Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 24
Tekist hefur samstarf milli út-
gáfufyrirtækisins Nýjar víddir
og margra af sóknum landsins
um útgáfu á kortum. Kortin
verða samstæð röð vatnslita-
mynda, en slík röð hefur aldrei
verið gefin út áður. Viðkomandi
sóknir munu selja kortin sér til
fjáröflunar. Einnig munu Nýjar
víddir sjá um að dreifa þeim á
almennum markaði. Hluti sölu-
andvirðisins rennur þá til Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar.
Nýjar víddir er ungt útgáfufyrir-
tæki sem m.a. gefur út dagatöl og
ýmiss konar jóla- og tækifæriskort
með myndum sem tengjast íslensku
landslagi og menningu. Að sögn Daða
Harðarsonar framkvæmdastjóra
Nýrra vídda, var upphaflega hug-
myndin sú að gefa út jólakort með
myndefni sem tengdist kirkjunni. At-
hyglin beindist fljótlega að kirkju-
byggingunum sjálfum og þá ekki ein-
vörðungu með jólin í huga því að kort
með mynd af kirkju er fallegt tæki-
færiskort.
Á þessu ári er byrjað á að gefa út
fallegar vetrarmyndir af kirkjum í
snjókomu. Á næsta ári er ætlunin að
bæta við kortum með sumarmynd-
um. Vetrarkortin verður hægt að fá
með prentaðri hefðbundinni jóla-
kveðju. Einnig er hægt að fá kortin án
texta og sé þess óskað munu Nýjar
víddir sjá um að prenta í þau þann
texta sem hæfir tilefninu hverju sinni.
Kortin verða því falleg þakkarkort,
samúðarkort, hamingjuóskakort eða
boðskort í tilefni af hvers konar við-
burðum í kirkjunni eða safnaðarstarfi,
t.d. brúðkaupum, skírnum, ferming-
um eða tónleikum. Gefinn verður út
bæklingur með kynningu á kortunum,
tillögum að notkun þeirra og dæmum
um texta fyrir mismunandi tækifæri.
Myndirnar á kortunum eru vatns-
litamyndir unnar af Birnu Steingríms-
dóttur, teiknara. Birna hefur mikla
reynslu af slíkri vinnu og hefur m.a.
gert mörg af kortum Nýrra vídda.
Kristín Þorkelsdóttir, grafískur
hönnuður, hefur haft yfirumsjón með
útliti kortanna. Myndimar eru gerðar
eftir ljósmyndum sem valdar eru í
samráði við sóknarnefndir hverrar
kirkju. Reynt er að finna sjónarhorn
þar sem kirkjan nýtur sín og helst
þannig að hún hafi ekki oft áður verið
sýnd á nákvæmlega sama hátt.
Vatnslitamyndir af kirkjum skoðaðar. Frá vmstri: Daði Harðarson, Birna
Steingrímsdóttir og Kristín Þorkelsdóttir.
Eins og áður sagði mun hver sókn
selja kort með myndum af sinni kirkju
en Nýjar víddir dreifa kortunum til
sölu á almennum markaði. Samið hef-
ur verið um að hluti andvirðis þeirra
korta sem seljast á almennum mark-
(Mynd: Hreinn Hreinsson)
aði renni til Hjálparstofnunar kirkj-
unnar.
Nánari upplýsingar um kirkjukortin
veita starfsmenn Nýrra vídda, s.
614300.
Hughvörf
Úr hugans leynum læðist til mín hljótt
sú ljúfa bemskuminning hjartakær.
Er bam ég undi um kvöld og allt var rótt
og undrafriður lotningar var nær.
Ég hljóður sat og hlýddi lestur á
úr helgri bók um kærleik, frið á jörð.
Og hugur barnsins fylltist birtu þá
við bænarorð og dýra þakkargjörð.
Hve árin breyta hug og hjarta manns
en helgi þeirra stunda geymist þó.
Og allt þó hafi annan lit og glans
er enn þá gott að mega í kyrrð og ró
þess horfna leita - finna friðarstund
og færast nær þeim sanna helgidóm,
er veitir sálu grið og vermir lund
og vekja aftur löngu dáin blóm.
Helgi Seljan