Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.05.1996, Blaðsíða 32
bækur til enskukennslu • READING (BETWEEN) THE LINES í þessari kennslubók í ensku eru 42 nýjar greinar úr ýmsum breskum og bandarískum tímaritum og dag- blöðum: TIME, Guardian, International Herald Tribune, Sunday Times, o.fl. Gerda Cook-Bodegom hefur valið þessar greinar og útbúið lesskilningsverkefni með hverri þeirra. Bókin er ætluð nemendum í efri áföngum framhaldsskóla og meginmarkmið hennar er að auka leshæfni, lesgleði og orðaforða. Grein- arnar eru misþungar og efni þeirra er margvíslegt; þar eru t.d. greinar um fjallaklifur í Asíu, tedrykkju, háan aldur, japanskt skólastress, frægt örvhent fólk, grænmetisætur, gyðinglegt brúð- kaup, dagbók úr stríðinu í Sarajevo. A eftir tex- tunum eru lesskilningsspurningar, orðaforða- æfingar og sums staðar fylgja umræðupunktar og glósuð orð. Bókin er fyrst og fremst hugsuð til bekkjarkennslu en getur líka auðveldlega nýst þeim sem eru á eigin vegum og vilja skerpa enskan lesskilning sinn. Höfundurinn, Gerda Cook-Bodegom, er hollensk og hefur búið í Reykjavík sl. sex ár. Hún kennir ensku við KHI og HI. í Hollandi kenndi hún við framhaldsskóla og síðan vann hún hjá hollensku prófastofnuninni í Arnhem þar sem samin eru m.a. samræmd próf í öllum greinum grunn- og framhaldsskólans. ENSK-ÍSLENSK ORÐABÓK Þessi orðabók er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi. í henni eru enskar skýringar gefnar við hvert uppflettiorð. Þessar skýringar eru á auðskilinni ensku og jafnframt eru sýndar setningar sem lýsa því hvernig orðið er notað. Einnig er minnst á málfræðilega notkun orðsins, ritunarhátt, framburð, enskt og amerískt form þess og annað sem máli skiptir. Sérkenni þessarar bókar, umfram venjulegar ensk- enskar orðabækur, er að með hverju uppflettiorði er líka íslensk þýðing. Þessi þýðing hefur margþættan tilgang: hún getur beinlínis komið í veg fyrir misskilning, veitt mikla ánægju þegar hún staðfestir það sem lesandann grunaði, og síðast en ekki síst fullnægt þeirri lön- gun að vita hvernig er hægt að . . Mál og menning

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.