Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 7
á endurtekningar og fjölbreyti-
leika. Eftirfarandi listi er sýnis-
horn af kennsluháttum.
• Kennslan fer að mestu leyti
fram á tungumálinu frá byrj-
un.
• Málfræðin er notuð sem
grunnur til að byggja á.
• Reglur eru fáar, skýrar og
skiljanlegar.
• Markmiðin aldrei langt und-
an; stutt skref í einu.
• Vetrinum er skipt niður í
kennslulotur með skýrri
kennsluáætlun.
• Mikil endurtekning og upprifj-
un á áður lærðu efni.
• Litaglærur eru boðnar nem-
endum með sértæka lestrar-
örðugleika.
• Þau velja sér lit sem þeim
finnst henta best.
• Stílar í hverri viku. Efni stíl-
anna er orðaforði kennsluefn-
is vikunnar. Stíllinn saman-
stendur oftast af 5-10 setning-
um og virkar sem samantekt
á námsefni vikunnar, bæði
orðaforða og málfræði. Sumir
nemendur læra stílana utan
að og læra á þann hátt að
stafsetja orðin.
• Glærunotkun virðist mikil-
vægari fyrir þessa nemendur
en aðra enda styrkir hún sjón-
minnið.
• Skrifað eftir upplestri, (dicta-
tion). Aðeins ein setning er
lesin í einu og kennari gengur
á milli og skoðar hvernig
gengur. Síðan kemur setning-
in rétt upp á glæru (instant
feedback). Þessi aðferð hefur
reynst mjög árangursrík og
oft hefur vaknað samkeppnis-
andi sem þessum nemendum
hefur yfirleitt verið framandi
þar sem nám er annars vegar.
Nemendur sem aldrei hafa
skrifað rétt orð í setningu
fara að sjá þau flest rétt skri-
fuð. Þegar setningin kemur
upp á glæruna hefur maður
fullkomna athygli nemenda
og þá er um að gera að nota
tækifærið og tína til orð af
sama stofni og skyld orð.
• Myndbönd með texta á tungu-
málinu sem verið er að
kenna.
• Lesa og þýða (gera glósur).
• Dægurlagatextar krufnir til
mergjar eða unnið með eyðu-
fyllingar úr þeim og lögin
sungin.
• Tímarit úr áhugasviði nem-
enda t.d. um mótorhjól, hljóm-
sveitir, bíla og kvikmyndir.
The Scandinavian School
Times er tímarit með margt
gott efni, einnig Iceland
reporter.
• Stuttar hraðlestrarbækur lesn-
ar af bandi. Nemendur hafa
bókina fyrir framan sig og fylg-
jast með. Þegar þeir sjá að þeir
skilja söguna örvar það suma
þeirra til sjálfstæðs lesturs.
• Saga lesin upp á tungumálinu.
Þegar söguþráðurinn verður
spennandi er stoppað og eiga
nemendurnir að botrm sög-
una á tungumálinu. Ut úr
þessu koma margar ólíkar til-
lögur og er iðjan vinsæl.
• Þrautir, krossgátur og leikir á
málinu.
• Tölvuforrit notuð, t.d. Levels.
Mjög gott að því leyti að nem-
endur geta verið á mismun-
andi stigum eftir getu. Náms-
gagnastofnun á nú nokkur
forrit og fleiri eru væntanleg.
• Glósupróf.
• Nemendur með sértæka lestr-
arörðugleika fá lengri tíma til
próftöku og munnleg próf
eftir þörfum.
• Nemendur sem skara fram úr
fá að taka einingarbær próf
við Fjölbrautaskólann við Ar-
múla.
• Haiku; japönsk ljóðagerð.
Órímuð ljóð þar sem eitthvað
ákveðið er tekið fyrir, oft sem
mynd eða stemning. Ljóðið á
aðeins að vera 3 línur. Fyrsta
línan er 5 atkvæði, önnur lína
er 7 atkvæði og þriðja línan er
5 atkvæði. Þetta er það
síðasta sem ég hef prófað í
félagskap þessara nemenda.
Það vakti mikinn áhuga og
reyndist verða hápunktur
vetrarins fyrir suma. Ég læt
hér fylgja tvö dæmi að lokum
með leyfi höfunda.
A Pale Rose.
A girl in a field.
She has a rose in her hair.
She is still crying.
Fornámsnemandi.
A Worm
A little worm lying,
in the street, no hands or feet.
Just a small long thing.
Fornámsnemandi.
Nokkrar heimildir.
Birna Arnbjörnsdóttir (1994) Enska
sem annað tungumál. Fjölritað efni úr
fórum dr. Birnu Arnbjörnsdóttur.
Fjölnir Asbjörnsson (1993) Lestr-
arátak við Iðnskólann í Reykjavík. For-
nám í fslensku ( fjölrit ).
Gaddis, Edvin A. ( 1971) Teaching
the Slow Learner in the Regular Class-
room.
Fearon*Pitman Publishers, Inc.,
Belmont, California.
Ingvar Sigurgeirsson (1993) Hvernig
er íslenska kennd á miðstigi í grunn-
skóla.
Skíma, 16 (1): 14-25.
Ingvar Sigurgeirsson (1996) The Use
of Curriculum Materials in Schools.
EERA Bulletin, 2 (1): 21-28.
Maurer Richard E. (1988) Special
Educator's Discipline Handbook. The
Center for Applied Research in
Education. West-Nyack, NY.
Bryndís Siguijónsdóttir, kennari
og ráðgjafi við fornám
Réttarholtsskóla.
7