Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 91
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS90
Engar öruggar leifar físibelgja eða búnaðar til blásturs að ofnunum
fundust á járn vinnslu svæðinu í Skógum. Sýni var hins vegar tekið úr
hugsanlegum leðurslitrum sem gætu hafa til heyrt físi belg við austari ofninn
í eldri rauða smiðjunni og pinna holur framan við ofninn að austan í yngri
rauða smiðjunni gáfu ástæðu til að ætla hvar físibelgurinn hefur staðið við
þann ofn. Leifar físi belgsrörs og rör enda með járnklumpi með ábræddu
gjalli á botni fundust hins vegar í skurði suðvestur og upp í brekkunni frá
járnvinnslunni. Sá skurður var þó frá því eftir að gjóskulagið Vv-1477 féll og
tengist ekki járnvinnslunni44 en físibelgir voru í hverri smiðju fram á 20. öld.
Gjallhaugurinn
Gjallhaugurinn var þakinn um 40-50 cm þykku jarðvegslagi og í því
voru þrjú dökk gjóskulög. Neðst, 2-5 cm ofan við gjallið var H-1300
og 5-7 cm þar fyrir ofan Vv-1477 og um 10 cm ofan við það Vv-1717.45
Hreinsað var ofan af gjallhaugnum og reyndist hann vera tæplega 10x15 m
á kant, af langur frá norðri til suðurs, næsta f latur að ofan og voru gjall- og
kolalögin 120 cm þykk í honum miðjum. Gjallhaugurinn var samsettur úr
mörgum lögum og virðist fyrst hafa hlaðist upp að norðan við útganginn
úr eldri rauðasmiðjunni A7. Í suðaustur- og austurhluta gjallhaugsins var
ljóst moldar- og torfblandað lag sem náði óslitið yfir stóran hluta haugsins
og virtist neðri hluti þess hrein fokmold. Greinilegar slitrur af gjósku frá
Heklu 1104 fundust í þessu lagi í suður- og austurhluta gjallhaugsins, að
hluta til í torfi en að hluta til virtist gjóskan vera óhreyfð í fokmoldinni.
Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hve stórt hlutfall haugsins
hefur hlaðist upp eftir 1104, bæði vegna þess að uppsöfnun laga í haugnum
var ekki jöfn yfir hann allan, en að auki vegna þess að gjóskan fannst aðeins
óhreyfð í jöðrum haugsins að sunnan og austan en virtist vera blönduð
torfi innar í honum. Miðað við afstöðu laga í sniði skurðar sem grafinn
var í gegnum hauginn frá norðri til suðurs má áætla að a.m.k. ¾ hlutar
haugsins hafi verið frá því fyrir 1104.
44 Í skýrslu Magnúsar Á. Sigurgeirssonar voru gjóskulög í skurðunum túlkuð með þeim hætti að
skurðurinn hafi verið vel greinilegur þegar sú gjóska féll (Magnús Á. Sigurgeirsson 2012, bls. 3).
Á mynd af skurðinum má sjá að 1477 gjóskan er vissulega yfir skurðinum, hún er að vísu sundur
slitin og skarast við sjálfa sig þar sem hún hefur runnið ofan í skurðinn. Í þessu sniði var því ekki
óeðlilegt að túlka það sem svo að skurðurinn væri tilkominn löngu fyrir gjóskuna. Hins vegar sást í
öðrum sniðum í skurðinum að svo var ekki, hann hefur greinilega verið skorinn í gegnum þetta lag.
Í sniðinu sem Magnús skoðaði virðast bakkarnir hafa hrunið inn í skurðinn og 1477 gjóskan verið í
hnausunum sem fallið hafa ofan í hann.
45 Magnús Á. Sigurgeirsson 2012, bls. 1-2.