Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 32
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Íslendingar hafa alla burði til að verða óháðir öðrum um orkuöf lun og ná þannig fullu orkusjálfstæði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á opnum fundi Landsvirkjunar um ný og græn, orkutengd tæki- færi fyrr í vikunni. Ráðherra sagði að orkuna fengjum við úr rafmagninu okkar og frá öðrum grænum orkugjöfum, eins og vetni. „Þannig getum við uppfyllt orkuþörf samfélags framtíðarinn- ar á umhverfisvænan hátt. Við setjum stefnuna á að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og að minnsta kosti ekki síðar en 2050.“ Orkustefnan var unnin í þver- pólitísku samstarfi og í samráði við hagsmunaaðila. Fulltrúar allra þingf lokka auk fjögurra ráðu- neyta áttu sæti í starfshópnum sem vann stefnuna. Einhugur var um niðurstöðuna. „Ný orku- stefna, sem unnin er í breiðri og góðri sátt, er afskaplega mikil- væg,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Hún gefur fyrirheit um að stjórnvöld muni styðja við bakið á okkur inn í áratugi orkuskipta, með hreinni og grænni framtíð.“ Saxast á forskotið Klemens Hjartar, meðeigandi McKinsey & co, sagði í inngangs- erindi sínu á fundinum að á næstu grösum væri algjör bylting í orku- notkun og -vinnslu í heiminum. Fyrirsjáanlegt væri að raforku- notkun í heiminum myndi aukast um 50% frá árinu 2020 til 2050 og að á sama tímabili myndi umhverfisvæn orkuvinnsla um það bil sexfaldast. Um leið myndi hlutdeild orkuvinnslu úr gasi og kolum dragast verulega saman. Klemens sagði þessa þróun valda því að nú saxaðist á forskot Íslendinga í orkumálum. Orka frá endurnýjanlegum orkugjöfum, til dæmis vindi og sólarljósi, yrði sífellt ódýrari. Það kallaði á nýsköpun, nýtt regluverk, nýtt fjármagn, nýja hugsun og ný störf. Íslendingar yrðu að ákveða hvort þeir vildu vera við stjórnvölinn áfram í orkumálum sínum, eða leiksoppar ákvarðana annarra. 80% orkunnar sjálfbær Á fundinum var fjallað um þessar breytingar sem blasa við í orku- og loftslagsmálum. Þar eru vissulega ýmsar ógnir, en enn f leiri tækifæri. Land endurnýjan- legrar orku hefur alla burði til að losa sig við jarðefnaeldsneyti og leggja sitt af mörkum til nýrrar heimsmyndar. Hörður Arnarson sagði að Landsvirkjun, orkufyrir- tæki þjóðarinnar, ætti að vera í fararbroddi á þeirri vegferð. „Við byggjum auðvitað á sterkum grunni, því yfir 80% af frumorku- notkun Íslands eru sjálf bær. Á sama tíma þurfum við að leggja áherslu á að skapa ný tækifæri til nýtingar grænu orkunnar okkar.“ Nokkur ný tækifæri voru til umfjöllunar á fundinum, þar á meðal framleiðsla á grænu vetni og öðru rafeldsneyti, frekari uppbygging gagnavera í grænum heimi, aukin eftirspurn eftir raf- hlöðum á tímum örrar raf bíla- væðingar og matvælaframleiðsla í hátækniumhverfi framtíðarinnar. Harpa Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ræddu orkuskipti, breyttan heim og tækifæri framtíðar. Dagný Jónsdóttir, nýsköpunar- stjóri hjá Landsvirkjun, sagði að loftslagsbaráttan kallaði á grænar rafhlöður, enda þyrfti heims- byggðin að skipta úr farartækjum sem gengju fyrir jarðefnaelds- neyti yfir í rafknúnar bifreiðar. Gríðarmikil aukning væri í eftir- spurn eftir rafhlöðum, sem rekja mætti til þessarar öru rafbíla- væðingar. Dagný sagði að spáð væri að rafbílasala yrði 10 sinnum meiri árið 2030 en nú, eða um 34 millj- ónir bíla, sem jafnframt þýddi að kolefnisútblástur bíla yrði 6-700 milljónum tonna minni en hann er nú. „En kolefnisútblásturinn sem sparast við að koma bílum á rafmagn skiptir ekki einungis máli, heldur skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir loftslagið að orkan sem notuð er í framleiðslu rafhlaðn- anna sé græn. Framlagið til lofts- lagsmála verður því meira eftir því sem framleiðslan á rafhlöðunum er umhverfisvænni,“ sagði Dagný og bætti við að rafbílafram- leiðandinn Tesla hefði lýst því yfir að hann myndi einungis notast við græna orku í sinni framleiðslu í framtíðinni. Dagný sagði mikil tækifæri fyrir Ísland í rafhlöðuframleiðslu, sem helguðust að hluta til af aukinni sjálfvirknivæðingu framleiðslunn- ar, sem fram að þessu hefði gert hagkvæmara að staðsetja hana á láglaunasvæðum í Asíu. Lands- virkjun hefði þegar fengið fjölda fyrirspurna um málið og landið lægi vel við mörkuðum, jafnt í Norður-Ameríku sem Evrópu. Eftirspurn eftir grænum rafhlöðum Haraldur Hallgrímsson, for- stöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, benti á að árið 2018 hefðu Íslendingar flutt inn 680 þúsund tonn af jarðefnaelds- neyti, það er bensín og olíur, fyrir innlendar samgöngur. „Við notkun þessa eldsneytis losnuðu um 1,7 milljónir tonna af koldíoxíði út í andrúmsloftið og fyrir þennan innflutning greiddum við um 50 milljarða króna, sem er sambærileg upphæð og árleg útgjöld ríkissjóðs til háskólanna á næstu árum,“ sagði hann. „Og ef við tökum flugið með getum við rúmlega tvöfaldað þessar tölur,“ bætti hann við. Haraldur sagði að í þessari stað- reynd fælist áskorun, en um leið tækifæri. „Orkuskipti með grænu vetni er raunhæft og spennandi tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Vetni hentar alveg sérstaklega vel til orkuskipta stærri farartækja í samgöngum, þar sem rafvæðing er ekki hagkvæm,“ sagði hann. Haraldur benti á að með áræðni og samvinnu innan lands sem utan, gætu Íslendingar til dæmis byggt upp framleiðslu á grænu vetni og skapað nýja útflutnings- grein. „Framleiðsla á grænu vetni þarf hagkvæma endurnýjanlega raforku í umtalsverðu magni, og þá orku eigum við svo sannarlega hér á landi. Tækni til framleiðslu, dreif- ingar og notkunar á vetni innan- lands er að verða samkeppnishæf. Það er alveg ljóst að orkuskipti sem fylgja vetnisvæðingu geta sparað mikinn gjaldeyri og farið langleið- ina með að gera landið kolefnis- hlutlaust.“ Áskorun en samt tækifæri Ríkarður Ríkarðsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviðs Landsvirkj- unar, benti á að þjóðin hefði áður gengið í gegnum orkuskipti, þegar hitaveita var lögð í hús á fyrri hluta 20. aldar. Hann sýndi fundargest- um mynd sem var tekin af Tjörn- inni upp úr 1930, þegar Reykjavík var kolakynt og kola reykurinn sást í bakgrunninum. Árið 1971 voru 98% Reykvíkinga tengd hitaveitu, „en vegferðin þangað var allt annað en sjálfsögð, enda var mikil óvissa um að hitaveita væri tækni- lega og samfélagslega raunhæf á fjórða áratug 20. aldar.“ Hann sagði að sambærilega sögu mætti segja af rafvæðingu Íslands, sem hófst með byggingu Sogsvirkjana um og upp úr seinna stríði. Nú væri þverpólitísk samstaða um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Núverandi orkukerfi og orkusækin starfsemi sem því tengdist, væri stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála, sagði Ríkarður og ítrekaði þau tækifæri sem væru til að halda áfram á sömu braut. „Alþjóðlegar breytingar skapa tækifæri og við eigum þess kost að keppa á grund- velli frábærrar orkuauðlindar okkar, öflugs orkukerfis og áhuga Íslendinga á orkumálum og fram- lagi þeirra til umhverfis, samfélags og efnahags,“ sagði hann. „Hér er um að ræða risavaxið verkefni og það er undir okkur komið að móta framtíðina. Sam- eiginleg ábyrgð okkar er að kynna okkur málin og ákveða hvað við viljum.“ Orkukerfið stærsta framlagið Sigurður H. Markússon, nýsköp- unarstjóri hjá Landsvirkjun, sagði matvælakerfi heims komið að þolmörkum. „Eina stærstu ástæðu þess að mannkyninu hefur tekist að vaxa og dafna eins og raun ber vitni, má rekja til framfara í framleiðslu matvæla. Í dag erum við um 7,7 milljarðar og okkur mun fjölga fram á miðja öldina, samkvæmt spám. Samhliða því þarf matvæla- kerfið að vaxa gríðarlega, eða um eða yfir 50%. Þetta þýðir að við þurfum að framleiða meiri mat til ársins 2060 en samtals frá upp- hafi landbúnaðarbyltingarinnar, fyrir 10.000 árum,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði jafnframt að þessi stærsta iðngrein í heimi nýtti 37% alls gróðurlendis og 70% allrar ferskvatnsnotkunar heims væru vegna hennar. Matvælaframleiðsla í heim- inum öllum væri því komin að ákveðnum þolmörkum og umhverfisfótspor matvælakerfis- ins gríðarlegt – ekki bara með tilliti til gróðurhúsalofttegunda, heldur einnig áhrifa á lífríki jarðar, eins og nýleg skýrsla Loftslags- ráðs Sameinuðu þjóðanna benti á. Sigurður sagði að matvæla- framleiðsla framtíðar yrði hins vegar stýrt hátækniumhverfi. Hér væru kjöraðstæður fyrir sjálf- bæra matvælaframleiðslu og um leið yrði að horfa til útflutnings, rétt eins og gert væri í sjávarút- vegi, enda væri íslenskur mark- aður of lítill til að framleiðslan borgaði sig. Matvælakerfi komið að þolmörkum Vala Valþórsdóttir viðskiptaþró- unarstjóri fjallaði um gagnaver, sem eru afar orkufrek. Hún benti á að hér á landi stæði þeim til boða 100 prósenta endurnýjan- leg orka, en þar að auki þyrftu þau minni orku en víða annars staðar vegna þess kalda loftslags sem hér er. Spáð væri 9 prósenta vexti á ári hverju næstu árin í þessum iðnaði, enda færi gagnanotkun hraðvaxandi í heiminum. „Þessi þróun mun halda áfram í veldisvexti næstu árin og ástæðan er einföld: Ekkert okkar notar minna af gögnum í dag en í gær og öll munum við nota meira af gögnum á morgun en við gerum í dag.“ Vala sagði að ljóst væri að í þessum vexti gagnavera í heim- inum væri eftir töluverðum við- skiptum að slægjast fyrir Lands- virkjun. „Gagnaver nota mikla orku og raforka getur verið allt að 40% af rekstrarkostnaði þeirra. Nýjustu spár sýna að hlutur gagnavera af raforkunotkun í heiminum mun fara úr 1% árið 2018 í 13% árið 2025.“ Vala sagði að samkeppni um fjárfestingar í gagnaverum væri gífurlega hörð á alþjóðavísu. „En að mínu mati ætti Ísland ekki að vera neinn eftirbátur annarra þjóða í að laða þessa starfsemi til sín, heldur þvert á móti,“ sagði Vala og nefndi að nýr gagna-sæstrengur milli Íslands og Írlands væri afar flott verkefni, sem myndi bæta samkeppnis- hæfni Íslands til muna. Mikill vöxtur í starfsemi gagnavera Framhald af forsíðu ➛ Við byggjum auðvitað á sterk- um grunni, því yfir 80% af frumorkunotkun Íslands eru sjálf bær. Hörður Arnarson 2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.