Fréttablaðið - 30.01.2021, Síða 90
„Jæja,“ sagði Kata og glotti.
„Við verðum of sein!“
Bætti hún við og hermdi
eftir áhyggjurödd Konráðs
sem óttaðist fátt meira en
að vera of seinn.
„Ég er búinn að heyra
þetta of oft og nenni ekki
að heyra það
einu sinni í viðbót.“
Konráð byrjaði að
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
439
Getur þú fundið leiðina í gegnum völundarhúsið??
???malda í móinn en hætti
svo við. „Það gerir ekkert
til að vera aðeins of sein,“
sagði Kata. „Það er aftur
á móti gaman að glíma
við að finna rétta leið í gegnum völundarhús.“
Hún bretti upp ermarnar.
„Koma nú, inn með ykkur,
ég finn réttu leiðina og
sannið þið til, við verðum
ekkert of sein,“ sagði
Kata roggin um leið og
hún arkaði inn í dimm
göng völundarhússins.
Akureyringurinn Jökull Bergmann
Kristjánsson er tólf ára, verður þrett
án í apríl. Hann er heima á miðjum,
virkum degi og ég verð hissa.
Er enginn skóli í dag? Nei, það er
viðtalsdagur þar sem foreldrarnir
mæta.
Þá getur þú leikið þér í snjónum.
Er það ekki áhugamál? Jú, það er
eitt af þeim . Ég er snjóbrettastrákur.
Hvað varstu gamall þegar þú byrj-
aðir á bretti? Ég held ég hafi verið
sjö ára en ég var oft búinn að vera
uppi í fjalli á skíðum með mömmu
og pabba.
Hefurðu góðan brettakennara? Já,
mjög góðan. Pabbi er brettakennari
en þjálfar annan f lokk sem ég er í
núna.
Hefurðu áhuga á f leiri íþróttum?
Ég æfi fótbolta og er líka á fjalla
hjóli.
Hefurðu meitt þig? Já, ég hef oft
meitt mig en þó aldrei brotið mig.
Ertu stundum hræddur? Já, ég hef
verið hræddur en ég er samt dálítið
í að gera hlutina og hugsa ekkert
alltof mikið um þá því þá verð ég of
hræddur.
Áttu happatölu? Nei, en ég er með
töluna 22 á fótboltabúningnum.
Með hvoru liðinu spilarðu? KA
eða Þór? Ég spila með Aliði KA á
yngra ári.
Þarftu ekki að borða hollt fyrst þú
æfir svona mikið? Jú, ég þarf þess
en geri það samt ekki alltaf. Fæ mér
stundum pítsu.
Hyggstu ná langt? Ég ætla mér að
ná langt á snjóbretti, já.
Hefurðu farið í keppnir á því?
Já, oft. En mér finnst það ekki eins
gaman og að vera með vinum uppi
í fjalli. Ég verð svo stressaður. Þarf
eiginlega tónlist til að róa mig niður
því ég er með svo mikið keppnis
skap.
M a n s t u e f t i r e i n h v e r j u
skrítnu sem hefur komið fyrir
þig? Ég var einu sinni að gera
bakktripp á snjóbretti og lenti
skringilega – eiginlega á andlitinu
og allt í einu var ég farinn að tala við
sjálfan mig í huganum: Af hverju var
ég að þessu? Þetta var eins og gert til
að meiða mig.
Oft meitt mig
en þó aldrei brotið
Jökull Bergmann ætlar sér að ná langt á snjóbretti. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Er samt dálítið í að
gera hlutina og
hugsa ekkert alltof mikið
um þá því þá verð ég of
hræddur.
Listaverkið Úti í Eyjum nefnist þessi mynd eftir Mika-el Þór Árnason, 10 ára, sem fór í dagsferð til Vestmannaeyja síðasta sumar.
1 Hvaða þrjú mannanöfn geta sést
út um gluggann?
2 Hvað er minna en mús og hærra
en hús?
3 Hvar finnur þú vegi án bíla, skóg
án trjáa og borgir án húsa?
4 Hvaða tröll eru til í veruleik-
anum?
5 Hvað heyrir án eyrna, talar án
munns og svarar á öllum tungu-
málum?
Gátur
1 Stígur, Steinn, Máni 2 Eldur 3 Á
landakorti 4 Tryggðatröll 5 Berg-
máliðSvör:
3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR