Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 40
Móttökuritari óskast til starfa
Heilsugæslan í Lágmúla 4, óskar eftir að ráða móttökuritara í
allt að 100% framtíðar starf. Ráðið er í starfið frá 1. mars nk.
eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Símsvörun - tímabóknir – afgreiðsla við skjólstæðinga.
• Önnur stoðþjónusta við stjórnendur og samstarfsfólk.
• Uppgjör afgreiðslukassa.
Hæfnikröfur
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Stundvísi og góð mæting til vinnu.
• Reynsla af sambærilegum móttöku-/afgreiðslustörfum
æskileg.
• Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði bæði töluð og rituð.
• Góð enskukunnátta.
• Almenn góð tölvukunnátta - excel, word og outlook
töluvpóstur.
• Þekking og reynsla á bókunar og skráningakerfinu
Sögu er æskileg.
• Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Heilsugæslan áskilur sér rétt til að óska eftir staðfestingu
á hreinu sakavottorði.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. febrúar 2021
Umsóknir óskast fylltar út á www.alfred.is
- Móttökuritari á heilsugæslu
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristjana Þórey
Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri thorey@hglagmuli.is
Vilt þú vinna hjá frumkvöðlafyrirtæki í
geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni?
SÓL, sálfræði- og læknisþjónusta óskar
eftir fagfólki til að starfa með öflugum
hópi sérfræðinga í þjónustu við börn,
ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Við leitum að sálfræðingum, læknum, og félagsráðgjafa/
þroskaþjálfa/sérkennara til starfa í SÓL:
• Leitað er að sálfræðingum til að sinna greiningu og með-
ferð vegna taugaþroska-, hegðunar- og geðræns vanda
barna og fullorðinna að 25 ára. Reynsla er æskileg en ekki
skilyrði. Handleiðsla er í boði frá sérfræðingum í klínískri
sálfræði.
• Leitað er að barna- og unglingageðlæknum, barnalæknum
og sérfræðingum í heimilislækningum sem hafa áhuga á
að sinna börnum með taugaþroskavanda, hegðunar- og
geðvanda. Leitað er að fullorðinsgeðlæknum til að sinna
aldurshópnum 18-25 ára. Til greina kemur að ráða lækna
úr öðrum sérgreinum og almenna lækna með áhuga.
Handleiðsla er í boði frá sérfræðilæknum í SÓL.
• Leitað er að áhugasömum starfskrafti með grunn t.d. í
félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sérkennslu sem getur
sinnt ráðgjöf til foreldra og samskiptum við skóla og aðra
þjónustuaðila. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum.
SÓL hóf starfsemi í byrjun árs 2017 með það að markmiði að
bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ung-
menni að 25 ára aldri. Hjá SÓL starfar fjölbreyttur hópur sál-
fræðinga og lækna og byggt er á þverfaglegri teymisvinnu,
gagnreyndum aðferðum og einstaklingsnálgun. Verkefni eru
fjölbreytt og möguleikar eru á þátttöku í þróun nýrra úrræða.
Fyrirspurnir berist til Ágústu Ingibjargar Arnardóttur sér-
fræðings í klínískri sálfræði á netfangið agusta@sol.is eða
til Steingerðar Sigurbjörnsdóttur barna- og unglingageð-
læknis steingerdur@sol.is. Áhugasamir eru eindregið hvattir
til að hafa samband.
Heilbrigðisgagnafræðingur
Starfið felst aðallega í skráningu, meðferð gagna og umsjón sjúkrarskrár, almenn
ritarastörf og önnur aðstoð við lækna og stjórnendur. Stöðugt er unnið að bættum
verkferlum og samvinnu milli starfseininga og er verkefnalisti því ekki tæmandi.
Starfið hentar því afar vel lausnarmiðuðum og röggsömum einstaklingi sem þrífst í
líflegu starfsumhverfi. Starfið fer fram á dagvinnutíma alla virka daga og starfshlutfall
er eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða reynslu af
starfi heilbrigðisgagnafræðinga
• Próf í heilbrigðisgagnafræði áskilið (áður læknaritun)
• Nákvæmni og röggsemi er skilyrði
• Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með
góða nærveru
Um okkur
Læknastöðin og önnur fyrirtæki innan Orkuhússins eru með alla sína starfsemi í nýrri
og glæsilegri aðstöðu í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Hjá Læknastöðinni starfa rúmlega 50
manns og við sérhæfum okkur í bæklunarlækningum. Árlega leita til okkar rúmlega
20.000 einstaklingar og við framkvæmum um 5.000 aðgerðir á ári. Við leggjum metnað
okkar í að veita sem besta þjónustu og bjóðum upp á líflegt og gefandi starfsumhverfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri í síma 520 0100.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2021. Umsókn sendist á dagnyj@orkuhusid.is
og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar umsóknir og
fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Allar umsóknir eru geymdar í sex mánuði frá því þær berast, eftir
þann tíma er þeim eytt. Haft verður samband við umsækjendur ef fleiri störf losna á tímabilinu.
Störf í boði hjá
Orkuhúsinu