Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Qupperneq 51
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS50
Ekki er þó líklegt að ristan sé svo gömul þar sem ekki varð algengt að
reisa rúnasteina fyrr en komið var fram yfir 1020. Hið einfalda rúnaband,
rúnagerðirnar og skortur á orðaskilatáknum sýna jafnframt að ristan er tæplega
yngri en frá því um 1040. Sennilegast þykir mér, eins og áður er sagt, að
hún sé frá tímabilinu 1025-1035. Hún minnir á eldri ristur eins og þær voru
áður en Ásmundur rúnameistari innleiddi skrautlegri stíl laust fyrir 1030, en
þann stíl virðast þeir sem að Píreusristunni stóðu ekki hafa haft á valdi sínu.
Einkennilegt er að þeir skyldu velja að setja upphaf ristunnar á framlöppina
þó að mun stærra og betra pláss hafi staðið þeim til boða á hlið ljónsins.
Athygli vekur einnig að ekki er notað gómkveðið r, r, ( ) þar sem það á við
þir (þæiR) og runar (rūnaR), en það er sjaldgæft í rúnaristum frá þessum tíma
þótt á því séu að vísu undantekningar. Gæti þetta bent til að helmingurinn
hafi ekki eingöngu verið skipaður Svíum. Í vesturnorrænum málum var
hljóðið á þessum tíma runnið saman við hið „venjulega“ r. Rúnina c notuðu
Norðmenn í staðinn til að tákna y og þeir hefðu líklega ekki sætt sig við að
sjá hana notaða til að tákna r, því það hljóð hafa þeir tæplega þekkt lengur.
Vísur, vísuhelmingar og stuðlaðar setningar eru algengar í sænskum rúna-
ristum. Hjálparsögnin vinna er eins og kunnugt er ekki óalgeng í íslenskum
skáldskap af ýmsu tagi til að auðvelda stuðlasetningu. Hún er ekki áður þekkt
úr sænskum rúnaristum eða öðrum sænskum heimildum, en telja má líklegt
að orða sambandið hafi verið þekkt í forn sænskum skáldskap, enda eru mörg
dæmi í sænskum ristum um orð og orðasambönd sem annars eru aðeins
þekkt úr skáldamáli, Eddunum eða hinum Norðurlandamálunum.
Í Miklagarði
Þeir sem vildu ganga á mála hjá Miklagarðskeisara og gerast væringjar
byrjuðu samkvæmt Sigfúsi Blöndal (1954, bls. 70-71) yfirleitt í f lotanum,
á galeiðum og minni skipum, úsíum, sem notaðar voru til strandvarna,
enda nóg að gera á Miðjarðarhafinu á fyrri hluta 11. aldar við að halda
(arabískum) sjóræningjum í skefjum. Sennilega hafa væringjar fylgst að í
minni hópum, helmingum, og verið undir stjórn grískra sjóliðsforingja eins
og Haraldur Sigurðsson harðráði var í upphafi dvalar sinnar þar. Málinn
í f lotanum var lægri en í lífvarðasveitunum en í f lotanum höfðu þeir
tækifæri til að fá gott herfang eða gjald, og þar með möguleika á að kaupa
sig inn í lífvarðasveitirnar þar sem málinn var hærri og kjörin betri.24
24 Sigfús Blöndal 1954, bls. 63-72. Sigfús gerir í kaflanum um Harald harðráða (bls. 108-168) öllum
heimildum um dvöl hans í Miklagarði góð skil og þykir mér því ekki ástæða til að rekja þá sögu hér.
c