna að meta allt í sama verk- efninu. Það er vel þess virði að rifja upp hve erfitt var að gefa fyrir skrifleg verkefni og hve tímafrekt það reyndist í byrjun kennsluferilsins. Það er augljós freisting að grípa til eyðufyllinga og krossa þegar á að meta hvar og hvernig nemandinn stendur sig. Slíkt tekur alltaf svo stuttan tíma og er annað hvort rétt eða rangt. Ljúft, ekki satt? En ef til vill ekki sanngjarnasta og rétt- mætasta leiðin til að meta kunn- áttu og færni nemenda í tungu- máli. Svona gerum við. I Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, þar sem ég vann í fjölda ára (MK frá hausti ‘95) við dönskukennslu, lögðum við mikla áherslu á munnlega þjálf- un og erum sannfærð um að sú þjálfun hefur skilað nemendum stórauknum virkum orðaforða á öllum fjórum færnisviðum. í dönskunni höfum við búið til spil, bæði málfræðispil, þar sem áherslan er t.d. lögð á að nem- endur læri, kunni og kenni hverjir öðrum að beygja sagnir og geti myndað setningar í ýms- um tíðum og myndum, og sam- skiptaspil þar sem þjálfuð eru samskipti t.d. á hóteli, við vini, við ókunnuga o.fl. Við höfum nýtt okkur áhuga nemenda á ökunámi og búið til spil í sam- vinnu við einn enskukennarann þar sem reynir á að þekkja merkin og geta sagt sögur tengdar hinum ýmsu merkjum. Hér eins og í öðrum spilum okkar eru það nemendur sem kenna hver öðrum og meta frammistöðu hvers annars og þá er nú ekki gefið eftir. Nemendur hafa leikið stutt ævintýri byggð á ævintýrum H.C. Andersen í eigin sviðsetningu og upptöku í lokaáfanga til stúdentsprófs (i DAN 2124, þ.e. í 5. og 6. ein- ingu). Sumar talæfingarnar eru byggðar á smásögum sem nemendur hafa lesið og eru þær nokkuð bundnar enda mark- miðið að skýra atburðarás smá- sagnanna. Hlutverkaleikir hafa einnig gegnt veigamiklu hlut- verki. Það er einhvern veginn miklu auðveldara að tala dönsku þegar maður leikur einhvern annan. Sviðsettir frétta- skýringaþættir og umræðuþætt- ir fyrir sjónvarp hafa einnig mælst vel fyrir. Nemendur eru ótrúlega slyngir við myndbands- upptökuvélina, í flestum tilfell- um þarf kennarinn ekki að kunna nema lítið eitt til verka til þess að kveikja í nemendum. Við höfum einnig notað gaml- ar æfingar ættaðar frá Danmörku til að þjálfa tal og orðaforða tengdan þeim textum sem lágu til grundvallar kennslubókinni, t.d. Panorama eftir þær stöllur Hafdísi Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur. Þessari gömlu möppu og fleirum í svipuðum dúr fylgir Ijósritunarréttur þess skóla sem keypt hefur möppuna. Mappan sem að þessu sinni er til umræðu heitir 50 Simulationer (Inge Struck Jorgensen/Aase Brick-Hansen, 1. udg. 2. oplag 1983, ISBN 87-88212-00-9). Æfing- arnar sem nemendur leystu t.d. í tímum þegar fjallað var um 10

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.