Víðförli - 15.12.1989, Page 7
Vistmernn eru leikendur.
fannst ölllum svo gaman að syngja.
í blaði, er málfundafélagið Ljósið
í Bjarkarási gaf út, skrifar einn vist-
manna um jólaundirbúning þannig:
„Starfsfólkið byrjar að ræða um
jólahátíðina í nóvember. Stundum
höfum við æft leikrit, t.d. helgileiki,
og svo ýmiss konar önnur leikrit eins
og t.d. þau sem gerast í þaðstofum
eins og í gamla daga. Fyrst þegar ég
var í Bjarkarási lék starfsfólkið og
við með og þá voru útbúnir aðventu-
kransar og við kveiktum á kertunum
á mánudögum í stað sunnudaga. Um
miðjan desember byrjuðum við að
útbúa jólaföndur í skólanum sem
við svo setjum í pakka og förum með
heim. Við bökum laufabrauð hjá
Þórunni matreiðslukennara. Kenn-
ararnir og starfsfólkið fletur út kök-
urnar en við gerum mynstrin og sker-
um í þær.
Á meðan við gerum allt þetta eru
spiluð jólalög. Við förum heim með
laufabrauðskökurnar. Við búum
líka til jólakort og skrifum á hér og
svo eru þau látin í póstkassa í Bjark-
arási. Magga ráðskona byrjar að
baka fyrir jólagleðina okkar sem er
síðasta kvöldið fyrir jólafríið.
Solla vefur grenikrans sem er voða
langur og hengdur upp í kringum
dagstofugluggann í Bjarkarási. Á
kransinn eru hengdar jólaseríur með
mismunandi ljósum. Svo útbýr Solla
jólaskreytingar með kertum sem lika
eru í dagstofunni og í borðstofunni.
Gréta skreytir jólatréð og húsið. Fyr-
ir jólin höfum við líka safnast saman
í dagstofunni á hverjum degi fyrir
matarhlé og æft okkur á jólasálm-
unum, svo við getum sungið vel á jól-
unum. Á jólagleðina kemur alltaf
prestur og hefur jólahugleiðingu og
við syngjum.“
Miklar og örar breytingar á hög-
um vangefinna hafa átt sér stað, og
þá hef ég sérstaklega í huga hin
breyttu búsetuform. í stað vistheim-
ila koma sambýli og íbúðir, en ég hef
merkt það í viðræðum við þá vist-
menn er hjá mér dvelja og búa á sam-
býlum, að kirkjusókn þeirra á að-
ventu er mjög almenn.
Undirbúningur jóla á sambýlun-
um er síður en svo frábrugðinn því
sem gerist á öllum venjulegum heim-
ilum.
Vangefnir taka við jólaboðskapn-
um með opnum hjörtum og opnum
huga, með þeim möguleikum sem
hverjum og einum er gefið. Ég hef
svo oft fengið að upplifa ólýsanlega
gleði og alvöru, friðinn á himni og
jörðu og velþóknun Guðs með okk-
ur mönnum í samveru með vangefn-
um vinum mínum og þau hafa kunn-
að að segja í einlægni, Gleðileg jól.
Greta Bachmann.
Foreldrafræðsla.
Að beiðni Fræðsludeildar hefur
Húnavatnsprófastsdæmi skipað
starfshóp til að huga að fræðslu for-
eldra skírnarbarna eftir skírnina.
Er þá haft í huga að söfnuðir
bjóði upp á fræðslusamverur fyrir
foreldrana um trúaruppeldi. í starfs-
hópnum eru: Elín Einarsdóttir
kennsluráðgjafi Blönduósi, Guðrún
Bjarnadóttir kennari Húnavöllum
og sr. Stína Gísladóttir Bólstaðar-
hlíð. Hópurinn starfar með sr.
Guðna Þór Ólafssyni prófasti.
Fræðsludeild hefur skrifað ýms-
um prófastsdæmum og óskað eftir
samvinnu við framkvæmd margvís-
legra fræðsluverkefna, m.a. með
skipun starfshópa er vinna fræðslu-
efni og reyna það heima í héraði.
40—50 fermingarkyrtlar
gefins
Kvenfélag Langholtskirkju er að
endurnýja fermingarkyrtla sína.
Nýju kyrtlarnir eru úr öðru efni og
sniði en þeir eldri. Þeir gömlu, sem
margir hverjir eru í ágætu standi, í
stærð 36—44, eru boðnir að gjöf
þeim sem þurfa.
Margrét Leósdóttir veitir upplýs-
ingar í síma 685485 á kvöldin.
Námskeið fyrir sóknarnefndir
og starfsfólk safnaða
Að frumkvæði Leikmannastefnu
hefur verið efnt til námskeiða fyrir
leikmenn í kirkjulegri þjónustu.
Fjallað hefur verið um erindisbréf,
starfskýrslur sóknar, reikningsform
og reikningshald, samskipti innan
safnaða og kynningarmál. Nám-
skeiðin eru skipulögð eftir beiðni
prófastdæma og hafa þeir dr. Einar
Sigurbjörnsson prófessor, Helgi
Hjálmsson viðskiptafræðingur og
sr. Bernharður Guðmundsson
fræðslustjóri annast fræðslu, nú síð-
ast í Múlaprófastsdæmi, Reykjavík-
urprófastsdæmi og Austfjarðar-
prófastsdæmi.
í Árnesprófastsdæmi var haldið
slíkt námskeið í Skálholti nú í haust
og önnuðust nokkrir prestar próf-
astsdæmisins fræðsluna. Áformuð
eru framhaldsnámskeið enda mikil
þörf fyrir slíka Leikmannafræðslu.
VÍÐFÖRLI — 7