Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 39

Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 39
Forstöðumaður rekstrarsviðs Markmið og sýn LV er að vera eftirsóknar­ verður og leiðandi lífeyrissjóður sem byggir upp trausta fjárhagslega framtíð sjóðfélaga eftir starfslok. Sjóðurinn veitir traustar og áreiðanlegar upplýsingar sem miðast við þarfir sjóðfélaga á hverjum tíma. Lífeyrissjóðurinn ávaxtar fjármuni sjóðfélaga með gagnsæjum og ábyrgum hætti. Hjá LV starfa 50 starfsmenn og er lögð áhersla á að bjóða upp á góða starfsaðstöðu og vinnuskilyrði, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að byggja upp liðsheild sem getur unnið samhent að krefjandi verkefnum. www.live.is Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) óskar eftir að ráða forstöðumann rekstrarsviðs í nýtt og spennandi starf innan sjóðsins. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra og er viðkomandi hluti af forstöðumannateymi LV. Hér er einstakt tækifæri fyrir framsækinn breytingastjórnanda sem hefur metnað til að vinna með samhentu og metnaðarfullum einstaklingum í að byggja upp nýtt og árangursmiðað svið innan sjóðsins. Undir forstöðumann rekstrarsviðs heyra 23 starfsmenn í 5 deildum: gæðastjórnun, skrifstofustjórnun og mannauður, þjónustuver, skráning iðgjalda og lánadeild. Helstu verkefni: • Þróa og efla þjónustu sjóðsins, bæði ytri og innri, með áherslu á þjónustugæði og samræmda aðkomu einstakra deilda. • Ábyrgð á daglegum rekstri, uppbyggingu og þróun sviðsins. • Móta, þróa og innleiða stefnu sjóðsins um stafræna þjónustu, samþættingu dreifileiða og umsjón með gerð kynningarefnis. • Umsjón með þróun og samræmingu lykilverkferla sjóðsins m.t.t. skilvirkni og gæða starfseminnar. • Samræming og umsjón með upplýsingagjöf til sjóðfélaga og annarra haghafa, m.a. fjölmiðla. Menntun og hæfni: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráðum. • Farsæl og árangursrík reynsla af breytingastjórnun. • Reynsla af þátttöku í mótun framtíðarsýnar og stefnu í rekstri. • Þekking á stafrænni þróun. • Þekking á gæðamálum og skilvirkni verkferla. • Leiðtogahæfileikar, framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að byggja upp sterka liðsheild. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri. • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Umsjón með starfinu hafa Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Verkefnastjóri - verkfræðingur – Betri samgöngur ohf. Betri samgöngur ohf. er fyrirtæki sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd og fjármagna uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fyrir um 120 milljarða á næstu 15 árum. Markmið þess er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum með uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi og stuðla að því að loftslagsmarkmiðum verði náð. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi. Betri samgöngur ohf. leita að verkefnastjóra, með viðamikla reynslu af stjórnun verkframkvæmda, til að taka virkan þátt í stórfelldri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem fela m.a. í sér framkvæmdir við Borgarlínuna, göngu- og hjólastíga, umferðarstýringu og stofnvegaframkvæmdir. Verkefnastjóri skal hafa skýra sýn á undirbúning og framkvæmd verkefna ásamt frumkvæði og metnaði til að sýna árangur og kraft til að hrinda þeim í framkvæmd. Viðkomandi þarf að hafa sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og reynslu og metnað til að ná árangri. Starfssvið: • Umsjón með heildstæðri áætlunargerð og áhættustýringu. • Stýra ytri ráðgjöfum sem koma að verk- og kostnaðaráætlunum. • Að rýna verk- og kostnaðaráætlanir frá ytri ráðgjöfum og verksölum. • Eftirfylgni áætlana þ.m.t. að tryggja eins og kostur er að verk- og kostnaðaráætlanir gangi eftir. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verkfræði eða sambærilegu námi sem nýtist í starfinu. • Víðtæk og árangursrík reynsla af stjórnun framkvæmda og kostnaðareftirliti. • Góðir samskiptahæfileikar. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri. • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.