Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 88
87RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL sama stað og nýttir oftar en einu sinni með meiri eða minni viðgerðum (sjá nánar í umfjöllun um rauðablástur framar í grein). Í báðum rauðasmiðjunum í Skógum voru til þess að gera heillegir botnar tveggja ofna hlið við hlið fyrir miðju bygginganna. Í tilfelli yngri rauðasmiðjunnar A5 virðast ofnarnir hafa verið samtíða og að hluta til einnig í eldri smiðjunni A7, þar var austara ofnstæðið þó greinilega lengi í notkun eftir að hætt var að nota ofninn að vestanverðu. Tveir og tveir ofnar saman innan bygginga hafa fundist á allmörgum stöðum á Norðurlöndunum frá sama tíma og víðar á Norður-Atlantshafssvæðinu.38 Eins og fram hefur komið voru þrjú ofnstæði með holum eftir spýtur eða granna stafi sem stungið var niður meðfram innri brúnum þeirra. Í ofnstæðinu að vestan í eldri rauðasmiðjunni var ein hola í hverju horni en alls 16 í austara ofnstæðinu og var það túlkað sem endurbygging ofna á sama stað. Fjórar holur voru líka í vesturofni yngri rauðasmiðjunnar en þær voru allar við eina hlið, þá sem vissi niðurgreftrinum sunnan hans. Sams konar holur fundust einnig á stangli umhverfis ofnana. Ekki er að fullu ljóst í hvaða tilgangi þessum spýtum eða stöfum hefur verið stungið niður í horn ofnanna. Svipuð ummerki hafa fundist víðar í Evrópu og á Norðurlöndunum og hafa m.a. verið túlkaðar sem timburgrind til að mynda einangrunarhólf undir ofninum, til að lágmarka kælingu og raka frá jörðinni.39 Í öðrum tilfellum hefur verið álitið að um timburgrind sé að ræða sem hefur verið byggð til stuðnings þegar ofnarnir voru hlaðnir. Heillegustu ofnleifarnar fjórar í Skógum voru allt leifar niðurgrafinna ofna. Annar ofninn í A5 og annar í A7 voru þannig að niðurgröfturinn var opinn á eina hlið og líklegt að þar hafi gjallinu verið tappað af. Hinir tveir ofnarnir voru hins vegar ekki með greinilegt frárennsli við botn og má vera að einhvers konar einangrunarhólf hafi verið undir þeim en aftöppunargat hafi verið ofar. Það er þó rétt að taka fram að dýpri ofnarnir tveir, sá austari í yngri rauðasmiðjunni [23] og vestari í eldri smiðjunni [22], voru ekki eins að öllu leyti. Einn ofninn [23] skar sig frá hinum ofnunum að því leyti, hann var næsta hringlaga auk þess að vera umtalsvert dýpri og ekki með þjappað íhvolft sindurlag í botni. Hinir ofnarnir voru allir ferhyrndir með rúnnuð horn, þjappaða íhvolfa sindurpönnu í botni sem var á bilinu 40-60 cm í þvermál og lausan jarðveg eða holrúm umhverfis líkt og þar hefðu verið 38 Hjärtner-Holdar, E., Grandin, L. og Forenius, S. 2013; Ofnapar fannst m.a. í South Hook í Pembroke-skíri í Wales, tveir ofnar innan ögn niðurgrafinnar byggingar frá 11.-12. öld. Sjá Crane og Murphy 2010, bls. 123-128. 39 Rundberget 2013, bls. 106, 108-111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.