Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 27

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 27
kjör og hafa því ekki beint vald varðandi þau mái. Þau geta hins vegar beitt áhrifum sínum í deilumálum. Kjör kennara í Bandaríkjunum geta verið mjög mismunandi eftir svæðum og dæmi eru um að kennaralaun hafi lækkað þegar lífskjör versn- uðu á svæðinu. Samtökin hafa beint kröftum sínum að því að vinna úr rann- sóknum og gera þær aðgengi- legar almenningi, foreldrum og kennurum. Gefnar hafa verið út stórar og myndarlegar handbæk- ur í þessum tilgangi. Inntakið í þessum bókum er: Hvað er góð kennsla? Einnig hafa samtökin beitt áhrifum sínum til þess að gerðar verði meiri kröfur til nemenda og að hegðun þeirra fáu, sem valda usla, batni. Nefnt var að um 5% nemenda eigi við alvarleg hegðunarvandamál að stríða og að rekja megi mikið af þeim vandræðum sem eru í skólastarfi til þess hóps. Því sé fáránlegt að nemendur sæki einkaskóla og að foreldrar kenni börnum sínum heima. Það þurfi að taka á þessum 5% en ekki láta alla líða fyrir framkomu þeirra. Seinni hluta dagsins var hið stórfenglega Library of Congress skoðað. Forstöðumaður nor- rænu deildarinnar tók á móti okkur, sýndi okkur safnið og sagði okkur ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt um safnið og starf- semina. Þótt safnið þjóni þing- inu fyrst og fremst, þá eiga allir aðgang að því og t.d. er hægt að fá lesaðstöðu þar tímabundið. Bæði var okkur sýndur bóka- kostur og salarkynni sem höfðu nýlega verið endurnýjuð. A síðasta degi, föstudeginum, var önnur skólaheimsókn. Aftur var farið inn í Virginíu fylki. Að þessu sinni heimsóttum við kennara og nemendur í Virginia Community College. Skólinn er mjög stór og fjölmennur og þar er hátt hlutfall nemenda af erlendum uppruna. Skólastjór- inn þar sagði að ef einhvers staðar kæmu upp vandræði í heiminum, þá fengju þeir fljót- lega nemendur frá því svæði. Við fengum að sitja í tímum þar sem innflytjendum var kennd enska. Greinilega var mik- il áhersla á að láta nemendur lesa, tjá sig í orði og skrifa alveg frá byrjun enskunáms. Ekki var annað að sjá en að nemendur ynnu vel og vildu standa sig vel. I einni kennslustund notaði kennarinn skemmtilega tækni við að kenna framburð. Hún var með teygju í höndunum. Á glæru hafði hún sett orðalista og nemendur báru orðin fram bæði einir sér og í kór. Ástæðan fyrir teygjunni: Asíubúar, sem voru í meirihluta í hópnum, hafa tilhneigingu til að þjappa sér- hljóðum svo saman að þeir heyrast ekki. Þegar kennarinn teygði á teygjunni áttu nemend- ur að teygja á sérhljóðum. Þetta gekk vel. Þennan dag borðuðum við hádegismat með fólki úr “Northern Virginia Community College Scandinavian Tour Group”. Þetta var roskið fólk sem hafði verið að lesa íslenskar fornsögur og ætlaði í ferðalag um söguslóðir á Islandi, seinna um sumarið. Þegar formlegri dagskrá lauk höfðum við tvo daga sem við réð- um sjálf. Þá gafst tækifæri til að skoða fleira í þessari merku borg. Á sunnudeginum fór hópur- inn á eigin vegum í mjög fróð- lega skoðunarferð til Gettysburg og Harper's Ferry. í Gettysburg fengum við leiðsögumann í rút- una og fór hann með okkur um svæðið. Hann fræddi okkur um öll minnismerki og helstu afrek, nefndi með nafni marga her- menn og sagði frá einstökum herdeildum og hershöfðingjum. Okkur hefði nægt einfölduð útgáfa fyrir útlendinga en hún var ekki í boði. Staðurinn er fal- legur og sérkennilegur með allan þann fjölda af minnis- merkjum sem þar eru. Harper's Ferry er lítið þorp sem hefur verið gert að e.k. safni. Staðurinn er fallegur og í fallegu landslagi. Þorpið kom við sögu í þrælastríðinu. Þar var John Brown sem við syngjum um í “John Brown's body lies a mouldring in the grave...” Sér- stakt safn er um hann á staðnum. Einstaklega vel var að öllu staðið í dagskránni. Skipulag og fyrirgreiðsla var til fyrirmyndar. Okkur var t.d. séð fyrir leiðsögu- mönnum sem voru með okkur allan tímann og okkur var ekið milli staða í rútu. Sumir voru í sinni fyrstu ferð til Bandaríkjanna, aðrir höfðu komið þangað áður. Eitt er víst: Bandaríkin koma sífellt á óvart. Úr fjarlægð hættir okkur til að al- hæfa og halda í einfalda mynd af erlendum ríkjum. Sú þekking og reynsla sem þarna fékkst af landi og þjóð er ómetanleg. Ferðin gaf okkur góða sýn á svo margt í bandarísku þjóðlífi, glæsileikann og virðuleikann í Washington, söfnin, gott skólastarf, þjóðar- brotin, innsýn í stofnanir sem eru um margt ólíkar þeim sem við eigum að venjast, mikilvægi og sjálfstæði einstakra fylkja, náttúrufegurð. Margbreytileikinn virðist óþrjótandi. Gerður Guðmundsdóttir er formaður félags enskukennara. Nemendur í hópvinnu - Northern Virginia Community College. 27

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.