Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 84
83RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL Vesturofninn var grafinn um 25 cm niður í bakkann í gólff letinum og umhverfis til vesturs, norðurs og austurs voru leifar af torfi. Yfir niðurgreftrinum var talsvert af brenndum steinum á víð og dreif, gjallleifum, bæði óbrenndum og brenndum leir auk rauða sem lent hefur í eldi og kolasalla. Undir þessu lagi komu hinar eiginlegu ofnleifar í ljós. Efst var um 20 cm þykkt torf lag. Torfið var með öllu laust við kol en í miðju var hringlaga hola eða bolli sem fylltur var með rauðamöl og grjóti. Umhverfis þetta torf lag, með brúnum niðurgraftarins var laus jarðvegur sem samanstóð af sóti og sindri en neðst í miðjum ofni undir torfinu var þjappað sindurlag líkt og í ofnunum í eldri rauðasmiðjunni, 45 cm á kant og 3-5 cm þykkt. Ofan á sindurlaginu við botn ofnsins að sunnan var lítið handverkfæri, járnteinn í viðar- eða beinskafti, hugsanlega síll (Þjms. 2011-75-12). Niðurgröfturinn fyrir ofninum var á bilinu 60-70 cm á kant með rúnnuð horn og opinn til suðurs ofan í annan stærri og dýpri niðurgröft. Við brúnina milli þeirra voru nokkrir steinar og þrjár holur eftir granna stafi. Þessi stærri niðurgröftur var 110-130 cm í þvermál og 50 cm djúpur miðað við syðra gólfið og í honum ofnleifar, brenndir steinar og gjall. Hugsanlega hefur þessi hola bætt vinnuhæð við ofninn eða nærliggjandi af l og steðja, en síðasta ofninum verið rutt ofan í hana. Um 15 cm norðan við ofninn var ferhyrnd hola, með rúnnaðar brúnir, 30 cm djúp og 20 cm á kant, mjög í ætt við holurnar við ofnana tvo í eldri rauðasmiðjunni. Austari ofninn var, 50 cm í þvermál og um 50 cm djúpur, grafinn inn í náttúrulegan bakka sem þrepskipti gólff letinum í yngri rauðasmiðjunni um mitt hús. Ofninn var grafinn inn í bakkann að vestan, norðan og austan, með grjóthleðslu að suðvestan, sem myndaði krappt horn til suðvesturs inn að gólfi hússins. Hleðslan til suðvesturs var úr fremur smáum hleðslusteinum en þynnri hellum hafði verið raðað ofan á bakkann umhverfis brúnir niðurgraftarins í aðrar áttir. Til norðurs frá ofninum uppi á bakkanum var torfhrun. Fyllingin í ofninum samanstóð af rauðamulningi efst og þykku lagi af kolum, sóti og smáræði af járnkögglum eða járnríku gjalli. Steinarnir í ofninum voru sumir sprungnir og báru þess merki að hafa verið í eldi og einn þeirra var með ábræddu gjalli á einni hlið. Neðst í ofninum var 12 cm langur járnteinn (þjms. 2011-75-4). Ofninn var með nokkuð öðru sniði en ofninn að vestanverðu í húsinu, sem og ofnarnir í eldri rauðasmiðjunni, og má vera að það endurspegli annað hlutverk. Smá renna var út frá ofninum um hleðsluna til suðvesturs um 40 cm frá botni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.