Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 29
FRETTIR - FRETTIR - FRETTIR ensborg, Danmark. Fax: 0045 422 82996. Áskrift kostar um 400 danskar krónur og koma út 9 blöð á ári. Finna má ýmislegt um enskt mál og fleira á Edunet á Inter- netinu: http://www.edunet.com. Gerður Guðmundsdóttir. Ráðstefnur I.A.T.E.F.L. í York 1995 og í Stoke-on-Trent 1996: Ráðstefnan í York var sú 29. í röðinni og var haldin 9.-12. apríl 1995. Ráðstefnuna setti Cather- ine Walter sem var að enda tveggja ára tímabil sitt sem for- maður samtakanna. Ráðstefnan var með hefðbundnu sniði, hægt að velja um marga fyrirlestra á sama tíma og viðamikil bóka- sýning opin allan tímann. Ræddar voru hugmyndir að breytingum á IATEFL. Ástæðan fyrir því að stjórn I.A.T.E.F.L. taldi breytingar óumflýjanlegar var fyrst og fremst sú að fyrir- komulag var orðið fjárhagslega óhagstætt fyrir samtökin. Þrenns konar aðild hefur tíðk- ast. Félög sem eiga aðild að I.A.T.E.F.L., hafa getað verið “branches”, “affiliates” eða aðil- ar að e.k. hjálparstarfi. Rætt var að einfalda aðild en halda hjálp- arstarfinu gangandi, enda er það ætlað félögum í fátækum lönd- um þar sem laun eru svo lág að kennarar eiga enga möguleika á að ganga í samtökin fyrir það gjald sem sett er upp. Á ráðstefnum sem þessum er oft mesti vandinn að velja. Ráð- stefnuhaldarar velja ekki efni á ráðstefnuna, heldur getur hver sem vill komið með fyrirlestur eða kynningu. Því þarf að skoða vel það sem er í boði. Frábærir voru stórfyrirlestrar (plenaries), ætlaðir stórum hópi áheyrenda. Einn ókostur var þó - velja þurfti milli tveggja góðra vegna þess að alltaf var boðið upp á tvo í einu. Við setningu ráðstefnunnar flutti Christopher Brumfit, Uni- versity of Southampton, fyrir- lestur um ensku sem tungumál heimsveldis sem var, og þau menningaráhrif sem fylgdu. Inn- takið var að afbrigði af ensku, sem hefðu þróast víða í heimin- um, þjónuðu þeim samfélögum sem þau spryttu úr og því ættu þau fullan rétt á sér. Aðrir stórfyrirlesarar voru: Michael McCarthy, University of Nottingham: “When does gramm- ar become discourse?”; Bridget Somekh, The Scottish Council for Research in Education: “Beyond common sense: action research and the learning organi- sation”; Gaie Flouston, Gestalt Centre London: “Warfare or working group?” og Michael Le- gutke, Goethe-Institut, Munich: “Redesigning the language class- room”. Fyrirlesturinn við ráð- stefnuslit flutti David Crystal um “English conversation: 1000 years on” og skemmti viðstödd- um konunglega. Stór og vegleg bókasýning var í tengslum við ráðstefnuna. Greinileg var mikil gróska í orða- bókaútgáfu. Ráðstefnunni var formlega slitið af Madeleine du Vivier, sem tók við formennsku til tveggja ára af Catherine. Þrítugasta ráðstefna samtak- anna var haldin í Keele við Stoke-on-Trent 9.-12. apríl 1996. Ráðstefnuna setti Madel- eine du Vivier. Fyrirkomulag var með sama hætti og venjulega, margir fyrirlestrar og kynningar í boði í einu , og bókasýningin á sínum stað. Sú niðurstaða er komin í að- ildarmálin að öll félög, sem uppfylla viss skilyrði, geta orðið “associates” að I.A.T.E.F.L. með mismikil tengsl. Hvert félag gerir samkomulag við samtökin um hversu sterk eða mikil tengslin eru. Stjórn Fekí hafði komist að þeirri niðurstöu að rétt væri að halda tengslunum við samtökin og gera samkomu- lag um lágmarksaðild, sem þýðir að við fáum fréttabréf frá þeim og sendum þeim helstu upplýs- ingar um okkur og látum félags- menn okkar vita af I.A.T.E.F.L.. Sú breyting verður að hægt er að vera svokallaður “associ- ate”-félagi og borga mun lægra gjald en nú er. Einnig er áfram hægt að vera með fulla aðild eins og verið hefur. Við setningu ráðstefnunnar flutti Ronald Carter, University of Notthingham, fyrirlestur sem hann nefndi “Speaking English- es, speaking cultures Hann sýndi skemmtileg og lýsandi dæmi um hversu breitt bil getur verið milli samtala í kennslu- bókum Q'afnvel þeim allra nýj- ustu og mest ekta) og þess sem gerist í raunveruleikanum. Hann lýsti vissum áhyggjum yfir því hversu skekkta mynd af menn- ingu þær gefa en lýsti því jafn- framt að erfitt gæti verið að koma svona hlutum til skila í kennslu. Aðrir stórfyrirlesarar voru: Michael Lewis: “Imple- menting the lexical approach”; Jenny Thomas, Lancaster Uni- versity: “Pragmatics and English language teaching”; Joanna Channel: “Vague language - what it is and what it does”; Peter Medgyes, Eötvös Loránd University, Budapest: “Teachers turned ambassadors”. Lokafyrir- lesturinn flutti Michael Swan: “Language teaching is teaching language ”. William R. Lee sem var fyrsti formaður I.A.T.E.F.L. lést 5. febrúar síðast liðinn. Haldin var falleg athöfn til minningar um hann. Ýmsir, sem höfðu kynnst honum og haft samskipti við hann, fluttu stuttar tölur. W. R. Lee var mörgum hér á landi að góðu kunnur. I fundargerðarbók félagsins okkar kemur fram að hann var kosinn heiðurfélagi Félags enskukennara á skemmti- kvöldi sem haldið var á Hótel Sögu 28. ágúst 1971. Árið 1974, í ágústmánuði, kom hann á fræðslufund fyrir félaga í Félagi 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.