Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 36
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | Gagnheiði 35 | 800 Selfossi
Sími 480 8500 / 860 2054 | raekto@raekto.is | raekto.is
Jarðborar á ferðinni
Vantar vatn
eða varma?
Borum eftir heitu og köldu vatni, varmadæluholur, rannsóknar-
holur, metangasholur og sjóholur. Allt frá grunnum holum til
djúpra og grannra til víðra.
Erum með borverkefni í gangi víðsvegar um landið og mætum
óskum verkkaupa um boranir hvar sem er.
Endilega hað samband ef ykkur vantar holu.
Áratuga reynsla við jarðboranir.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif til framtíðar og vinna að því að skapa hér sjálf
bært og jarðefnaeldsneytislaust
samfélag, þá þarf greiðan aðgang
að grænni orku. Það er fyrirséð
að vöxturinn í geiranum þarf að
vera mikill, huga þarf að tækni
nýjungum, framþróun og bættri
nýtingu auðlinda okkar, til þess að
geta sinnt orkuþörf framtíðarkyn
slóða,“ segir Vordís Eiríksdóttir,
formaður Jarðhitafélags Íslands og
forstöðumaður rekstrar jarðvarma
hjá Landsvirkjun. „Mér finnst
gríðarlega spennandi að hugsa til
þess að Ísland hafi raunveruleg
tækifæri til þess að verða fyrst
landa í heiminum til að losa sig
alveg við bensín og olíur. Íslenska
orkan okkar er lykillinn að grænni
framtíð Íslands. Hver myndi ekki
vilja taka þátt í þeirri vegferð?“
Sameinar uppáhaldsfögin
Vordís hóf upphaflega nám í raf
magnsverkfræði við HÍ og kláraði
fyrsta árið. „Eftir það ár sá ég hins
vegar að áhuginn minn lá ekki í
rafmagnsfræðinni. Ég rakst þá á
þetta nám, jarðeðlisfræðina, og
sá að þar næði ég að sameina öll
uppáhaldsfögin mín, stærðfræði,
eðlisfræði og jarðfræði. Á síðari
stigum bættist svo jarðhita áhug
inn við og skráði ég mig í alla þá
framhaldskúrsa í jarðhitavísind
um sem ég fann.
Það má svo segja að ég hafi náð
að sameina þetta ágætlega í lokin
því nú snýst starf mitt um að fram
leiða rafmagn með jarðhita.“
Ótrúlega fjölbreytt starf
Í starfi sínu sem forstöðumaður
rekstrar jarðvarma hjá Lands
virkjun, fær Vordís að leiða hóp
frábærra starfsmanna sem sjá um
rekstur þriggja jarðgufuvirkjana
á Norðausturlandi, en það eru
Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkj
un og Gufustöðin í Bjarnarflagi.
„Starfið er ótrúlega fjölbreytt
og hver einasti dagur býður upp
á nýjar og spennandi áskoranir.
Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki
getað ímyndað mér að rekstur
væri svona skemmtilegur, en ég
hef alveg kolfallið fyrir starfinu og
framtíðarsýn Landsvirkjunar og
hlakka til hvers vinnudags.“
Miklar breytingar fram undan
Orkugeirinn mun taka miklum
breytingum á komandi árum
og áratugum að sögn Vordísar,
enda leikur hann lykilhlutverk
í baráttunni við loftslagsvána.
„Endurnýjanleg og græn orka
mun verða verðmætari, vind
orkan spilar stærra hlutverk og
frekari nýting jarðvarmans og
hliðarafurða aukast á komandi
árum. Við eigum eftir að sjá f leiri
sprotafyrirtæki og frumkvöðla
vaxa innan geirans. Framþróun
orkugeirans mun síðan styðja við
frekari uppbyggingu á fjölbreyttu
atvinnulífi víðs vegar um landið
og opnar vonandi á ný tækifæri
fyrir sveitarfélögin til uppbygg
ingar.“
Vilja sjá meiri tengingu
Vordís var kjör in formaður
Jarðhita fé lags Íslands síðasta
sumar og segist spennt fyrir
starfinu fram undan. „Við vinnum
nú að undirbúningi rafrænna
fundaraða sem verða kynntar
f ljótlega og ég hvet fólk til að
fylgjast með.
Hlutverk félagsins er að leiða
saman fræðimenn á þessu sviði og
það blasir við að við munum hafa
fjölmargt að ræða á næstunni.
Við viljum tengjast öðrum fræði
mönnum innan lands sem utan
og höfum einnig sérstakan áhuga
á betri tengingu við háskólasam
félagið.“
Spennandi starfsvettvangur í framtíðinni
Mörg spennandi tækifæri eru fram undan í orkugeiranum hér á landi og því er hann tilvalinn vett-
vangur fyrir ungt fólk til að stefna á, segir Vordís Eiríksdóttir, formaður Jarðhitafélags Íslands.
Vordís Eiríks-
dóttir, for-
maður Jarðhita-
félags Íslands
og forstöðu-
maður rekstrar
jarðvarma hjá
Landsvirkjun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Mér finnst spenn-
andi að Ísland hafi
raunveruleg tækifæri til
þess að verða fyrst
landa í heiminum til að
losa sig alveg við bensín
og olíur.
6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS