Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 24
23KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V b. Flatt járnstykki með málmgerðum viðarleifum, líklegast járnband á tréhlut, til að mynda kistli. Stykkið er flatt og ferhyrningslaga í formi, lengd 37 mm, breidd 22 mm og þykkt 5 mm. Þyngd 6,3 g. Við annan enda er skora upp í brúnina, ef til vill leifar gats fyrir nagla. Málmgerðar lífrænar leifar eru sjáanlegar á gripum a og b og gætu þessi járnbönd verið af járnslegnum tréhlut, s.s. kistli. 11. Lítil, blásin og einföld perla sem er af E-gerð samkvæmt f lokkunar- kerfi Johans Callmers.34 Hún er sporöskjulaga, örlítið ílöng með stöllum á endunum, annar endinn er upphleyptur en hinn skorinn og aðeins brotið út frá honum. Svolitlar rendur sjást í glerinu en perlan er mjög máð og veðruð. Sökum veðrunar er erfitt að vera viss um upprunalegan lit perlunnar en líklegast er þó að hún hafi verið úr litlausu gleri. Lengd um 6 mm, þvermál 6,2 mm og þvermál gats minna en 1 mm. Þyngd 0,3 g. Perlan er af tegundinni E001. Ekki er líklegt að slíkar perlur hafi verið gerðar í Skandinavíu og líklegast að þær hafi verið búnar til annars staðar í Evrópu, mögulega á Mið- jarðar hafs svæðinu austanverðu. Samkvæmt gerðfræði Callmers voru perlur af þessari tegund algengastar frá um 950/960 og út víkingaöld þó að í einstaka tilfellum hafi þær fundist frá tímabilinu 915-950.35 Perlan er heil en í frekar slæmu ástandi. Fjórar slíkar perlur hafa fundist á Íslandi og þrjár þeirra voru einfaldar (en ekki margliða) eins og þessi, þær hafa fundist við uppgröft á Hofstöðum í Mývatnssveit og Hrísbrú í Mosfellssveit en einnig í kumli á Kálfborgará í Bárðardal.36 12. Snúin glerperla í mjög slæmu ástandi. Ekki er lengur hægt að greina upprunalegan lit eða hvort hún hefur verið skreytt. Hún telst til A- eða B-gerðar (A eru snúnar einlitar perlur en B snúnar og skreyttar). Perlan er jöfn og vel gerð. Opið er aðeins stærra í annan endann. Hún er með sjö, fremur jafna hryggi og hefur verið gerð með því að snúa gleri um málmstöng og nota síðan fínan málmhlut s.s. hníf til að draga rendur á perlubúkinn milli opa. Lengd um 9,5 mm, þvermál 10,7-11 mm og þvermál gats 4,3-4,9 mm. Þyngd 0,9 g. Nokkrar slíkar perlur hafa fundist hér á landi, bæði skreyttar og einlitar og margar af þeim eru af tegundum sem gætu hæglega hafa verið framleiddar í Skandinavíu eða Vestur-Evrópu. Sökum 34 Callmer 1977. 35 Callmer 1977. 36 Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.