Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 17
HUGMYND ABANK I Efni hugmyndabankans kemur að þessu sinni frá Ágústu Harðardóttur, kennara við Laugalækjarskóla. Hún lýsir hér hugmynd sem hefur nýst vel við kennslu bókmennta á dönsku. AÐ LESA SKÁLDSÖGU Á DÖNSKU Undanfarna tvo vetur hef ég látið nemendur mína í 10. bekk lesa danska skáldsögu og vinna með hana í hópum. Um er að ræða fjóra bekki með minnst 18 og mest 27 nemendur. Sagan heitir „Kærlighed ved fprste hik“ og er eftir Dennis Jurgensen. Þetta er fjörlega skrif- uð bók og efnið höfðar vel til unglinganna. Tæplega 10 kennslustundir, sem dreifast á rúmlega 3 vikur, hafa verið notaðar til verksins. Nokkrum dögum áður en hóp- vinnan hefst afhendi ég nem- endum bókina og geri þeim grein fyrir vinnubrögðum. Þau felast í því að fyrir hvern tíma lesa allir ákveðna kafla heima og tveir til þrír undirbúa endur- sögn kafla. I skólanum er unnið í hópum, efnið rætt og skrifleg verkefni, sem kennari útbýtir, eru leyst í sameiningu. Tíminn byrjar alltaf á því að einn úr hópnum flytur endur- sögn ákveðins kafla. Umræðu- stjóri dagsins tekur við og spyr fyrst hvort einhver vilji gera at- hugasemd við endursögnina. Finnst fólki vanta einhver mikil- vœg atriði? Var eitthvað sem hin- ir höfðu skilið á annan hátt? Verkefni sem tengjast þeim kafla eru leyst og síðan tekur annar nemandi við og endursegir næsta kafla. Umræðustjóri gætir þess að allir komist að og hann ber líka ábyrgð á að hópurinn ljúki verkefninu. Ritari skráir niðurstöður, hreinskrifar heima og skilar til kennara í næsta tíma. Minnisblöð þeirra sem endursögðu fylgja með. Þegar vinnubrögð hafa verið útskýrð fær hver og einn yfirl- itsblað með vinnuáætlun og ég skipti bekknum upp í 5-6 manna hópa. Nemendur skipta sem jafnast með sér verkum og skrá á yfirlitsblaðið. Næsta skref er svo undirbúningsvinna þeirra heima. Hlutverk kennarans í þessu ferli felst í því að skipuleggja vinnuna, útbúa verkefni, breyta þeim (því ekki reynist allt jafnvel og bekkir/hópar eru ólík- ir) og að lokum að lesa úrlausnir nemenda yfir. Það síðastnefnda er reyndar hentugt að gera á meðan hóparnir starfa. Kenn- arinn fylgist með hópvinnunni úr fjarlægð, er til ráðuneytis ef óskað er, en skiptir sér annars lítið af þegar allt gengur vel. Einnig sér kennarinn til þess að tiltækar séu orðabækur, að sjálf- sögðu dansk-íslenskar og íslen- sk-danskar, en auk þess hef ég í suraum verkefnunum látið nem- endur fletta upp í orðtakaorða- bók (Idiomordbog, 1.000 talem- áder, Gyldendal 1993) og slang- uryrðabók. í vetur útbjó ég matsblað sem nemendur útfylltu í lokin. Það var fróðlegt og reyndar ánægju- legt að sjá svör þeirra. Næstum allir þeirra 44 sem svöruðu sögðu að bókin væri áhugaverð, hæfilega þung og að þeim hefði fundist vel til fundið að vinna með hana í hópum. Yfirgnæf- andi meiri hluti sagði umræður í sínum hópi hafa verið lífleg- ar/áhugaverðar. Hins vegar voru auðvitað skiptar skoðanir á verkefnunum, nokkrum fannst t.d. of oft spurt um skoðanir þeirra. Sumir sögðu að það væri erfitt að vera í hlutverki umræðustjóra og töldu heppi- legra að ritari væri jafnframt umræðustjóri. í öðrum bekknum fylltu nem- endur blaðið út hver fyrir sig en í hinum bekknum hafði ég þann hátt á að ég settist niður með hverjum hóp, las upp spurning- arnar og skráði svörin. Því síðarnefnda fylgdu í sumum til- fellum ábyrgar umræður nem- enda um vinnuframlag, sjálfs- gagnrýni o.fl. Næsta vetur langar mig til að prófa að afhenda hópunum í upphafi sjálfsmatsblað sem þeir fylla smám saman út í lok hvers tíma. Hver og einn metur þá bæði sitt eigið framlag og hóps- ins í heild og nemendurnir ræða niðurstöðurnar. Ágústa Harðardóttir, kennari við Laugalækjarskóla í Reykjavík. 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.