Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 98

Fréttablaðið - 30.01.2021, Side 98
EF ÞÚ MEIKAÐIR ÞAÐ Í PRÚÐULEIKURUNUM ÞÁ MEIKAÐIRÐU ÞAÐ HVAR SEM ER. Sjónvarpsþættirnir The Muppet Show, eða Prúðu-leikararnir, sem runnir voru undan rifjum brúðu-meistarans Jim Henson, nutu mikilla vinsælda á árabilinu 1976 og 1981 þegar Kermit froskur, fröken Svínka, Fossi björn, sænski kokkurinn og f leiri fyrir- bæri létu gamminn geisa og móðan mása í 120 þáttum. Þegar áhorfið var sem mest var talið að um 235 milljónir manna hafi horft á þættina í yfir hundrað þjóðlöndum í viku hverri og á Íslandi voru Kermit og félagar fasta- gestir á einu sjónvarpsstöð landsins á föstudagskvöldum. Börn og fullorðnir sátu sem límd saman við skjáinn, þannig að The Muppet Show vega þungt í ótal bernskuminningum auk þess sem margir tengja Prúðuleikarana við það þegar litasjónvörp urðu stöðugt algengari hjá almenningi, með til- heyrandi dramatískum breytingum á ásjónu litskrúðugs persónugaller- ísins. Lífið í lit „Þættirnir byrjuðu fyrir alvöru árið sem ég fæddist, 1976, og mínar æskuminningar eru bara mest um Prúðuleikarana af því að sjónvarpið litar svo allar minningar og ég man það til dæmis mjög skýrt og greini- lega þegar við fengum litasjónvarp í fyrsta skiptið,“ segir Kjartan Guð- mundsson sem hefur haldið tryggð við Prúðuleikarana allt sitt líf. „Það fyrsta sem ég sá í litasjón- varpinu var Prúðuleikararnir og þú getur rétt ímyndað þér muninn á Prúðuleikurunum í svart hvítu og lit,“ segir Kjartan og bætir við að hann hafi orðið fyrir einhvers konar vakningu sem hafi í raun jafnast á við trúarlega upplifun. Komi Kermit fagnandi Þættirnir hafa ekki verið neitt sér- staklega aðgengilegir í seinni tíð en Disney+ mun heldur betur gera bragarbót á því 19. febrúar, þegar allir fimm árgangarnir og 120 þættir renna saman við streymið þar. Kermit stöðvar tímans þunga nið Kermit froskur, fröken Svínka, Fossi björn, sænski kokkurinn og allir hinir Prúðuleikararnir úr The Muppet Show eru óumdeildur hápunktur í íslenskri sjónvarpssögu og hafa verið sjaldséðir í seinni tíð. Þetta breytist í febrúar þegar Disney+ byrjar að streyma öllum 120 þáttunum, mörgum væntanlega til ómældrar ánægju. Ballið byrjaði eftir að froskurinn Kermit ávarpaði brúður og fólk og bauð alla velkomna á sýningu kvöldsins þar sem undrin gerðust í hverjum þætti. Fljótlega verður hægt að komast í 120 slík partí hjá Disney+. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Grínbjörninn Fossi og eftir- lætis Prúðu- leikari Kjartans leitar huggunar hjá ekki minni heiðursgesti en sjálfri Diönu Ross. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Alice Cooper smellpassaði inn í fjörugt persónugalleríið í leikhúsi Kermits og fór mikinn í einum uppáhaldsþætti Kjartans Guð- mundssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ungfrú Svínka lét engan eiga neitt inni hjá sér en vélmennið C-3PO úr Star Wars komst nokkuð vel frá nánum kynnum við hana, þegar leikarinn Anthony Daniels fylgdi Mark Hammill til fundar við Prúðu- leikarana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þættirnir um Prúðuleikarana byrjuðu fyrir al- vöru 1976, árið sem Kjartan Guðmunds- son fæddist, og hann hefur reynt á eigin skinni að Prúðuleikar- arnir virka jafn vel á börn sem fullorðna. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR „Ég held þetta ætti að svínvirka,“ segir Kjartan, sem hámhorfði á alla þættina fyrir nokkrum árum eftir að hafa eignast þá á DVD í kringum aldamótin. „Þegar maður var krakki hafði maður bara gaman af öllum þessum litum og dúkkunum og öllu þessu. Það er ekkert fyrr en seinna þegar ég horfði á þetta allt aftur sem maður fattar að þetta voru auðvitað ekkert beint barnaþættir. Þetta voru bara ógeðslega góðir gamanþættir fyrir allan aldur og svo hefur maður lesið að það var pælingin hjá Jim Henson allan tímann.“ Góðir gestir „Ég man alveg mjög skýrt eftir að hafa horft á ákveðna þætti og þetta eru fáránlega margar, skýrar minn- ingar sem tengjast Prúðuleikur- unum frá því maður var pínkulítill. Ég man eftir að hafa séð Elton John í þessum páfuglabúningi sínum að spila Crocodile Rock.“ Og víkur þá talinu að mennsku gestastjörnunum en ein slík mætti í hvern þátt, oftar en ekki við mikinn fögnuð bæði Prúðuleikaranna sem og áhorfenda heima í stofu. Gestaleikarar urðu sífellt frægari eftir því sem á leið og auk Elton John má til dæmis nefna Paul Simon, Peter Sellers, Debbie Harry, Johnny Cash, Roger Moore, Sylvester Stal- lone, Twiggy og stjörnustríðsleikar- ann Mark Hamill, sem mætti ásamt vélmennunum C-3PO og R2-D2. „Þátturinn með Alice Cooper er nú einn af mínum uppáhalds,“ segir Kjartan. „Ég meina Alice Cooper mætir þarna og syngur bara Wel- come to My Nightmare og þetta small svo fullkomlega saman ein- hvern veginn og ef þú meikaðir það í Prúðuleikurunum þá meikaðirðu það hvar sem er.“ Kjartan minnir á að Stallone var þarna á hátindi frægðar sinnar og rifjar síðan upp að Alice Cooper var hikandi. „Hann var ekki alveg viss um að það væri flott fyrir ímyndina að vera þarna.“ Hann skipti hins vegar snarlega um skoðun þegar hann heyrði að meðal nýlegra gesta væru hryllingsgoðsagnirnar og leikararnir Vincent Price og Chri- stopher Lee. Fossi allra tíma Þegar Kjartan er spurður hvort hann eigi sér einhvern eftir- lætis Prúðuleikara í gegnum árin stendur ekki á svari. „Bæði þegar ég var krakki og enn þá bara er ég eiginlega hrifnastur af Fossa,“ segir Kjartan, sem er örugglega ekki einn um að hafa heillast af hjartahreina og misheppnaða uppistandsgrínar- anum Fossa birni. „Það er bara eitthvað við það hvað hann er einhvern veginn svo óheppinn og ekkert sérstaklega hæfileikaríkur í því sem hann vill gera. En hann er svo góður og hann reynir endalaust. Það er líka erfitt að horfa fram hjá Bikar. Hann er helvíti góður og þótt hann segi ekki margt þá er hann traustur þarna á kantinum,“ segir Kjartan, um hinn taugaveiklaða og sípípandi aðstoðarmann uppfinn- ingamannsins Doktor Loga Daggar- dropa. toti@frettabladid.is Raforkukaupendur ON eru hæstánægðir annað árið í röð. Okkar er ánægjan! 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.