Fréttablaðið - 30.01.2021, Qupperneq 70
Smávirkjanir
Mannvit veitir víðtæka þjónustu vegna forathugana, áætlanagerðar og undirbúnings
smávirkjana. Þjónustan innifelur undirbúningsrannsóknir, vatnamælingar,
hönnunarvinnu og mat á umhverfi sáhrifum þar sem við á. Einnig veitum við
þjónustu á sviði veituhönnunar og bortækni til jarðhitanýtingar.
www.mannvit.is
Eimur er sjálf bærni- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra, en mark-
mið þess er að stuðla að bættri
nýtingu orkuauðlinda svæðisins,
að styðja við frumkvöðla og draga
fram þau tækifæri svæðisins sem
hafa sjálf bærni að leiðarljósi,
segir Sesselja Ingibjörg Barðdal
Reynisdóttir, framkvæmdastjóri
Eims. „Landsvirkjun átti frum-
kvæðið að verkefninu en það var
sett á fót árið 2016. Ég og Ottó
Elíasson hófum störf hjá Eimi í
september 2020 og erum ráðin til
þriggja ára. Stóra markmið okkar
er að auka samkeppnishæfni
svæðisins, svo við séum tilbúin
fyrir áskoranir framtíðarinnar.“
Bakhjarlar Eims eru orkufyrir-
tæki svæðisins, Landsvirkjun,
Norðurorka og Orkuveita Húsa-
víkur, ásamt SSNE.
Á stuttum tíma hafa skapast
mörg f lott tækifæri að hennar
sögn. „Þar má til dæmis nefna
Sumarskóla Eims sem hefur
skilað inn metnaðarfullum hug-
myndum á svæðið, meðal annars
frá erlendum nemum. Einnig má
nefna Crowdthermal-verkefnið,
sem er alþjóðlegt rannsóknar-
verkefni, styrkt gegnum Horizon
2020 rannsóknaáætlun Evrópu-
sambandsins. Markmið þess er
að ef la tækifæri Evrópubúa í að
taka beinan þátt í þróun verkefna
sem byggja á nýtingu jarðhita.
Hlutverk Eims í þessu verkefni er
að þróa hugmynd um samfélags-
gróðurhús á Húsavík. Einnig
hafa verið haldnar nýsköpunar-
samkeppnir í nýtingu jarðvarma
í matvælaframleiðslu og sam-
keppni um nýtingu heita vatnsins
úr Vaðlaheiðargöngum ásamt
mörgum f leirum verkefnum.“
Byggja öflugt
samfélag frumkvöðla
Á næstu þremur árum vilja þau
byggja upp öflugt samfélag frum-
kvöðla á svæðinu. „Við gerum það
með því að vinna með ólíkum
Tilbúin undir áskoranir framtíðarinnar
Á Norðurlandi eystra fer fram öflugt nýsköpunar- og þróunarstarf í gegnum sjálfbærni- og ný-
sköpunarverkefnið Eim. Aðstandendur þess eru bjartsýnir á framtíð nýsköpunar í orkumálum.
Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri, og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims.
Hlutverk Eims er að þróa hugmynd um samfélagsgróðurhús á Húsavík. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON
aðilum og búa til vettvang og
byggja upp staðbundna þekk-
ingu á svæðinu í nýsköpun. Einnig
munum við sækja þekkingu í
öflugt stuðningsnet nýsköpunar
af höfuðborgarsvæðinu, sem er
komið töluvert lengra en við á
landsbyggðinni í þessum málum.
Við viljum fá þau með okkur í lið
ásamt atvinnuráðgjöfum svæðis-
ins, öðrum nýsköpunarverk-
efnum eins og Nýsköpun í norðri í
Mývatnssveit og fleira kraftmiklu
fólki.“ Einnig er stefnt á að sækja
fjármagn í stóra, erlenda rann-
sóknasjóði og nýta það fjármagn
til að koma af stað öflugum hug-
myndum sem auka samkeppnis-
hæfni svæðisins.
Hún gerir ráð fyrir mistökum á
leiðinni en þannig læri þau best.
„Mikilvægast er að gefast ekki
upp heldur endurskoða hlutina
og reyna aftur. Þótt eitthvað virki
vel á höfuðborgarsvæðinu þarf
það ekki að þýða sömu velgengni
á Norðurlandi eða Suðurlandi.
Okkur dreymir um að árið 2023
verðum við búin að byggja upp
fjárhagsleg verðmæti, staðbundna
þekkingu, sterkt stuðningsnet
frumkvöðla, sérfræðiþekkingu
í návígi við auðlindirnar og hafa
skapað tækifæri til að sækja fjár-
magn til f lottra verkefna í erlenda
sjóði og að hafa aukið þannig sam-
keppnishæfni landshlutans.“
Mörg spennandi tækifæri
Nýsköpun í orkumálum felur í sér
mörg spennandi tækifæri, að sögn
Sesselju. „Hér er hreint vatn, hrein
orka og mikið landsvæði. Tækifær-
in liggja til dæmis í matvælafram-
leiðslu með aðstoð hátækni og
spennandi tækifæri eru fyrir hendi
í framleiðslu á vetni eða metani
sem orkugjafa.“ Mývatnssveit
gæti orðið miðstöð jarðvarma-
og eldfjallafræða í heiminum.
„Þar er borhola sem er einstök
á heimsvísu, því þar var borað
ofan í eldfjallakviku á sínum tíma
og hún gæti leitt af sér einstakt
tækifæri fyrir vísindamenn og
fræðimenn á þessum sviðum alls
staðar að úr heiminum. Í Mývatni
er gróskumikil þörungaflóra sem
hefur mikið verið rannsökuð. Þá
þekkingu má til dæmis nýta til
ræktunar á þörungum og gera úr
þeim öflug fæðubótarefni.“
Loftslagsmálin og umhverfis-
málin kalla einnig á skapandi
hugsun og endurnýjanlegir
orkugjafar gegna lykilhlutverki í
því samhengi, að hennar sögn og
möguleikarnir takmarkast bara
við ímyndunaraflið. „Nýsköpun á
landsbyggðinni á heilmikið inni
og er nýsköpun í sjálf bærni með
nýtingu þeirra auðlinda sem hér er
að finna, tækifæri sem við getum
og ættum að grípa. Við viljum
byggja ofan á það sem við höfum
og finna tækifærin í því. Við erum
bjartsýn á framtíð nýsköpunar
í orkumálum og mjög spennt að
takast á við nýjar áskoranir.“
Stóra markmið
okkar er að auka
samkeppnishæfni
svæðisins, svo við séum
tilbúin fyrir áskoranir
framtíðarinnar.
8 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS