Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 18

Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 18
Bærinn Drangar var í mik illi niður níðslu þegar hjónin Jóhanna H. Sigurðardóttir og Jón Zimsen festu kaup á jörðinni og réðu þau Steve og Margréti til að breyta húsunum í gistiheimili. Um var að ræða býli sem samanstóð af nokkr- um húsum, byggðum snemma á níunda áratugnum. Húsin þörfn- uðust gagngerrar endurnýjunar og höfðu sum þeirra þá þegar hrunið. Það sem eftir stóð var býlið sjálft, tækjahúsið, súrheysturninn, fjósið og hlaðan. Samkvæmt Steve var húsið sjálft í besta ástandinu en það skartar forláta kvisti. Súr- heysturninn er aftur á móti að hruni kominn en verður leyft að hrynja sjálfum. Útihúsunum var svo breytt í gistipláss fyrir ferðamenn og þótti arkitektum og verkkaupa mikil- vægt að halda í hinn hráa sjarma sem þau einkenna. Vildu nota allt sem var til staðar „Okkur þótti mikilvægt að reyna að búa til nýtt hlutverk fyrir stað- inn með því að nota allt sem var til staðar: Efni, sögu, náttúru og anda,“ útskýrir Steve og bætir við að eig- endurnir, Jóhanna og Jón, hafi sýnt mikinn skilning, hugrekki, hug- myndaf lug og ekki síst endalausa þolinmæði meðan á verkinu stóð. „Fyrsti fundur með verkkaupa var í nóvember árið 2013 og hófst hreinsun á svæðinu stuttu síðar. Fyrsta framkvæmd, endurnýjun vélageymslu, hófst svo sumarið 2014 og lauk öllum framkvæmdum 2019. Steve og Margrét eru sammála um að helsta áskorunin við endur- nýjunina hafi verið að gera ekki of mikið og vona að verðlaunin sem þeim féllu nú í skaut veki fólk frekar til umhugsunar um verðmætin í yfirgefnum byggingum. „Við viljum að verðmætin sem liggja í ósnortnu landslagi og yfir- gefnum byggingum séu metin. Það er svo auðvelt að hreinsa burt nátt- úruna eða gamlar byggingar í nafni hagkvæmni eða nútímavæðingar og fórna þar með því sem í raun skiptir mestu máli,“ segir Steve. Hvert verk einstakt Þau Margrét og Steve, sem er bresk- ur, kynntust við nám í Architect- ural Association, arkitektaskóla í London, árið 1982 þaðan sem þau útskrifuðust árið 1984. Þau stofnuðu Studio Granda árið 1987 í kjölfar samkeppni um Ráðhús Reykjavíkur. Verkefni stofunnar hafa verið margvísleg, allt frá skipulagi og sam- göngumannvirkjum til iðnhönn- unar og innsetninga í samstarfi við listamenn. Flest verkefnin eru þó í f lokki opinberra bygginga, svo sem Ráðhús Reykjavíkur, Dómhús Hæstaréttar, Listasafn Reykjavíkur, nýbygging Alþingis og skólar, en íbúðarhúsnæði af öllum stærðum er einnig hluti af verkefnaskrá. Flest eru verkin á Íslandi og segja þau þessa fjölbreyttu reynslu hafa ýtt undir þá afstöðu að hvert verk sé einstakt. Bárukopar- klætt fjós og hlaða með Breiðafjörðinn í baksýn. MYND/ PANCHO GALL- ARDO Verðmætin í yfirgefnum byggingum Arkitektarnir Steve Christer og Margrét Harðardóttir hjá Studio Granda hlutu í gær Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 fyrir hönnun og uppbyggingu á Dröngum, yfir­ gefnum bæ á Skógarströnd á Snæfellsnesi. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Vélageymslunni var breytt í litrík gistiherbergi. MYND/PANCHO GALLARDO Hönnunar­ verðlaunin 2020 Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent í gær, 29. janúar. Studio Granda hlaut Hönn- unarverðlaun Íslands 2020 fyrir Dranga, Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, er Heiðurs- verðlaunahafi Hönnunarverð- launa Íslands 2020 og fyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenn- ingu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Rökstuðningur dómnefndar: „Drangar er metnaðarfullt hönnunarverkefni arkitekta- stofunnar Studio Granda og afar vel heppnuð birtingarmynd aðkallandi viðfangsefnis arki- tekta i nútímasamhengi, endur- hugsun og endurnýting gamalla bygginga. Hér er sérstaklega vel útfærð breyting á gömlu sveita- býli og útihúsum í gistihús fyrir ferðamenn. Veðraðar byggingarnar fá að njóta sín og halda útlitslegu yfirbragði með sterkri vísun í sögu og samhengi, en um leið er heildarmynd staðarins styrkt og efld. Dæmi um það er samspil útveggja gistihúss- ins þar sem gömlu veggirnir standa hráir og opnir, án glugga og hurða og mynda áhrifaríkt samspil skugga og takts við nýja veggi. Innra rýmið markast af hlýlegri eik og litum dregið saman milli bygginga og rýma með hlýrri notkun timburs og lita. Mismunandi litatónar og áferð lita eru vísun í fyrri virkni býlisins, til dæmis í lit naut- gripa eða gljástig vinnuvéla. Öll efnisútfærsla er sérlega vönduð og tengir rýmin saman í umlykjandi ramma um lífið innan byggingarinnar. Verkið er mikilvægt fordæmi og viðmið í ljósi vaxandi fjölda bygginga, ekki síst á landsbyggðinni, sem kalla á endurskilgreiningu og endurbyggingu vegna aldurs og annars konar nýtingar.“ VIÐ VILJUM AÐ VERÐ- MÆTIN SEM LIGGJA Í ÓSNORTNU LANDSLAGI OG YFIRGEFNUM BYGGINGUM SÉU METIN. Steve Steve Christer og Margrét Harðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.