Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.11.1987, Blaðsíða 15
Heli og höfundur flytja mál sitt í S/cál- holti. HELI Heli Savolainen birtist mér innan við glerið á Keflavíkur- flug- velli, björt yfirlitum með hárið ljóst og slegið niður að mitti. Andlitið lítið en bar þó þessi háu kinnbein, sem einkenna svo oft finnskar konur og gera þær nokkuð austrænar í útliti. Við föðm- uðumst gegnum glerið, systurnar, enda hefur verið með okkur mikil vinátta síðan við hittumst fyrst á Laugarvatni fyrir rúmum þremur árum. Þá grétum við saman, því nýlega hafði verið fellt á finnska kirkjuþinginu að leyfa prestsvígslu kvenna. Það var mikið áfall fyrir konur, sem störfuðu sem guðfræðingar í kirkj- unni og varð raunar til þess að margar þeirra yfirgáfu hana. En nú hefur prestsvígsla kvenna verið samþykkt og telja þær jarð- veginn undirbúinn, þannig að þær óttast ekki að þurfa að mæta sömu vandamálum og konur eru að glíma við í Svíðþjóð. Heli var hingað komin til að leið- beina á námskeiði um barna og æskulýðsstarf í Skálholti dagana llr 13. september. Frá því námskeiði er nánar sagt á öðrum stað í þessu blaði. En hver er þessi kona? Hún er guðfræðingur að mennt og starfaði um árabil sem lektor í söfnuði í Finn- landi en hefur nú lengi starfað að skipulagsmálum æskulýðsstarfs í Kirkjuhúsinu í Helsinki. Hún hefur m.a. unnið að undirbúningi hins þekkta „total plan“, sem Finnar eru frægir fyrir og marga dreymir um að taka upp eftir þeim. En það er ekki hlaupið að því. Áherslan á aðstæðum nemandans Ástæðan fyrir því er sú að grunda- vallarhugmyndina að baki áætlun- inni er að finna úti í söfnuðunum. Hver og einn söfnuður hefur sín ein- kenni, sínar þarfir, sitt hlutverk og við getum aldrei komið með fyrir- fram myndaðan ramma til að fara eftir á öllum stöðum. Ég bað Heli að segja mér í fáum orðum frá þessari hugmynd. Við gefum henni orðið: Total planið beinist að þátttakendum sjálfum. Aðaláherslan liggur í því að túlka boðskapinn. Það mikilvægasta er það sem þátttakendur læra, ekki hvað við kennum. Upphafspunktur- inn verður því að vera sá að leiðbein- andinn þekki þá sem hann er að vinna með. Við megum ekki svara spurning- um í fræðslunni, sem þátttakendur eru ekki að spyrja. Við verðum að þekkja lífstíl þeirra, þrár þeirra, gleði og erfiðleika. Síðan verður að setja markmið og aðferðir. Þegar við vinnum undirbúningi slíkrar fræðslu verðum við að gera okkur grein fyrir mismunandi þörf- um hjá mismunandi aldurshópum. Spurningar lífsins breytast með aldr- inum og við verðum að fylgja því eft- ir. Við verðum að túlka boðskapinn á mismunandi hátt fyrir börn, ungl- inga, fullorðna og eldra fólk. Boð- skapurinn er sá sami, en við verðum að þróa með okkur aðferðir til að ná til allra aldurshópa. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að slíka fræðslu er ekki hægt að undirbúa eingöngu á fræðsluskrifstofum, því fólk er ólíkt í hinum mismunandi söfnuðum. Á fræðsluskrifstofum getum við gert áætlanir um mikilvæg markmið og gefið fólki hugmyndir, en ramminn og áætlunargerðin verður að fara fram í söfnuðunum. Því samkvæmt kristnum skilningi er fólkið sem við viljum fræða ekki vélar sem við get- um ýtt takka á, heldur lifandi sköp- un, sem er sífellt að vaxa og því ætti kristín fræðsla að hjálpa fólki að trúa á persónulegan Guð, sem það tjáir, sem skapara, frelsara og heilag- an anda. Þessi fræðsla á að hjálpa fólki að tjá trú sína í hinu daglega lífi. Áætlunin krefst því mikillar samvinnu. Við þurfum að safna saman hugmyndum frá mörgum, bæði þeim sem starfa í söfnuðinum og frá sjálfboðaliðum. Það er eina leiðin til að fræðslan staðni ekki og eina leiðin til að fræðarinn verði ekki Ieiður á starfinu. Aðlögun fræðslunnar Þegar Heli segir frá, hljómar þetta allt svo auðvelt að okkur langar til að byrja strax. En Finnar hafa gengið í gegnum sína erfiðleika við gerð þess- arar áætlunar og af mistökunum verðum við að læra. Mistökin eru þau að ætla sér að koma fram með eina áætlun, sem skal yfir alla ganga. Hið eina rétta er að hefja fræðsluna úti í söfnuðunum og laga hana eftir þörfum hvers og eins. Það er dýrmætt að hafa hjá sér gesti eins og Heli. Hún ber með sér ferskan andblæ frá þjóð sem er svo ólík okkur, en þó náum við svo ein- kennilega saman. Kvöldstundirnar með henni voru ógleymanlegar. Allt- af greip hún til einhverra hluta til að tjá tilfinningar sínar og trú með. Það var allt frá grjóti sem hún fann í fjör- unni á Seltjarnarnesi til mjórra hun- angskerta frá orþódoxu kirkjunni í Finnlandi. í öllu fann hún tákn. Öll sköpunin er fyrir henni kraftaverk Guðs, sem hún er knúin til að miðla til annarra. Á þeirri trú og frumlegri trúarjátningu byggist þörf hennar til að fræða aðra. Sölveig Lára Guðmundsdóttir. VÍÐFÖRLI — 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.