Víðförli - 15.11.1987, Page 21
Aleinn
heima
Stundum fær Lalli að vera einn
heima, að vísu ekki lengi í einu, en
samt alveg einn. Það finnst Lalla
mjög spennandi. Honum finnst
hann vera orðinn stór, þegar hann
verður að passa sig sjálfur.
Mamma hefur margoft sagt hon-
um hvað hann má ekki gera þegar
hann er einn heima. Hann má ekki
kveikja eld, ekki nota eldspýtur, ekki
sjóða neitt á eldavélinni og ekki Ieika
sér með vissa hluti. Lalli veit að
mamma leggur svo mikla áherslu á
þetta svo að hann meiði sig ekki þeg-
ar hann er einn, og þess vegna fer
hann eins vel eftir því og hann getur.
Það er ekkert erfitt, því að það er svo
margt annað skemmtilegt að gera
þegar maður er aleinn heima.
— Lalli, ég þarf að hlaupa út í búð
að kaupa í matinn. — kallar
mamma. — Getur þú verið heima og
passað Soffíu? Hún sefur inni hjá
sér! —
Lalla finnst það enginn vandi að
passa litlusystur þegar hún er sof-
andi. Það er erfiðara þegar hún er
vakandi, þá fer allt í háaloft.
— Auðvitað get ég það — sagði
Lalli og fannst hann vera orðinn stór
og duglegur.
— Mundu þá eftir því sem ég hef
sagt að þú mættir ekki gera þegar þú
ert einn — sagði mamma um leið og
hún fór í kápuna.
— Já, já — sagði Lalli.
Hann hélt áfram að leika sér að
lestinni sinni. Þá heyrði hann allt í
einu að Soffía var farin að gráta.
Hann þaut inn til hennar og sá að
hún hafði dottið fram úr rúminu og
hágrét svo undir tók í húsinu.
Lalli reyndi að lyfta henni upp, en
hún öskraði enn þá hærra þegar
hann snerti hana. Skyldi hún hafa
meitt sig. Nú varð Lalli hræddur.
Hann reyndi að tala við hana og
hugga hana, en hún grét bara meira.
Hann gáði að marblettum eða sár-
um, en fann ekkert. Nú vissi Lalli
ekkert hvað hann ættu að gera.
Hann var aleinn í öllu húsinu,
nema náttúrlega Soffía litla, en það
var ekki hægt að telja hana með því
hún var bara smábarn. En allt í einu
datt Lalla í hug að hann gæti beðið
Jesú um hjálp. Þá var hann heldur
ekki lengur aleinn með hágrátandi
litlusystur. Lalli vissi nefnilega að
þegar maður verður ofsa hræddur
eða líður illa, þá er besta ráðið að
biðja Jesú að vera hjá sér og hjálpa.
Dyrabjallan hringdi. Lalla brá
mikið því mamma hafði sagt að
hann mætti ekki opna húsið fyrir
ókunnugu fólki. Lalli læddist að úti-
dyrunum og þá heyrði hann að
mamma kallaði gegnum bréfalúg-
una, — Vertu ekki hræddur Lalli
minn. Það er bara mamma. Ég
gleymdi lyklinum.
Lalli opnaði dyrnar á augabragði
og mamma kom inn. Soffia hætti að
gráta þegar hún heyrði í mömmu en
Lalli sagði í hljóði:— Þakka þér fyrir
hjálpina Jesús. —
VÍÐFÖRLI — 21