Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 22

Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 22
TÓNLISTIN OG TEXTARNIR ERU TJÁNINGARLEIÐ SEM HEFUR HJÁLPAÐ MÉR AÐ RATA ÚT ÚR VÖLUNDAR- HÚSI SORGARINNAR, SVONA EINS OG AÐ KASTA BJÖRGUNARHRING TIL SJÁLFRAR MÍN Á SÍNUM TÍMA. Leiklistin hefur verið starf Þórunnar Clausen um árabil en eiginmaður hennar, oftast kallaður Sjonni, gaf henni píanó í jólagjöf árið 2005 og þó að hún hafi fiktað aðeins við laga- smíðar hafði hún aldrei tekið neitt upp fyrr en eftir hans dag. Eftir missinn fann Þórunn ríka þörf fyrir að setja tilfinningar sínar í texta – og tónsmíðar – og er skemmst að minnast þess að árið 2018 samdi hún framlag Íslands í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva auk þess sem hún var meðhöfundur að lagi Sjonna, Coming home, sem tók þátt fyrir Íslands hönd stuttu eftir andlát hans. Lögin á plötunni eru öll samin um eiginmanninn og barnsföður- inn sem hún missti skyndilega úr heilablóðfalli fyrir tíu árum. Þór- unn, sem hefur undanfarin tvö ár einbeitt sér enn meir að texta- og tónsmíðum, fann það sterkt að hún gat ekki gefið út nýju lögin án þess að gefa fyrst út lögin sem hún samdi um sáran missinn sem hún upplifði. Hún þurfti að koma þeim frá sér. „Þessi lög eru samin á tímabilinu frá 2011 til 2015 og þrjú þeirra hafa komið út með öðru tónlistarfólki en ég hef nú nýverið lokið við að taka þau öll upp.“ Samið dögum eftir andlátið Lögin eru eins og gefur að skilja samin í miklu sorgarferli eftir að Sjonni lést frá eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum þeirra, auk þess sem Sjonni átti tvö börn frá fyrri samböndum. Eitt laganna, Minn ástarengill, hefur aldrei komið út áður en textann samdi Þórunn stuttu eftir missinn. „Text ann samdi ég f jór um dögum eftir að Sjonni lést og var hann sunginn í jarðarför hans, þá við annað lag. Þegar textinn var tilbúinn sendi ég hann á vin- konu mína, söngkonuna Guðrúnu Árnýju, og sagðist vilja að hann yrði f luttur við jarðarförina, sem úr varð. Henni þótti textinn svo fallegur að hún settist strax niður og samdi við hann þetta fallega lag. Erfidrykkjan var haldin á Broad- way og þegar allir gestir voru farnir settist Guðrún Árný við f lygilinn á miðju sviðinu og spilaði lagið sitt og söng textann minn. Þetta var ótrú- lega falleg stund. Þetta varð því til þarna rétt eftir að hann lést og kemur nú fyrst út. Þarna kviknaði einhver rosaleg þörf hjá mér fyrir að koma tilfinningum mínum í orð í texta.“ Eins og fyrr segir hafa sum lag- anna komið út með öðrum f lytj- endum en Þórunn fann að hún varð að hafa þau með á plötunni þótt það hafi lengi vel reynt mikið á hana að syngja þessa texta. „Það hefur þó verið sérstaklega erfitt að koma þessu lagi, Minn ástarengill, frá mér, ég var ekki til- búin. Mér fannst þetta svo rosalega persónuleg kveðja og treysti mér ekki til að syngja það inn fyrr en í janúar 2019. Ég hef sungið það nokkrum sinnum úti í Garðakirkju fyrir syrgjendur sem hefur verið rosa- lega gott en að finna tímann til að gefa út svona lag er f lókið. Þetta er eiginlega sálmur svo það er ekkert einfalt að gefa hann út sem sumar- smell í júlí,“ segir Þórunn í léttum tón. Tónlistin heilandi Þann 17. janúar síðastliðinn voru tíu ár frá andláti Sjonna og segist Þórunn hafa fundið að nú væri rétti tíminn til að gefa öll lögin út saman á plötu. „Þetta er sorgleg plata og hún á að vera það. Tónlist er svo heilandi. Textar, tónlist, bíómyndir og fleira slíkt hefur hjálpað mér mikið í minni sorg. Það að geta séð sjálfan sig og sína sögu í einhverju slíku er ótrúlega mikilvægt á myrkustu tímunum, að einhver segi manni sannleikann. Mig langar að gefa fólki í sárs- auka og söknuði eitthvað svipað. Mig langar að fólk geti sett plötuna á fóninn og farið inn í tilfinningar sínar. Á plötunni er meðal annars að finna enska útgáfu af einu uppá- haldslaganna sem ég hef samið texta við, Hugarró sem Magni Ásgeirsson söng. Lagið heitir Away á ensku og er nýja útgáfan óraf- mögnuð og mér þykir einhvern veginn innilega vænt um hana. Ég er svo heppin að hafa frábært tón- listarfólk með mér á plötunni en Vignir Snær Vigfússon hefur séð um að útsetja flest lög sem ég hef samið sem og að spila af sinni einstöku fegurð og næmni á gítarinn. Lögin eru öll einhvers konar lýs- ing á söknuði og svartnættinu sem maður upplifir í söknuðinum, en líka voninni sem maður rígheldur í. Ég var ekkert að skella inn ein- hverju hressu varðeldslagi með, þessi plata er bara tileinkuð þessu umfjöllunarefni,“ segir Þórunn en titill plötunnar My darkest place vísar í eitt laganna sem á henni er að finna. Sérhver ástarsaga er einstök Þórunn Erna Clausen gefur út sína fyrstu sólóplötu í næstu viku, á henni er að finna lög sem hún samdi eftir að eiginmaður hennar, Sigurjón Brink, lést árið 2011. Þetta eru lögin um hennar dimmasta stað, My darkest place. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is „Það er nýjasta lagið á plötunni og fjallar um það hvernig svona stórt áfall er eins og skuggi sem fylgir manni alltaf. Maður veit ekki hve- nær hann allt í einu skellur á mann, það getur verið lag sem maður heyrir eða andlit sem maður sér, allt í einu er maður á örskotsstund kominn aftur inn í áfallið sitt. Það er sérstakt að vera alltaf með þennan skugga með í för en vera alltaf að reyna að breiða yfir hann, vera glaður og lifa eðlilegu lífi. Viðlagið í þessu tiltekna lagi fjallar um upp- lifun sem ég varð fyrir oftar en einu sinni.“ Hélt að hjartað myndi bresta Þá hélt Þórunn að hjarta hennar myndi hreinlega bresta úr harmi og hún kæmist ekki lifandi frá sorginni. „Ég lá þá bara á gólfinu á þeim stað þar sem hann dó og hugsaði með mér að fólk hlyti hreinlega að deyja úr sorg og var eiginlega viss um að það væri að koma fyrir mig. Ég held að fólk sem haldið er til að mynda áfallastreituröskun geti tengt við þessa tilfinningu og þetta þarf ekkert endilega að tengjast sorg. Fólk er með alls konar skugga með sér, hvort sem það er fíknisjúk- dómur, áfall eða annað sem það reynir að lifa með en situr alltaf á öxlinni.“ Eins og f lestir muna bar lag Sjonna og Þórunnar, Coming Home, sigur úr býtum í Söngvakeppni RÚV og keppti fyrir Íslands hönd í Euro- vision-keppninni sem fram fór í Düsseldorf í Þýskalandi, aðeins tæpum fjórum mánuðum eftir and- lát hans. Þórunn segir það hafa verið góða tilfinningu að hafa nóg fyrir stafni þessa mánuði og það að geta haldið nafni eiginmannsins og ekki síst tónlist hans á lofti hafi verið gef- andi. Auk þess hafi stuðningurinn og hlýjan frá Vinum Sjonna sem sungu lagið verið ómetanleg en eðli málsins samkvæmt var sorgin alltumlykjandi og missirinn enn óraunverulegur. „Þegar ég svo kom heim eftir þessa tveggja vikna ferð kom ég ein heim í húsið okkar um miðja nótt því drengirnir gistu hjá mömmu minni. Við það að koma að húsinu fékk ég „f lashback“ til kvöldsins sem þetta gerðist,“ en synirnir voru heima með föður sínum þegar hann lést og Þórunn við vinnu. „Þarna þegar ég kom úr f lug- inu fann ég að ég hreinlega komst ekki inn fyrir dyrnar. Hugsun mín var ekki alveg rökrétt og ég man að hafa hugsað að fyrst drengirnir tækju ekki á móti mér heima væru þeir kannski ekki heldur til lengur. Ég varð því að fara heim til mömmu um miðja nótt og fá þá í fangið og minna mig á að hér væri ennþá eitt- hvað til að lifa fyrir.“ Þórunn segir tónlistina og textana vera tjáningarleið sem hafi hjálpað henni að rata út úr völundarhúsi sorgarinnar, svona eins og að kasta björgunarhring til sjálfrar sín eftir að hún missti eiginmann sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞAÐ ER SÉRSTAKT AÐ VERA ALLTAF MEÐ ÞENN- AN SKUGGA MEÐ Í FÖR EN VERA ALLTAF AÐ REYNA AÐ BREIÐA YFIR HANN, VERA GLAÐUR OG LIFA EÐLILEGU LÍFI. 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.