Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 16
15KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V grunnvatnsyfirborð á þessu svæði hefur hækkað frá því að gröfin var tekin og því voru neðstu 15 cm í skurðinum undir vatni. Þau bein sem fundust lágu öll rétt ofan við grunnvatnsyfirborðið. Ekki er hægt að útiloka að f leiri bein hafi verið skilin eftir í gröfinni en þau hafa þá ekki varðveist þar sem þau lágu undir vatni. Allur jarðvegur sem lá í botni grafarinnar var sigtaður og fundust f lestir gripirnir þannig. Því er ekkert hægt að segja til um legu gripanna í kumlinu og líklegt að þeim hafi öllum verið raskað þegar kumlið var rofið. Við vesturenda skurðarins sem grafinn hafði verið í gegnum hauginn voru fjórar holur, hugsanlega stoðarholur, allar fylltar Eldgjárgjóskunni 934±2 (E1). Þrjár þeirra voru um 10 cm í þvermál en sú stærsta og vestasta var um 25 cm í þvermál. Holurnar voru milli 10 og 30 cm djúpar og lóðréttar. Undir torfhaugnum kom í ljós skurðurinn eftir upprunalegu gröfina, sem var heldur breiðari en haugrofið, 0,9 m að breidd, mest 1,9 m á lengd og 0,9 m á dýpt. Austurendi hennar hafði verið rofinn af Hólmsánni. Gröfin var með sömu stefnu og haugurinn sjálfur, austur-vestur, og var með lóðrétta skurðarbarma og f latan botn. Í vesturenda grafarinnar hafði varðveist kragi af upprunalegri fyllingu hennar sem ekki hafði verið raskað þegar gröfin var opnuð á ný. Fyllingin var blanda af mold og forsögulegri gjósku (E2). Undan torfhaugnum komu í ljós merki um einhvers konar mannvirki sem hefur verið samtíða greftruninni. Í norðurbakka grafarinnar sáust merki um fimm timburfjalir sem voru í um 45° halla á skurðarbarminum. Þrjár fjalir lágu samhliða upp við norðvesturhorn grafarinnar með um 10 cm millibili, en sú fjórða upp við rofbakkann. Fimmta fjölin var ofan við suðvesturhorn grafarinnar með sömu stefnu og þær sem sáust við norðurbrúnina. Fjalir við norðurbrún voru um 10 cm breiðar; sú lengsta var um 20 cm löng en hinar einungis um 10 cm. Fjöl við norðurbrún var 4 x 18 cm. Tekin voru sýni úr timbrinu en rannsókn á því leiddi í ljós að varðveisla var ekki nógu góð til að hægt væri að tegundagreina timbrið eða nýta það til annarra greininga. Utan við miðjan vesturenda grafarinnar var stök stoðarhola, lóðrétt, þétt upp við steinaröðina að innanverðu. Holan var um 10 cm í þvermál og hefur verið samtíða gröfinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.