Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 84
83RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL
Vesturofninn var grafinn um 25 cm niður í bakkann í gólff letinum
og umhverfis til vesturs, norðurs og austurs voru leifar af torfi. Yfir
niðurgreftrinum var talsvert af brenndum steinum á víð og dreif,
gjallleifum, bæði óbrenndum og brenndum leir auk rauða sem lent hefur
í eldi og kolasalla. Undir þessu lagi komu hinar eiginlegu ofnleifar í ljós.
Efst var um 20 cm þykkt torf lag. Torfið var með öllu laust við kol en í
miðju var hringlaga hola eða bolli sem fylltur var með rauðamöl og grjóti.
Umhverfis þetta torf lag, með brúnum niðurgraftarins var laus jarðvegur
sem samanstóð af sóti og sindri en neðst í miðjum ofni undir torfinu var
þjappað sindurlag líkt og í ofnunum í eldri rauðasmiðjunni, 45 cm á kant
og 3-5 cm þykkt.
Ofan á sindurlaginu við botn ofnsins að sunnan var lítið handverkfæri,
járnteinn í viðar- eða beinskafti, hugsanlega síll (Þjms. 2011-75-12).
Niðurgröfturinn fyrir ofninum var á bilinu 60-70 cm á kant með rúnnuð
horn og opinn til suðurs ofan í annan stærri og dýpri niðurgröft. Við
brúnina milli þeirra voru nokkrir steinar og þrjár holur eftir granna stafi.
Þessi stærri niðurgröftur var 110-130 cm í þvermál og 50 cm djúpur miðað
við syðra gólfið og í honum ofnleifar, brenndir steinar og gjall. Hugsanlega
hefur þessi hola bætt vinnuhæð við ofninn eða nærliggjandi af l og steðja,
en síðasta ofninum verið rutt ofan í hana.
Um 15 cm norðan við ofninn var ferhyrnd hola, með rúnnaðar brúnir,
30 cm djúp og 20 cm á kant, mjög í ætt við holurnar við ofnana tvo í eldri
rauðasmiðjunni.
Austari ofninn var, 50 cm í þvermál og um 50 cm djúpur, grafinn inn
í náttúrulegan bakka sem þrepskipti gólff letinum í yngri rauðasmiðjunni
um mitt hús. Ofninn var grafinn inn í bakkann að vestan, norðan og
austan, með grjóthleðslu að suðvestan, sem myndaði krappt horn til
suðvesturs inn að gólfi hússins. Hleðslan til suðvesturs var úr fremur
smáum hleðslusteinum en þynnri hellum hafði verið raðað ofan á bakkann
umhverfis brúnir niðurgraftarins í aðrar áttir. Til norðurs frá ofninum uppi
á bakkanum var torfhrun. Fyllingin í ofninum samanstóð af rauðamulningi
efst og þykku lagi af kolum, sóti og smáræði af járnkögglum eða járnríku
gjalli. Steinarnir í ofninum voru sumir sprungnir og báru þess merki að
hafa verið í eldi og einn þeirra var með ábræddu gjalli á einni hlið. Neðst
í ofninum var 12 cm langur járnteinn (þjms. 2011-75-4). Ofninn var með
nokkuð öðru sniði en ofninn að vestanverðu í húsinu, sem og ofnarnir í
eldri rauðasmiðjunni, og má vera að það endurspegli annað hlutverk. Smá
renna var út frá ofninum um hleðsluna til suðvesturs um 40 cm frá botni