Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 9
Þórdís Magnúsdóttir: TALÞJÁLFUN Talþjálfun. Talþjálfun var til umræðu í einum þeirra hópa er störfuðu á þingi STÍL á liðnu hausti. Þeir sem tóku þátt í talhópnum virt- ust vera sannfærðir um gildi tal- þjálfunar. Umræðan snerist þó einnig um hversu erfitt væri að koma henni við í stórum hóp- um, hvert væri hlutverk kenn- arans í slíkum æfingum og hvern- ig ætti að meta getu og þátttöku nemenda í talæfingum. Ef skoðuð eru þau rök er helst heyrast gegn talkennslu og talþjálfun má nefna: • Kringumstæður leyfa það ekki, stofan er svo lítil og svo þröng að ómögulegt er að breyta uppröðun eða láta nemendur vera á hreyfingu. • Það er ómögulegt að þjálfa stóran hóp í einu, kennarinn getur ekki leiðrétt rangt mál, hávaðinn verður svo gífurleg- ur að það veldur truflun í næstu stofum. Kennarinn hef- ur litla eða enga stjórn á því sem gerist og getur ekki tryggt að nemendur læri al- mennilega það sem þeir eiga að læra. • Það er nánast ógjörningur að meta frammistöðu nemenda við slíkar aðstæður og hætta á að nemendur éti vitleysurn- ar hver eftir öðrum. • Það er algjör óþarfi að eyða tíma í talþjálfun því að sé grunnurinn til staðar geta nemendur náð tali þegar þeir þurfa á því að halda. • Svona hopp og hí er sóun á tíma nemenda og kennara, þetta er svo tímafrekt, betra er að nemendur stundi nám sitt af alvöru. • Það er ómögulegt að fá krakk- ana til að tala, sérstaklega dönsku og frönsku, þau eru svo neikvæð, framburðurinn er svo framandi í eyrum þeirra enda heyra þau þessi mál sjaldan nema í hlustunar- æfingum í skóla. • Eins og maður hafi ekki reynt, en ég, kennarinn, og nemend- ur vinnum best með gamla laginu og þá er auðveldara að hafa stjórn á hlutunum. Hver kannast ekki við sjálfan sig og gömul ríkjandi viðhorf hér? Lestu, þýddu og þegiðu. Haldgóð og árangursrík aðferð sem hefur skilað þjóðinni þeirri færni sem nauðsynleg er. Er nokkur ástæða til að breyta því? Já, það er ástæða til að breyta því. Tímarnir eru breyttir og öll samskipti þurfa að ganga hraðar fyrir sig en hér áður fyrr. Síminn, faxið og tölvan hafa haslað sér völl og atvinnulífið þarf starfsfólk, sem talar út- lensku og er snöggt að svara skriflega hvort heldur er með faxi eða skeytasendingu um tölvu. Islendingar ferðast í æ ríkari mæli til útlanda og fjöldi erlendra ferðamanna hefur vax- ið hratt á liðnum árum. Munnleg færni í erlendu tungumáli er því tvímælalaust eftirsóknarverð, ekki bara í atvinnulífinu heldur einnig í einkalífinu. Þau rök sem ég hef helst á takteinum fyrir aukinni talþjálfun eru þessi: • Það er blekking að þrengsli komi í veg fyrir talþjálfun, auðvitað er nóg rými til bóta. Hér er það fyrst og fremst viðhorfið til verkefnisins sem gildir. • Lærðu að draga þig í hlé. Hættu að leiðrétta allt, gefðu nemendum tækifæri til að æfa virka málnotkun, leiðréttu ekki nema nemendur leiti ráða hjá þér. Safnaðu í sarp- inn og leiðréttu algeng mistök í samantekt í lokin eða við hentugt tækifæri. • Ef undirbúningur kennara fyrir talæfingu er markviss og leið- beiningar til nemenda skýrar verður auðvelt að halda utan um ferlið. • Við metum aðra þætti í munn- legum æfingum en þeim skrif- legu. Það er mikilvægt að nem- endur fái að æfa virka mál- notkun án þess að alltaf sé verið að gefa fyrir. • Talþjálfunin styrkir aðra færni- þætti og skýrir betur mark- miðin með t.d. hlustunar- og ritunaræfingum. Þannig er tal- þjálfun hluti af grunninum en ekki eitthvað sem kemur seinna ef þörf er á. • Hoppið og híið á fullan rétt á sér - það er ekki tímasóun. Það styrkir virka málnotkun bæði munnlega (tal og hlustun) og ekki síður skriflega. Virkur orðaforði skilar sér einnig í lestri á viðkomandi tungu. • Viðhorf nemenda til talþjálf- unar á erlendu máli breytist ef viðfangsefni æfinganna hef- ur merkingu fyrir þá, veitir þeim tækifæri til mannlegra samskipta. Það verður virki- lega gaman og nemendur ótrú- lega jákvæðir ef tekst að „markaðssetja" talþjálfunina. „Markaðssetningin" er alger- lega undir kennnaranum kom- in, hans viðhorfum, vilja og markmiðum. Hlutverk kennarans. Þegar kennari hefur ákveðið að gera markvissa talþjálfun að föstum lið í kennslu sinni verður 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.