Fréttablaðið - 30.01.2021, Page 72

Fréttablaðið - 30.01.2021, Page 72
Það er þekkt, vísindaleg stað­reynd að orka eyðist ekki heldur umbreytist. Og það er ekki síður þekkt að mann­ eskjur gefa frá sér hita við daglegar athafnir, eins og að ganga, hlaupa og fara í búðina. Sænskir vísinda­ menn fundu árið 2011 aðferð til að nýta þennan mannhita til að draga úr brennslu á kolefnaeldsneyti við hitun bygginga og hún hefur verið tekin í notkun um allan heim. Sjö hæða bygging í hjarta Parísar hefur til að mynda verið hituð með daglegu amstri fólks sem á leið um neðanjarðarlestarstöð skammt frá. Hitinn í göngunum sem neðan­ jarðarlestir fara um er að meðaltali tíu gráðum hærri en ofanjarðar og stór hluti af þessum hita kemur frá fólkinu sem ferðast með lestunum, sem auðvitað búa líka til hita með ferðum sínum. Þetta loft er dregið gegnum síu sem breytir því í heitt vatn, sem síðan sér húsinu við hlið­ ina fyrir rúmum þriðjungi af þeirri húshitun sem íbúðirnar tuttugu og verslunarrekstur á jarðhæð þarfn­ ast. Þar sem húsahitun er einn stærsti orsakavaldur brennslu óumhverfisvænna orkugjafa má segja að það að breyta súkkulaði og orkudrykkjum í nýtanlega orku með mannlegum millistykkjum sé mikilvægt framfaraskref einkum þar sem þessi orka er ekki nýtt á hagkvæman hátt að öðru leyti nema að sjálfsögðu af hverjum og einum til viðurværis. Lestarstöðvar hafa reynst gjöfull akur þegar kemur að því að endurnýta mannorku, þar kemur fjöldi fólks saman undir einu þaki og hreyfir sig yfirleitt hratt, sem hækkar hitastig loftsins sem síðan má breyta í heitt vatn. Á aðal­ brautarstöðinni í Stokkhólmi er áætlað að um 250.000 manns fari um daglega og orkan sem þetta fólk framleiðir er nýtt til að hita að hluta 17 hæða íbúðabyggingu skammt frá. Þar er sjór notaður til að kæla loftræstikerfi lestarstöðv­ arinnar og hitnar við það og sá sjór svo notaður til að hita íbúðarhúsið ásamt öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum eins og völdum garða­ úrgangi. En önnum kafinn mannfjölda er ekki aðeins að finna á lestar­ stöðvum. Risaverslunarmiðstöðin Mall of America í Minnesota í Bandaríkjunum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunn úr verslunarferðum fyrri ára, var byggð án hitakerfis árið 1991, sem má teljast frekar djörf ákvörðun þar sem hitastig fer niður í mínus 15°C í dæmigerðum janúar­ mánuði. Þess í stað nýtir húsnæðið nægan hita frá líkama þeirra 110.000 gesta sem eiga þar leið um daglega, auk sólarhita frá stórum loftgluggum og þúsundum raf­ magnsljósa til að halda hitastiginu þægilegu allan veturinn. Þá hefur sex hæða spítali í Frankfurt í Þýskalandi, Klinikum Frankfurt Hoechst, einnig beitt svipuðum aðferðum, með því meðal annars að nota þrefalt gler sem kemur í veg fyrir að hiti yfir­ gefi bygginguna. Að hita hús með hlýjunni frá lif­ andi mannslíkömum eingöngu er þó ekki raunhæfur möguleiki enn sem komið er. En það er sannarlega jákvæð tilhugsun að maturinn sem við borðum og hreyfingin sem við stundum geti, þegar fram líða stundir, orðið til þess að halda á okkur hita í f leiri en einum skilningi og jafnvel öðrum líka. Heimild: BBC. Hitað með hamborgurum og súkkulaði Í leit að lausnum á orkuvanda heimsins velta vísindamenn, tæknifræðingar og arkitektar æ meira fyrir sér hvernig megi nýta líkamshita manna til húshitunar og jafnvel til að knýja smærri raftæki. Risaverslunarmiðstöðin Mall of America í Minnesota í Bandaríkjunum er hituð upp eingöngu með líkamshita starfs- fólks og viðskiptavina og hitanum frá þúsundum rafljósa sem þar brenna allan sólarhringinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Orkusalan er eina orku­fyrirtækið hér á landi sem er búið að kolefnisjafna bæði rekstur og vinnslu raforku, sem gerir það að eina kolefnis­ hlutlausa orkufyrirtæki lands­ ins. Fyrir vikið hefur fyrirtækið einblínt æ meira á ýmis græn verkefni á undanförnum árum en starfsemi þess snýst fyrst og fremst um að framleiða og selja rafmagn til fyrirtækja og heimila, að sögn Höllu Marinósdóttur, umhverfisstjóra Orkusölunnar. „Hugmyndin að grænu verkefn­ unum kom til vegna markmiða okkar í umhverfismálum. Eitt árið gáfum við öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöðvar, en þar vildum við taka þátt í að auka aðgengi raf bílaeigenda að hleðslu­ stöðvum um allt land. Við höfum einnig gefið grænar greinar Orku­ sölunnar, en þá fóru orkuráðgjafar okkar um landið og afhentu öllum sveitarfélögum landsins plöntur til gróðursetningar. Verkefnið var mjög skemmtilegt og gefandi þar sem leikskólar, vinnuflokkar og sveitarstjórar tóku þátt í þessu með okkur.“ Orkusalan gróðursetti síðan í kjölfarið til jafns á við sveitar­ félögin í skógi sínum við Skeiðs­ fossvirkjun en Halla segir bæði þessi verkefni hafa verið hugsuð til vitundarvakningar og skemmt­ unar og að stefnt sé að því að halda þau árlega. Setja sér háleit markmið Halla segir Orkusöluna setja sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum. „Við erum eina orkufyrirtækið á almennum markaði sem kolefnisjafnar eigin vinnslu og því er kolefnis­ spor raforkunnar með tilliti til bindingar ekkert. Allur rekstur Orkusölunnar hefur frá upp­ hafi verið kolefnisjafnaður með eigin skógrækt, en við ákváðum að taka stærra skref og kolefnis­ jafna einnig alla vinnslu frá eigin virkjunum.“ Hún segir vinnslu á rafmagni valda mismikilli losun, en öll vinnsla fyrirtækisins komi frá vatnsaflsvirkjunum sem eru með losun í lágmarki miðað við aðrar vinnsluaðferðir. „Þar sem skógur­ inn okkar bindur alla losun sem hlýst af rekstri Orkusölunnar og umfram það, þá nýtum við þá umfram bindingu til að jafna hluta af eigin vinnslu.“ Orkusalan mun á hverju ári kolefnisjafna alla losun gróðurhúsa lofttegunda, bæði vegna reksturs fyrirtækisins og vinnslu orkunnar. „Okkur finnst mikilvægt að orkufyrirtækin sýni fordæmi þegar kemur að umhverfismálum óháð stærð og umgjörð.“ Orkugeirinn stefnir hátt Það eru mörg spennandi verkefni fram undan hjá Orkusölunni og koma þar virkjanakostir fyrst upp í hugann, segir Halla. „Við stefnum að sjálfsögðu á áfram­ haldandi rannsóknir á endur­ nýjanlegum virkjanakostum, bæði nýjum og gömlum. Orkugeirinn í heild sinni stefnir hátt þegar kemur að umhverfis­ málum og hafa margir gefið út þá yfirlýsingu að ná kolefnishlutleysi á næstu árum. Við ætlum okkur að halda áfram að vera kolefnis­ hlutlaus og á sama tíma að reyna að draga úr losun okkar eins og unnt er.“ Hún segir að fyrirtækið eigi eftir að mæta mörgum áskor­ unum sem ekki séu alltaf fyrir­ sjáanlegar. „Við hlökkum til að takast á við þær, og afgreiða með stæl eins og við höfum alltaf gert.“ Mikilvægt að sýna gott fordæmi Í kjölfar þess að Orkusalan hóf að kolefnisjafna rekstur og vinnslu raforku hefur fyrirtækið ein- blínt í meira mæli á ýmis græn verkefni, meðal annars í samvinnu við sveitarfélög landsins. Halla Marinós- dóttir, umhverf- isstjóri Orku- sölunnar, segir að hugmyndin að grænu verk- efnunum hafi komið til vegna markmiða í um- hverfismálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 10 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.