Málfríður - 15.05.1996, Page 13

Málfríður - 15.05.1996, Page 13
Ljóðin eru eftir Björn Björnsson rafverktaka og söngkennara. Hann er fæddur í Reykjavík 1945. Ljóð eftir Björn hafa birst í Morgunblaðinu. Skuggalegt mál Því dáir þú skuggann svo hverfulan svo ótryggan væntumþykjandi förunaut þeirra stunda, þegar fuglarnir syngja og blómin anga sólskinsins vegna. Vínberiö Því ekki að vaxa verða hnöttótt litríkt fyllast höfgum safa smjúga í æðar elskendanna berast með blóði að leyndustu stöðum ástarinnar. Ljóöið Segl bréfbátsins er boðberi ljóðsins þó misjafnir vindar misjafnra tíma vaggi bátnum siglir hann ofar öldudal hversdagsins að óminnisströnd. 13

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.