Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 25
Gerður Guðmundsdóttir:
Enskukennarar til
Washington D.C.
I byrjun júní s.l. ár fór 21
enskukennari í náms- og kynnis-
ferð til Washington D.C. Dag-
skráin var sett upp fyrir tilstilli
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna á Islandi.
Dagskráin hófst á mánudegi.
Við fórum fyrst í Institute of
International Education sem sá
um að skipuleggja dvöl okkar í
umboði Menningarstofnunar
Bandaríkjanna. Þar hittum við
fólkið sem hafði undirbúið komu
okkar, og okkur var kynnt dag-
skráin.
Eftir hádegi var farið í skoð-
unarferðir á Smithsonian söfnin.
Þau söfn eru engu lík. Auðvelt
væri að eyða mörgum vikum
þar. Aðgangseyrir er enginn
þannig að auðvelt er að skreppa
inn stund og stund. Hægt er að
skoða nánast allt milli himins og
jarðar, býflugnabú með lifandi
flugum, alvöru geimfar, fornt
gull og múmíur svo eitthvað sé
nefnt.
Á þriðjudeginum var farið í
menntamálaráðuneytið, Depart-
ment of Education. Þar fengum
við mjög skilmerkilegan og góð-
an yfirlitsfyrirlestur um mennta-
kerfi í Bandaríkjunum og var
okkur einnig sagt frá verkefnum
í kennslu erlendra tungumála. í
raun og veru er ekki til neitt sem
heitir bandaríska menntakerfið.
Fylkisstjórnir bera ábyrgð á
menntamálum, hver i sínu fylki.
Menntakerfin eru því jafnmörg
og fylkin. í menntun yngri barna
er samræmi allmikið en úr því
dregur eftir því sem ofar kemur.
Bandaríska þingið veitir fjár-
magni í þætti sem eru taldir
skipta miklu máli fyrir þjóðina í
heild en síðan er það ákvörðun
sem tekin er á heimavelli hvort
sótt er um. Til að fá fjárveitingu
þarf að uppfylla vissar kröfur.
Ráðuneytið gefur út viðmið-
unarreglur um skólastarf. Gríð-
arlegur munur getur verið á
fylkjum og skólasvæðum. Þar
sem best tekst til er farið fram
úr viðmiðunum en annars stað-
ar næst ekki lágmarksárangur.
Erfitt getur verið að hreyfa við
málum. Til dæmis er á sumum
svæðum komin þriðja kynslóð
spænskumælandi fólks og aðlög-
un gengur illa. Kennarar koma
úr þeirra eigin röðum, aðrir fást
ekki til starfa. Einangrun slíkra
hópa verður því mikil og mjög
erfitt að koma á breytingum.
Kröfur um kennaramenntun
og kennsluréttindapróf eru mis-
munandi eftir fylkjum. Ef kenn-
arar flytjast milli fylkja geta þeir
þurft að taka kennsluréttinda-
próf í hverju fylki fyrir sig. Þetta
fyrirkomulag gildir um mjög
margar starfsstéttir í Bandaríkj-
unum. Fylkjum er skipt upp í
skólasvæði. Fólk býður sig fram
til starfa í þágu skóla og skóla-
starfs og síðan er kosið í al-
mennum kosningum.
í opinberum skólum stunda
85-90% nemenda nám. Prófi úr
“high-school” ljúka 75-80%
nemenda. Síðustu ár hefur inn-
fljhjendum fjölgað mjög og ný
verkefni tengjast gjarnan mál-
efnum þeirra.
Eftir hádegið var farið í aðal-
stöðvar Menningarstofnunar
Bandaríkjanna, United States
Information Agency. Þar var
kynnt efni um Bandaríkin, sögu
þeirra og menningu, sem stofn-
unin gefur út og dreifir. Sumt er
gefið út sem kennsluefni. Á
þeirra vegum eru í boði náms-
ferðir og námskeið sem kenn-
arar geta sótt um að komast í.
American Studies Newsletter er
fréttablað sem stofnunin gefur
út. Þeir sjá um dreifingu á
FORUM, sem enskukennarar fá.
Á miðvikudeginum var haldið
út úr borginni og inn í Virgi-
níu-fylki í skólaheimsóknir.
Hópnum var tvískipt en báðir
fóru þeir í “high school”. Annar
fór í J.E.P. Stuart High School en
hinn í Annendale High School.
Skólarnir eru á Fairfax skóla-
svæðinu sem er mjög stórt og
þykir fyrirkomulag þar til fyrir-
myndar, enda er svæðið eitt hið
auðugasta í Bandaríkjunum.
Skólabílar flytja nemendur milli
heimila og skóla. Skólarnir sem
við heimsóttum voru báðir
stórir og fjölmennir. Nemendur
virtust almennt áhugasamir og
prúðir. Skólahúsnæðið var
snyrtilegt og aðlaðandi. Mennt-
unarmarkmið í þessum skólum
eru að koma til móts við þarfir
sem flestra og ólíkra nemenda
og voru áfangar byggðir upp
með það í huga. Undirbúnings-
nám stóð til boða þeim sem það
þurftu.
Um J.E.P. Stuart skólann feng-
um við eftirfarandi upplýsingar:
Nemendahópurinn er mjög
blandaður með tilliti til þjóð-
ernis, félagslegrar stöðu, efna-
hags og námshæfileika. Áður
var skólinn “very preppy, white
school”, eins og skólastjórinn
orðaði það en nemendum af
erlendum uppruna hefur fjölgað
á síðustu árum. Árið 1994 var
skipting nemenda eftir litarhætti
og uppruna þessi: Rúmlega 30%
hvítir, um 10% svartir, rúmlega
30% suður-amerískir, um 5%
amerískir indíánar, rúmlega 20%
Asíufólk. Um það bil helmingur
25