Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 24
23KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V
b. Flatt járnstykki með málmgerðum viðarleifum, líklegast járnband
á tréhlut, til að mynda kistli. Stykkið er flatt og ferhyrningslaga í
formi, lengd 37 mm, breidd 22 mm og þykkt 5 mm. Þyngd 6,3 g.
Við annan enda er skora upp í brúnina, ef til vill leifar gats fyrir
nagla. Málmgerðar lífrænar leifar eru sjáanlegar á gripum a og b og
gætu þessi járnbönd verið af járnslegnum tréhlut, s.s. kistli.
11. Lítil, blásin og einföld perla sem er af E-gerð samkvæmt f lokkunar-
kerfi Johans Callmers.34 Hún er sporöskjulaga, örlítið ílöng með
stöllum á endunum, annar endinn er upphleyptur en hinn skorinn
og aðeins brotið út frá honum. Svolitlar rendur sjást í glerinu en
perlan er mjög máð og veðruð. Sökum veðrunar er erfitt að vera viss
um upprunalegan lit perlunnar en líklegast er þó að hún hafi verið
úr litlausu gleri. Lengd um 6 mm, þvermál 6,2 mm og þvermál gats
minna en 1 mm. Þyngd 0,3 g. Perlan er af tegundinni E001. Ekki er
líklegt að slíkar perlur hafi verið gerðar í Skandinavíu og líklegast
að þær hafi verið búnar til annars staðar í Evrópu, mögulega á Mið-
jarðar hafs svæðinu austanverðu. Samkvæmt gerðfræði Callmers
voru perlur af þessari tegund algengastar frá um 950/960 og út
víkingaöld þó að í einstaka tilfellum hafi þær fundist frá tímabilinu
915-950.35 Perlan er heil en í frekar slæmu ástandi. Fjórar slíkar
perlur hafa fundist á Íslandi og þrjár þeirra voru einfaldar (en ekki
margliða) eins og þessi, þær hafa fundist við uppgröft á Hofstöðum
í Mývatnssveit og Hrísbrú í Mosfellssveit en einnig í kumli á
Kálfborgará í Bárðardal.36
12. Snúin glerperla í mjög slæmu ástandi. Ekki er lengur hægt að
greina upprunalegan lit eða hvort hún hefur verið skreytt. Hún
telst til A- eða B-gerðar (A eru snúnar einlitar perlur en B snúnar og
skreyttar). Perlan er jöfn og vel gerð. Opið er aðeins stærra í annan
endann. Hún er með sjö, fremur jafna hryggi og hefur verið gerð
með því að snúa gleri um málmstöng og nota síðan fínan málmhlut
s.s. hníf til að draga rendur á perlubúkinn milli opa. Lengd um 9,5
mm, þvermál 10,7-11 mm og þvermál gats 4,3-4,9 mm. Þyngd 0,9
g. Nokkrar slíkar perlur hafa fundist hér á landi, bæði skreyttar
og einlitar og margar af þeim eru af tegundum sem gætu hæglega
hafa verið framleiddar í Skandinavíu eða Vestur-Evrópu. Sökum
34 Callmer 1977.
35 Callmer 1977.
36 Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005.