Víðförli - 15.09.1993, Side 8

Víðförli - 15.09.1993, Side 8
Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason ÁSKÁLHOLTSHÁTÍÐ Erindi biskups á Skálholtshátíð er hér birt nokkuð stytt. Dagur er senn að kveldi liðinn. Skálholtshátíð 1993 tilheyrir brátt sögunni. Hátíð, sem rís hærra en flestar hinar í það minnsta hvað varð- ar tilefni og framlag þeirra þátta, sem við tengjum einhverju sérstöku eða kjósum að raða þann veg, að eftirtekt vekur umfram aðrar. Og hér hafa til- efnin verið næg til þess að gera daga enn meiri og hátíð slíka, að vel rísi undir nafni. Skálholtskirkja var vígð fyrir 30 ár- um, á Skálholtshátíð 1963. Það var stór stund, og hygg ég enginn gleymi, sem var þá nærstaddur . Og forrétt- indi samtímans að hafa á þessari hátíð getað þakkað dr. Sigurbirni Einars- syni, sem þá gekk fyrir altari nýrrar dómkirkju í Skálholti til hinnar fyrstu þjónustu í vígslu. Og þá er ekki aðeins að þakka honum fyrir daginn þann, svo stór sem hann var og mikilfeng- legur á allan hátt, heldur framlag Sig- urbjörns til þessa staðar Skálholts, starfsævi hans langa og er ekki lokið enn. Og einnig vil ég í minningu og þökk nefna nafn og starf Sveinbjörns Finnssonar, sem stóð við hlið biskups síns og vann með honum að endur- reisn staðar og var hér ráðsmaður. Þessi nýja kirkja var viti vegna þess, sem vænst var að fylgja mundi á þeim ginnhelga stað, Skálholti. Hún var um margt sérstök og þó í útfærslu lík því, sem hér hafði fyrr verið þekkt í kirkjum. Eitt var gott við nýja kirkju, svo að hinar stóðust engan saman- burð: Hún var reist af steini.... Það fór því ekki milli mála, að nú skyldi það efnið valið, sem lengst gæti staðið. Steypt er kirkjan og ber höfundi sínum glæsilegan vitnisburð, enda naut Hörður Bjamason, húsa- meistari ríkisins þess mjög að hafa mátt miðla Skálholti þessu höfuð- verkefni sínu. Hann sótti hátíðir hér og mat merka viðburði og var þakk- látur fyrir að hafa átt hlut að mörgu. Voru þeir líka samstíga og sammála um flest í undirbúningi, frændurnir Hörður og dr. Asmundur Guðmunds- son biskup, sem taldi það mikil for- réttindi að mega taka þátt í að snúa við málum í Skálholti með endurreisn staðar, svo sem 900 ára afmælið 1956 vitnaði um og brýndi alþjóð til að virða. Minnumst við þeirra beggja með mikilli virðingu og einlægri þökk, Ásmundar og Harðar, þegar við kom- um í Skálholt og sækjum kirkju af nokkru tilefni. Við gengum prestar í skrúðfylk- ingu inn ganga nýrrar kirkju á vígslu- degi. Og sáum þó fyrir okkur aðra röð, meiri miklu og frekari rúnum rista. Litum við þar fyrir hugarkraft kynslóðir, sem Skálholts hafa notið og Skálholt hafa styrkt um aldir allar, allt frá því Isleifur Gissurarson hvarf heim aftur frá vígslu sinni og gekk mót örlögum sínum ekki léttum við að stýra þjóð og kirkju mótunarárin, bæði hvað kirkjuskipan snertir og þjóðlíf allt með nýjum sið og nýjum áherslum. Og kemur víst engum á óvart, þótt Hungurvaka greini frá því, að ísleifur biskup hafi haft nauð mikla á ýmsa vegu í sínum biskupadómi. En um það var ekki helst hugsað fyrir 30 árum við vígslu nýrrar og veglegrar dómkirkju. Það var miklu frekar dýrð og dýrðarljómi, sem við fundum leika um hug. Dýrð Skálholts og dýrðarljómi, sem stafaði í senn frá 8

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.