Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 16
15KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V
grunnvatnsyfirborð á þessu svæði hefur hækkað frá því að gröfin var tekin
og því voru neðstu 15 cm í skurðinum undir vatni. Þau bein sem fundust
lágu öll rétt ofan við grunnvatnsyfirborðið. Ekki er hægt að útiloka að
f leiri bein hafi verið skilin eftir í gröfinni en þau hafa þá ekki varðveist
þar sem þau lágu undir vatni. Allur jarðvegur sem lá í botni grafarinnar
var sigtaður og fundust f lestir gripirnir þannig. Því er ekkert hægt að segja
til um legu gripanna í kumlinu og líklegt að þeim hafi öllum verið raskað
þegar kumlið var rofið.
Við vesturenda skurðarins sem grafinn hafði verið í gegnum hauginn
voru fjórar holur, hugsanlega stoðarholur, allar fylltar Eldgjárgjóskunni
934±2 (E1). Þrjár þeirra voru um 10 cm í þvermál en sú stærsta og vestasta
var um 25 cm í þvermál. Holurnar voru milli 10 og 30 cm djúpar og
lóðréttar.
Undir torfhaugnum kom í ljós skurðurinn eftir upprunalegu gröfina, sem
var heldur breiðari en haugrofið, 0,9 m að breidd, mest 1,9 m á lengd og 0,9
m á dýpt. Austurendi hennar hafði verið rofinn af Hólmsánni. Gröfin var
með sömu stefnu og haugurinn sjálfur, austur-vestur, og var með lóðrétta
skurðarbarma og f latan botn. Í vesturenda grafarinnar hafði varðveist kragi
af upprunalegri fyllingu hennar sem ekki hafði verið raskað þegar gröfin
var opnuð á ný. Fyllingin var blanda af mold og forsögulegri gjósku (E2).
Undan torfhaugnum komu í ljós merki um einhvers konar mannvirki sem
hefur verið samtíða greftruninni. Í norðurbakka grafarinnar sáust merki um
fimm timburfjalir sem voru í um 45° halla á skurðarbarminum. Þrjár fjalir
lágu samhliða upp við norðvesturhorn grafarinnar með um 10 cm millibili,
en sú fjórða upp við rofbakkann. Fimmta fjölin var ofan við suðvesturhorn
grafarinnar með sömu stefnu og þær sem sáust við norðurbrúnina. Fjalir
við norðurbrún voru um 10 cm breiðar; sú lengsta var um 20 cm löng en
hinar einungis um 10 cm. Fjöl við norðurbrún var 4 x 18 cm. Tekin voru
sýni úr timbrinu en rannsókn á því leiddi í ljós að varðveisla var ekki nógu
góð til að hægt væri að tegundagreina timbrið eða nýta það til annarra
greininga. Utan við miðjan vesturenda grafarinnar var stök stoðarhola,
lóðrétt, þétt upp við steinaröðina að innanverðu. Holan var um 10 cm í
þvermál og hefur verið samtíða gröfinni.