Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 4
Málþing STÍL
Málþing STÍL var haldið síðastliðið haust í tilefni af 10 ára afmæli sam-
takanna. Þingið bar yfirskriftina „Um stefnumótun í kennslu erlendra
tungumála". Flutt voru erindi fyrir hádegi og unnið í starfshópum seinni
hluta dagsins um hin ýmsu málefni. Ritstjórn Málsfríðar hefur fengið
nokkrar greinar til birtingar sem byggðar voru á erindum frá Málþing-
inu. Fyrst er það ávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, síðan
er það grein Bryndísar Sigurjónsdóttur, kennara í Réttarholtsskóla. Þá
er það grein frá Eygló Eyjólfsdóttur, skólastjóra í Borgarholtsskóla og
síðasta greinin frá þinginu er eftir Þórdís Magnúsdóttur kennara í
Menntaskólanum í Kópavogi.
Ávarp Björns Bjarnasonar, menntamála-
ráðherra á málþingi STÍL og Stofnunar f
erlendum tungumálum - f Kennaraháskóla
íslands 30. september 1995
Ég þakka boð ykkar og tæki-
færið, sem þið gefið mér hér í
dag, til að koma á framfæri hug-
leiðingum um tungumálakennslu
í íslenska skólakerfinu.
Sjálfur gekk ég í gegnum þetta
kerfi fyrir rúmum þrjátíu árum. I
Menntaskólanum í Reykjavík var
latína þá í hávegum höfð og
tengdi menntun okkar langt aft-
ur í aldir, þegar enginn var tal-
inn menntamaður nema hann
gæti lesið latneskan texta. Auk
þess lærði ég dönsku, ensku,
frönsku og þýsku. Kennslan var
einkum fólgin í því að lesa mis-
erfiða texta og brjóta málfræð-
ina til mergjar.
Að loknu háskólanámi í lög-
fræði fór ég ekki til framhalds-
náms við erlenda háskóla og hef
því aldrei haft tækifæri til að til-
einka mér erlent tungumál með
því að vera langdvölum í útlönd-
um. Þó get ég ekki látið undir
höfuð leggjast að geta þess að
fimm árum eftir stúdentspróf og
að loknu fyrri hluta prófi í lög-
fræði fór ég til Brussel og dvald-
ist þar í nokkra mánuði. Meðal
þess sem ég gerði var að sækja
8 vikna námskeið í frönsku fyrir
útlendinga við háskólann í
Brussel. Til að komast inn á
námskeiðið þurfti að fara í
stöðupróf og kveið ég því nokk-
uð, enda ekki litið í neinar
kennslubækur eða haft tækifæri
til að nota frönsku frá því að
náminu lauk í MR. I þessu prófi
og á námskeiðinu í Brussel
sannfærðist ég um hve trausta
undirstöðu í franskri málfræði
og skilningi á flóknum texta ég
hafði fengið í tungumálanámi
mínu. Á hinn bóginn blöstu við
mér við dagleg úrlausnarefni í
Brussel, að ég hafði lært harla
lítið sem laut að því að fara í
verslanir eða glíma við hvers-
dagsleg viðfangsefni í mannleg-
um samskiptum.
I ávarpi, sem ég flutti í upp-
hafi nýlegrar ráðstefnu á Akur-
4