Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 20
19KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V
Haugfé
Fundirnir í kumli 7 eru skráðir undir 19 númerum. Varðveisla þeirra er afar
slæm, járn og gler mjög tært og lífrænar leifar ekki til staðar nema þar sem
þær hafa málmgerst vegna þess að þær hafa komist í snertingu við málm.
3. Ílöng, tígullaga þynna, ólöguleg og undin, 2 mm þykk, úr
koparblöndu. Endar þynnunnar eru hnoðaðir saman og brotið er
upp á brúnirnar en þeir eru brotnir í bláendann. Hlutverk óvíst.
Lengd 61,5 mm, breidd 13 mm og þykkt 7 mm. Þyngd 4,25 g.
4. Þrír gripir eru skráðir undir þessu númeri en þeir fundust saman
4a, 4b og 4c:
a. Lykkja eða kengur í ryðköggli sem að hluta er málmgerður viður
og e.t.v. annar gripur. Sá armur lykkjunnar sem sést er heill og
sveigður. Heildarlengd 49,5 mm, breidd er 12 mm og þykkt 12
mm. Það sem sést af lykkjunni sýnir að hún er 5 mm í þvermál
og 26 mm löng. Þyngd 8,96 g.
b. Nagli (eða rónagli) með f latan skífulaga haus og brotinn legg
með rúnnuðu ferningslaga sniði. Lengd 21 mm og þyngd 4,14 g.
c. Smátt járnbrot, f latt, ógreinanlegt. Lengd 12 mm og breidd 9 mm.
Þyngd 0,9 g. Lykkjan gæti verði hluti af lok- eða hankabúnaði úr
kistli. Naglinn hefur haldið saman timbri, ef til vill kistli.
5. Eldtinna, erlend að uppruna. Grá/dökkrá að lit, f lekkótt. Brúnir
hennar eru f lestar hvassar fyrir utan tvær sem eru núnar eða brotnar
sennilega vegna notkunar. Lengd 127 mm, breidd er 19 mm og
þykkt 9 mm. Þyngd 4,3 g. Hefur verið notuð til að slá eld.
6. Meðalstórt brýni, ílangt með flötu þversniði. Brýnið er mjög slitið, allar
hliðar þess ójafnar af notkun og upp úr því hefur brotnað á tveimur
stöðum. Það er þykkast um miðjuna en þynnist til beggja enda (en
heldur breidd sinni). Á öðrum endanum virðist það hafa verið sorfið
niður, e.t.v. til að laga skemmd. Einnig er það sorfið niður við brotsárið.
Járnleifar hafa ryðgað við annan enda þess, og teljast ekki hluti gripsins.
Brýnið er dökkgrátt að lit, mjög fínkornað með purpuralitum blæ.
Lengd 127 mm, breidd 19 mm og þykkt 9 mm. Þyngd 49,2 g. Uppruni
þessarar steintegundar er ekki alveg vís, sennilega frá Noregi en gæti
einnig verið frá norðurhluta Bretlandseyja.18
7. Kúpumyndaður eða hálfkúlulaga snældusnúður úr innlendum
rauðum sandsteini. Hann er brotinn í tvo aðalhluta auk smærri
18 Hansen 2009.