Málfríður - 15.05.1996, Qupperneq 11

Málfríður - 15.05.1996, Qupperneq 11
þemað „Den barske virkelighed“ voru: Job efter skoletid, Job hos en bager, Forhojelse af lomme- penge og Ud i weekenden, Flytte hjemmefra, En tur i byen, Láne penge og Job og hjemmearbejde. Þetta er efni sem tilheyrði öðrum áfanga í dönsku þessa önn og því að öllu jöfnu viðfangsefni nem- enda á fyrsta ári framhaldsskóla. Nemendur leystu þessar æf- ingar tveir og tveir saman í tím- um, alls ekki alltaf sömu tveir. I lok þemans var svo komið að nemendum að velja Job og hjemmearbejde eða Flytte hjem- mefra sem myndbandsverkefni. Þeir fengu verkefnið í hendur, höfðu æft það í tíma en gátu svo útfært það nánar þegar þeir undirbjuggu sig fyrir upptökuna. Þeir áttu að halda samtalinu gangandi í 12 mínútur (7 mínút- ur á fyrstu önn) og eins og sjá má af æfingunni þurfa nemend- ur að skapa sjálfir til þess að geta uppfyllt skilyrðið um 12 mínúturnar (2 saman). Blaðið sem ég notaði við fyrirgjöfina fylgir einnig hér með ásamt æf- ingunni Flytte hjemmefra. Nem- endur fengu svo blaðið að lok- inni umsögn kennarans. Þar sjá þeir svart á hvítu hvort þeir hafa gert efninu skil á viðeigandi hátt og með viðunandi orða- forða. I þessu verkefni var lögð áhersla á að nemendum væri ljóst hve mikilvægt væri að afla orðaforða við hæfi, að mál- notkun og framburður væru frambærileg, hvort nemandinn væri stirður eða lipur í tali. Nemendur máttu hafa með sér í upptökunni orðarós eða lista með 20 orðum sem haldreipi ef þeim sýndist svo. Auðvitað geta svo legið önn- ur atriði fyrir til mats í öðrum verkefnum svo sem áherslur og tónn, sérhljóðar eða aðrar leið- beinandi framburðarreglur. Inni- hald og orðaforði við hæfi efnis- ins hverju sinni eru afar mikil- væg atriði og sé nemandinn meðvitaður um þá kröfu skilar hann því yfirleitt með sóma og skilar sá orðaforði sér yndislega vel í skriflegum verkefnum. Þótt munnleg færni sé ekki metin á samræmdu prófi í grunnskóla segir reynslan mér að það sé alls ekki sóun á tíma nemenda og kennara að stunda talþjálfun. Til þess er aukinn virkur orðaforði nemenda minna í kjölfar breyttra áherslna í kennslunni of sannfærandi. Að sýna nemendum fram á að orða- forðinn skili sér á öðrum færni- sviðum er t.d. hægt að gera með „hurtigskrivning“ verkefnum þar sem matið getur legið í að telja fjölda þemaorða sem nemend- anum tókst að nota í t.d. 10 mín- útna „hraðskriftarverkefni". Við- miðun okkar í hraðskriftinni er að nemendur komist í um það bil 200 orð á 10 mínútum um efni sem þeir þekkja vel í kjölfar upphitunaræfinga í lok annarrar annar. Það tekst flestum, en það er önnur saga. Hvernig hefurðu tíma til að láta nemendur sinna talþjálfuninni í tímum? Þetta er spurning sem við í FNV og núna í MK höfum oft heyrt. Svarið er að hluta til fólg- ið í því að svörin við mörgum verkefnum nemenda er að finna á bókasafninu þar sem þeir eiga að bera sig eftir þeim, þannig vinnst mikill tími, við förum svo í tímum í þau atriðið sem þeim finnst þeir þurfa frekari út- skýringar á, það er létt verk að kanna öðru hvoru hvort þau sinna þessu og vilja bera ábyrgð á eigin námi. Annað atriði, sem hefur breytt miklu, er að loksins hefur Mál og menning tekið við sér og nú fylgja hlustunarsnæld- urnar með kennslubókinni og þá loksins var hægt að ýta hlustun í kennslutíma út í talsverðum mæli, hlustun í tíma á hraða sem hentaði e.t.v. einhverjum ímynduðum meðal Jóni. Nú hlusta nemendur heima í tengsl- um við þau þemu sem fyrirliggja hverju sinni, eins oft og þeim þóknast og á þeim hraða sem þeim hentar. Rétt svör eru látin fram á bókasafn skömmu fyrir hlustunarpróf og þá eru teknar 3-4 æfingar í einu, eftir því sem við á. í hlustunarprófinu fá nemendur nýja æfingu, sem þeir hafa ekki séð áður, við efni sem þeir hafa hlustað á heima og þannig vinnst/sparast mikill tími og nemendum er ljóst að þeir verða að bera ábyrgð á þessum þætti námsins. „Aldrei hélt ég að mér ætti eftir að finnast gaman í dönsku.“ Með breyttum áherslum í kennslu minni þar sem vægi og umfang talaðs máls er umtals- vert meira en á fyrstu árum mín- um við dönskukennsluna finnst mér ég hafa upplifað talsverðar breytingar til batnaðar. Nem- endur sem að mínu viti eru talsvert betri í dönsku en áður, þegar þeir kveðja, hafa mun oft- ar þakkað fyrir skemmtilega kennslu. Ég tel það eigi rætur sínar að rekja til lifandi kennslutíma þar sem nemend- um gefast mörg tækifæri til að nota dönskuna til gefandi mannlegra samskipta. Síðast en ekki síst er miklu skemmtilegra í vinnunni en hér áður fyrr. Þessar breytingar gengu ekki sársaukalaust fyrir sig hvorki hjá kennurum eða nemendum en þær hafa svo sannarlega verið þess virði og hver segir að það eigi að vera sársaukalaust að þroskast eins og einn nem- andi sagði á prófi þegar hann var að færa rök fyrir því að nem- endur ættu að stunda talþjálfun í dönsku. En eins og menn vita þá var Róm ekki byggð á einum degi og því ráðlegg ég eindregið þeim kennurum, sem vilja láta til skarar skríða í talþjálfuninni, að fara sér hægt, ekki breyta öllu alls staðar á einni og sömu önn. Þegar mér varð ljóst hversu mjög bæði færni og ánægja nemenda og kennara jókst við þessar breytingar vildi ég helst að ég hefði breytt þessu löngu fyrr og helst bara strax í fyrra. En nú þegar ég lít til baka þá sé ég að kemst þótt hægt fari. „Kíld áþa.“ Þórdís Magnúsdóttir, kennari við Menntaskólann í Kópavogi. 11

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.