Víðförli - 15.12.1989, Page 3

Víðförli - 15.12.1989, Page 3
Höfundur greinarinnar, Vilborg Kristjánsdóttir, með fjölskyldu sinni á aðventu. Aðventan — undirbúningstími jóla Þegar nær dregur jólum hefur lestur Aðventu Gunnars Gunnars- sonar ávallt hrifið mig með sér inn í þann blæ ársins, sem mér finnst eiga að einkenna hugarþel manna á jóla- föstunni og helst allt árið. Kærleikur og umhyggja mannsins í sögunni fyrir skynlausum skepnunum, er hann fer þeim til bjargar í óblíðum vetrarhörkunum, er sú holla áminn- ing, sem er svo nauðsynleg í hraða nútímans til að gefa okkur tón jóla- komunnar og hátíðar frelsarans. í uppvextinum voru fleiri smærri „aðventur og jólakomur“ í lífi okkar mömmu og ömmu. Faðir minn var sjómaður og sigldi öll stríðsárin, svo meðan hann var á hafi úti var móðir mín ásamt okkur að undirbúa komu hans. Að sjá Hann hólpinn, sælan og glaðan á stofugólfinu heima var allt- af jafn gleðilegt í hvert sinn er við fengum hann heim aftur. Að alast upp við kærleik vamm- lausra foreldra sinna og trúna á Guð er sú dýrmætasta gjöf, sem ég fékk í veganesti. í bernsku minni þurfti ekki Aðventu Gunnars til að gefa tóninn. Við stunduðum hugarþel jólanna allt árið. Yndislegir foreldrar, ættingjar og margir vinir eru horfnir. Nýjar kyn- slóðir vaxa úr grasi með börn, tengdabörn og barnabörn í farar- broddi. Við, augasteinar foreldra okkar fyrrum, höfum fengið hlut- verk á baksviði lífsins á meðan hinir yngri hafa tekið við aðalhlutverkun- um eins og vera ber. Við fögnum komu þeirra í kærleiksljós frelsarans og gleðjumst í djúpri þökk á meðan við megum standa þar með þeim. Hinn efnislegi jólaundirbúningur er með mér allt árið, því ég er sífellt á höttum eftir viðeigandi jólagjöf- um handa fjölskyldunni hvert sem ég fer, en aðventa gleðilegra jóla hef- ur í huga mínum allt aðrar áherslur. Þar er í fyrirrúmi boðskapur Jesú Krists um frið á jörðu og kærleik mannanna. Þá stemningu ber okkur að færa börnum okkar eins og for- eldrar gáfu okkur hana í arf með hjálp Guðs. Fyrir tæpum áratug síðan urðum við þeirra hugljómunar aðnjótandi, eftir áralanga veru í útlöndum, að koma auga á möguleika eins greni- trés í garðinum okkar, sem hafði stækkað mjög myndarlega. Við fest- um kaup á 45 gulum ljósaperum og settum á rafstreng upp í þetta fallega sígræna tré. Nú tendrum við þessi ljós árlega í upphafi aðventunnar og söfnum fjölskyldunni saman til jóla- söngs í garðinum og börnin skiptast á eftir aldri að mæla nokkur orð um leið og þau tendra ljósin. Eftir hressilega útiveru við tréð er komið inn á heimilið okkar og þegin hress- ing. Hitað er ljúffengt súkkulaði, ilmandi pönnukökur, jólabrauð og flatkökur með hangikjöti er á borð- um, sem allir hafa hjálpast að við að útbúa. Síðan er haldið áfram að syngja við hljóðfæraslátt. Allir kertastjakar eru dregnir fram og ljósin tendruð til dýrðar þeim, sem voru og eru, og þeim sem alltaf verð- ur, Jesú Kristi, frelsara okkar. Vilborg Kristjánsdóttir. VÍÐFÖRLI — 3

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.