Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 30
Farsóttin hefur að nokkru leyti verið jákvæð þar sem samvera fjölskyldunnar hefur verið mikil en það gerist ekki oft hjá okkur. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Gefðu barninu þínu forskot til framtíðar reykjavik.alg.academy/ www.facebook.com/AlgorithmicsReykjavik Sími: 835 1035 Fyrir krakka 10-11 ára Alþjóðlegur forritunarskóli Leikja- hönnun Andrea Bocelli er væntanleg-ur til Íslands en fyrirhugað er að halda tónleika með honum í Kórnum þann 10. apríl ef mögulegt verður. Tónleikunum var frestað í fyrra vegna heims- faraldursins. Ekki hefur verið rætt um hvort sonur hans verði með í för. Andrea á þrjú börn, tvo syni með fyrri konu sinni og dóttur með núverandi eiginkonu. Matteo er fæddur árið 1997 og lærði píanó- leik eins og bróðir hans. Oft er spurt hvort Matteo hafi fulla sjón, en eins og flestir vita er Andrea Bocelli blindur eftir slys á fótbolta- velli þegar hann var barn. Matteo hefur fulla sjón og þykir einstak- lega líkur föður sínum. Ekki bara útlitslega því hann hefur erft fal- legu söngröddina hans og þótt þeir séu með ólíkar raddir falla þær vel saman. Andrea hafði ekki gert sér grein fyrir því að sonur hans hefði góða söngrödd fyrr en fyrrverandi eiginkona hans benti honum á það árið 2016. Fyrsta lagið sem þeir feðgar sungu saman opinberlega var Fall on Me, en Amos, bróðir Matteo, lék undir á píanó. Lagið er notað í Dis- ney-myndinni Hnotubrjótnum. Þá hefur Matteo gefið út hljómplötu með lögum úr nokkrum Disney- myndum. Lag Eltons John, Can You Feel the Love Tonight úr Lion King, hefur vakið mikla athygli undan- farið. Lagið er fáanlegt í stafrænu formi. Matteo kom fram ásamt föður sínum á tónleikum fyrir Harry og Megan, hertogahjónin af Sussex, árið 2018. Matteo hefur sagt að Disney sé í miklu uppáhaldi og hann hafi skemmt sér yfir myndunum frá barnsaldri. „Ég vonast til að börnin sem hlusta í dag upplifi sömu tilfinningar og ég gerði sem barn,“ segir hann. Andrea Bocelli hefur verið kvæntur núverandi eiginkonu, Veronicu Berti, frá árinu 2014. Hann er 62 ára en hún 36. Dóttir þeirra heitir Virginia. Andrea var áður kvæntur Enrica Cenzatti. Þess má geta að Andrea veiktist af COVID-19 í mars í fyrra en varð ekki mikið veikur og náði sér að fullu. Eftir að Andrea var laus úr einangruninni sungu þeir feðgar lagið Fall on Me frá heimili sínu á Ítalíu fyrir þjóðina, sem framlag til landsmanna sem voru inni- lokaðir heima. Andrea er með eigin mannúðarsjóð sem veitir stuðning til samfélaga sem búa við fátækt, ólæsi og félagslega útilokun. Matteo hefur sagt að COVID-19 hafi breytt fyrirhuguðum tónleik- um og ferðalögum hjá fjölskyld- unni og hún hefur því getað verið meira saman en nokkru sinni áður. „Farsóttin hefur að nokkru leyti verið jákvæð þar sem samvera fjölskyldunnar hefur verið mikil en það gerist ekki oft hjá okkur,“ segir hann. Andrea Bocelli kom fram í mannlausri Dómkirkjunni í Mílanó í fyrra og söng fyrir allan heiminn í gegnum Youtube. Andrea er einn frægasti söngvari á Ítalíu en það var sjálfur Luciano Pavarotti sem kynnti hann fyrir heiminum á sínum tíma. Fetar í fótspor föðurins Hinn heimsfræga tenór Andrea Bocelli þekkja allir en færri vita að sonur hans, Matteo Bocelli, er að skapa sér sess á tónlistarsviðinu. Þeir feðgar hafa verið að syngja saman að undanförnu. Feðgarnir Matteo og Andrea Bocelli komu fram saman á tónleikum í Róm í mars 2019. Þeir eru farnir að syngja nokkuð oft saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fjölskyldan samankomin á frumsýningu Hnotubrjótsins frá Disney í nóv- ember 2018. Frá vinstri eru Matteo, Veronica, Andrea, Amos og litla systir, Virginia, sem Andrea á með seinni konu sinni. Glæsileg fjölskylda. Matteo Bocelli er fríðleikspiltur og ekki ólíkur föður sínum, Andrea Bocelli. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.