Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 28
FRETTIR - FRETTIR - FRETTIR Frá fálagi frönskukennara Félag frönskukennara skipu- leggur tvö námskeið í sumar eins og áður hefur komið fram. Það fyrra dagana 10. til 14. júní í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun H.I. og háskólann í Montpellier. Viðfangsefni nám- skeiðsins verður „Connaissance des variétés du frangais“ leið- beinandi verður Bruno Maurer og síðan kynnir Luis Gomez- Péscié ný kennsluforrit í frönsku sem erlendu tungumáli. Hitt námskeiðið verður haldið í París dagana 30.-13. júní í tengslum við Lingua og ætlað frönskukennurum víðsvegar að. Auk Islands taka þátt frönsku- kennarar frá Portúgal, Grikklandi, Svíþjóð, Spáni, írlandi, Austurríki, Bretlandi og Júgóslavíu. Við- fangsefni námskeiðsins verður „Historie socieo-économique de la France“, 12 frönskukennarar frá íslandi sækja námskeiðið. Félagið hefur í samvinnu við Háskólabíó og Menningardeild franska sendiráðsins Alliance Frangaise o.fl. staðið að stofnun fransks kvikmyndaklúbbs sem starfræktur verður framvegis einu sinni í mánuði. I tengslum við þessar kvikmyndasýningar er skipulögð ritgerðarsam- keppni á meðal framhaldsskóla- nema um franskar kvikmyndir sem sýndar eru í Háskólabíó. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir bestu ritgerðirnar m.a. dvöl í Frakklandi. Keppnin var haldinn 18. maí í Þjóðarbókhlöðunni. Háskólabíó, franska sendiráðið, þýska sendiráðið og Margrét Rún buðu öllum frönskukenn- urum á frumsýningu „La Haine" í Háskólabíó á sumardaginn fyrsta. Fyrir páska var haldinn rit- gerðarsamkeppni Alliance Fran- qaise í samvinnu við FFI en keppnin hefur verið haldin tvisvar áður en féll niður í fyrra. Að þessu sinni sendu tveir skólar fulltrúa, MR og MS. Verðlaunaafhending fór fram 10. maí. Aðalfundur félagsins verður síðan í byrjun júní eins og venju- lega. Hér fyrir neðan er auglýsing sem birtist í „Le Journal des en- fants“, ósk um nemendaskipti. Petrína Rós Karlsdóttir, formaður. Frá félagi enskukennara Deildarstjórafundur var hald- inn 22. mars s.l. í Borgartúni 6. Fundinn sóttu um 50 manns. Voru kynntar hugmyndir um könnunarpróf, sem fyrirhugað er að leggja fyrir í framhalds- skólum í haust, og kynntar nið- urstöður úr Iesskilningsprófi sem lagt var fyrir fyrsta árs nema í H.í. síðast liðið haust. Bókasýning var frá Bókabúð Máls og menningar, Eymunds- son, Námsgagnastofnun og Skólavörubúðinni. Eftir hádegið voru umræðu- hópar um fjögur mál sem brenna á kennurum: Námsefni, tölvumál, námsskrá og próf (samræmd próf og könnunar- próf). Keltic er nafn á lista yfir kennsluefni frá öllum helstu út- gefendum í Bretlandi: Keltic Int- ernational, 39 Alexandra Road, Addlestone, Surrey, KT15 2PQ, England. Fax: +44(0)1932 849528. Einnig er til bókaversl- unin Keltic Bookshop, 25 Chep- stow Corner, Chepstow Place, London W2 4TT. Fax: +44(0)171 221 7955. Netfangið er: 100520.155@compuserve.com Scandinavian School Times er nafn á tímariti sem margir enskukennarar í efri bekkjum grunnskóla láta vel af. í tímarit- inu eru greinar og verkefni, sem hægt er að Ijósrita. Utanáskriftin er: Scandinavian School Times, Stationsvej 9A, 3480 Fred- Eftirfarandi auglýsing sem birtist í Le Journal des enfants og svar við henni frá litlum skóla í Frakklandi barst félagi frönskukennara í apríl. •sarLe Journal DES*ENFANTS La FIPFE lance une coopération avec le Journal des enfants. Nous vous transmettrons les réponses obtenues á l'annonce passée dans les colonnes de cet hebdomadaire. Écoles : faites-vous des correspondants? Voulez-vous vous faire des amis en Algneterre, aux USA, en Argentine ou ailleurs? La Fédération internationale des professeurs de frangais peut vous mettre en contact avec des écoles du monde entier pour des échanges (correspondance, voyages...) passionnants entre locuteurs de frangais langue maternelle, langue seconde, ou langue étrangére! N'oubliez pas de mentionner le ou les pays qui vous intéressent. Attention! il s'agit d'échanges de classes de frangais á classes de frangais. École Frainet au Mallet St. Just - St. Rambert 4170 France Nous avons lu votre annonce dans le Journal de enfants - Écoles, faites vous des correspon- dandts. Peut-on entrer en contact avec écoles d'Argentin, Brésil, Terre de Feu, Australie, Islande? Nous sommes une petite école de 10 enfants. On peut recevoir des Fax: 77 36 68 31 28

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.