Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 94
93RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL vinnsluna sjálfa.52 Rannsóknir Arne Espelund m.a. á gjalli, málmi og rauða frá Fnjóskadal, benda til að þar megi gera ráð fyrir 1:1 til 1:1,5 í hina áttina, sem sagt að til verði jafnmikið eða meira af járni en gjalli við rauðablásturinn.53 Ef það er rétt hafa að lágmarki 7-9 tonn af járni verið framleidd í Skógum en sé miðað við lægri tölurnar gætu það hafa verið á bilinu 2,4-3 tonn. Af gjóskulögum og jarðvegsþykknun á milli þeirra má fá nokkra hugmynd um hve lengi járn kann að hafa verið framleitt í Skógum. Milli gjóskulaganna H-1300 og Vv-1477 var 5-7 cm þykkt lag, þ.e. á bilinu 0,03- 0,04 mm jarðvegsþykknun á ári, á milli Vv-1477 og Vv-1717 voru 10cm eða rúmlega 0,04 mm á ári. Ef gert er ráð fyrir jarðvegsþykknun á þessu bili allt tímabilið má gera ráð fyrir að 2 cm lagið milli gjallhaugsins og 1300 lagsins hafi orðið til á 50-67 árum og að síðast hafi gjalli verið hent í hauginn á tímabilinu 1233-1250. Afstaða H-1104 gjóskunnar (2 cm yfir og undir) þar sem hún var greinanleg í og við gjallhauginn bendir með sömu viðmiðum til þess að seinna notkunarskeiðið kunni að hafa hafist á tímabilinu 1154- 1171 og því staðið yfir í 21-79 ár. Minjar frá fyrra tímabilinu koma hins vegar beint ofan á gjósku frá 940 (LNS) en H-1104 gjóskan féll á 2 cm þykkt óhreyft lag yfir gjallhaugnum. Með sömu útreikningum má áætla að fyrra tímabilið hafi staðið yfir í 97-114 ár. Samanlagt kann því að hafa verið framleitt á bilinu 12,4-76 kg á ári í Skógum á þessum 118-193 árum. Til samanburðar hefur heildar járnþörf Íslendinga á ársgrundvelli verið áætluð um 40-45 tonn á þessu tímabili, eða sem svarar um 10 kg á hvern þingfararkaupskyldan bónda á miðöldum.54 Hér er auðvitað um gróf viðmið að ræða sem taka ber með fyrirvara, en þetta gefur nokkra hugmynd um hvort framleiðsla líkt og sú sem stunduð var í Skógum kann að hafa verið til sjálfsþurftar eða hvort um umfram framleiðslu hafi verið að ræða. Á fyrra tímabilinu áður en eiginlegt býli virðist hafa byggst upp í Skógum er áætlað að á bilinu 1,8-6,75 tonn af járni hafi verið framleidd eða 15,8-71,8 kg á ári. Samsvarandi tölur fyrir seinna tímabilið eru 0,6- 2,25 tonn eða 7,6-107 kg á ári miðað við þessar forsendur. Hvort járnvinnslan á seinna tímabilinu hefur eingöngu verið til heimilisnota er óvíst en ekki óhugsandi. Á fyrra tímabilinu eru lægstu tölur um áætlað framleiðslumagn hins vegar talsvert umfram það sem ætla má einu venjulegu býli og það vekur upp spurningar hvort um framleiðslu á vegum f leiri bæja eða jafnvel að um söluvöru hafi verið að ræða. 52 Jouttijärvi, munnleg heimild 5.9.2015. 53 Espelund 2004b, bls. 31. 54 Gunnar Karlsson 2009, bls. 209.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.