Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 68
67RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL bjarglegur og nægur til eldiviðar.12 Skóglendi var hins vegar farið að hnigna víða í Fnjóskadal um miðja 18. öld eins og fram kemur í Ferðabók Eggerts og Bjarna og þegar Ólafur Olavius var á ferð um dalinn 1777 sá hann ekki skóg í dalnum annan en lítinn blett vestan Fnjóskár gegnt Hálsi.13 Hvort það hafi verið í landareign Skóga er óvíst en ekki ólíklegt miðað við lýsingu.14 Undir lok 19. aldar er hins vegar með öllu orðið skóglaust í vestanverðum dalnum.15 Greinilegt er að skógur og gott beitiland hafa verið aðalkostir jarðarinnar en eftir að skógur þvarr þótti jörðin kostarýr þar til að tún fóru að stækka.16 Engar fornleifarannsóknir höfðu farið fram í Skógum fyrir 2006 og eini fornleifafundurinn sem greinarhöfundum er kunnugt um á jörðinni er fundur hugsanlegs kumls, eða heiðins legstaðar, á síðasta áratug 19. aldar. Þá fundust gripir og bein á svonefndum Jónshöfða sem er melhóll suður og upp frá bænum. Engin rannsókn fór fram á staðnum en samkvæmt lýsingu finnanda fundust þar járnmél, brýni og „ýmislegt af járnarusli“ 17 ásamt manna-, hesta-, og hundabeinum.18 Ekkert af þessu, að mélunum undanskildum, barst á Þjóðminjasafnið og litlar upplýsingar aðrar fylgdu um fundarstaðinn eða umbúnað grafarinnar. Sé með réttu um kuml að ræða teygir það sögu staðarins aftur til heiðins tíma um eða fyrir aldamótin 1000. Þó er ekki hægt að fullyrða að það tengist fastri búsetu í Skógum frekar en t.a.m. á Hróarsstöðum sem er næsta jörð sunnan við. Heimildir um sögu jarðarinnar eru því rýrar og fátt sem vekur á henni sérstaka athygli. Ólíkt hinum jörðunum í dalnum þar sem vitað er um járnvinnslu, voru aukinheldur engar heimildir um gjallfundi vegna jarðrasks af náttúru eða manna völdum og ekki getið um aðrar minjar sem tengja mátti slíkri vinnslu. Slíkar leifar hljóta þó að hafa komið í ljós þegar grafið var niður fyrir fjárhúsunum, en það e.t.v. ekki þótt í frásögur færandi. Þetta eru engu að síður umfangsmiklar minjar sem vitna um stórfellda vinnslu á járni, en áður en þeim verður lýst er rétt að gera grein fyrir því í hverju rauðablástur felst og hvernig menn telja að hann hafi farið fram. 12 JÁM 11, bls. 79. 13 Eggert Ólafsson 1943, bls. 679-733; Ólafur Olavius 1964, 2. bindi, bls. 360-362. 14 Þetta skógleysi í Fnjóskadal stangast þó á við aðrar heimildir um skóg á nokkrum jörðum í dalnum um 1800. Sbr. Sigurður Sigurðsson 1900, bls. 152. 15 Þorvaldur Thoroddsen 1898. 16 Helgi Jónasson ofl. 1986, bls. 141. 17 Kristján Eldjárn 2000, bls. 191-192. 18 Kristján Eldjárn 2000, bls. 191.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.