Víðförli - 15.09.1993, Side 17
Barnakór Breiðholtskirkju
Aðventukvöld í Breiðholtskirkju.
Það var rétt fyrir jólin 1989 að
Barnakór Breiðholtskirkju stóð uppi
stjómandalaus og var ég þá beðin að
taka hann að mér. Eftir dálitla um-
hugsun ákvað ég að reyna fram að
vori. Síðan hef ég stjómað þessum
kór ásamt Önnu Birgittu Bóasdóttur,
sem kom mér til aðstoðar haustið
1991. Það fyrirkomulag að hafa tvo
stjómendur hefur reynst okkur vel,
við störfum saman sem einn maður
og aldrei þarf að fella niður æfingu.
Mig langar nú í fáeinum orðum að
segja frá starfi okkar í vetur. I kóm-
um okkar hafa verið 12 stúlkur á aldr-
inum 8-10 ára, sem mynda fastan
kjama en fjölmennastur hefur kórinn
talið 26 stúlkur. Það er svolítið erfitt
að halda hópnum saman vegna tíðra
flutninga bamanna úr hverfinu okkar.
Tvær stúlkur úr kjamanum búa í öðm
hverfi en hafa haldið tryggð við kórinn
sinn. Við höfum ekki náð neinum
strákum í kórinn, því miður. Hluta
vetrar höfðum við þó einn, en dansinn
heillaði meir og hann hvarf á braut.
Fyrirkomulagið hjá okkur er þannig
að öll böm sem hafa áhuga fá inn-
göngu, þ.e. við prófum ekki inn í kór-
inn. Meginmarkmiðið er ekki að
byggja upp fullkominn „konsertkór",
heldur að leyfa öllum að vera með.
Okkar álit er það að öll börn eigi rétt á
að fá að syngja í kór.
í vetur höfðum við æfingu einu
sinni í viku, á laugardögum og vorum
þá tvo tíma í senn. Það reyndist ekki
nógu vel, því ef stúlkurnar misstu úr
eina æfingu þá leið svo langur tími til
þeirrar næstu og varð það jafnvel til
þess að þær gáfust upp.
Æfmgarnar hjá okkur fara þannig
fram að fyrst hitum við vel upp, síðan
lærum við ný lög, þá gerum við hlé,
fáum okkur djús og kex og sprellum
jafnvel eitthvað saman. Eftir hlé för-
um við yfir nýju lögin aftur og endum
alltaf á einhverju sem stúlkurnar
kunna. Við æfum bæði veraldleg og
Okkar álit er það að
öll börn eigi rétt á að
syngja í kór.
kirkjuleg verk. í vetur kom kórinn
fram einu sinni í mánuði í fjölskyldu-
guðsþjónustum. Aukþess sunguþær
í Kringlunni á kirkjuviku og á aðventu-
kvöldi kirkjunnar.
Við fórum í æfingabúðir í Vatna-
skógi ásamt barnakórum Seljakirkju
og Hallgrímskirkju. Það gekk mjög
vel og voru stúlkumar mjög ánægðar.
Þær fara nú fram á að þetta verði
árlegur viðburður. Það er mjög gott
að fara svona saman burt úr borginni,
vinna við sönginn og kynnast stúlkun-
um á allt annan hátt en gerist á æfing-
unum. Það er ekki starfandi foreldra-
félag innan kórsins, en allir hafa verið
fúsir að leggja okkur lið, þegar við
höfum farið fram á það.
Tvær mæður fóru með í Vatna-
skóg og var það ómetanleg hjálp sem
þær veittu okkur. Þegar ekki voru
æfingar tóku þær stelpurnar alfarið
upp á sína arma, þannig að við stjórn-
endurnir gátum hvílt okkur.
Ekki má gleyma því að við fórum
saman að sjá óperuna um Hans og
Grétu sem sýnd var í Tónlistarskóla
Kópavogs.
Starfi vetrarins lauk síðan með fjöl-
skylduskemmtun. Þar sungu stúlk-
urnar yfir þau lög sem við höfum æft í
vetur og buðu síðan gestum upp á
kaffi og kökur.
Ekki sluppu foreldramir burt fyrr
en þeir höfðu tekið þátt í leikjum og
skemmtu sér allir vel. Þær stúlkur
sem voru í Reykjavík 5. júní tóku þátt
í barnakóratónleikum sem haldnir
voru í Langholtskirkju á vegum
Kirkjulistahátíðar.
Starfið nú í vetur mun taka miklum
stakkaskiptum, við ætlum að reyna
að stofna eldri og yngri hóp. Æfmg-
arnar verða tvisvar í viku og líklega
öðruvísi uppbyggðar en gerðist síð-
astliðinn vetur. Ætlunin er að stofna
foreldrafélag og reyna líka að hafa
samstarf við skólann.
Að starfa með barnakór er eitt-
hvert skemmtilegasta starf sem hægt
er að hugsa sér. Það er krefjandi, eins
og raunar allt starf sem unnið er með
börnum, þú gefur mikið af þér, en
færð það hundraðfalt til baka. Að
standa fyrir framan hóp af börnum
sem syngja af hjartans einlægni, sjá
gleðina sem skín úr augum þeirra, er
eitthvað sem erfitt er að lýsa.
Arný Albertsdóttir.
17