Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 95
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS94
Í grein frá 2004 áætlaði Arne Espelund að framleiðsla járns í Fnjóskadal
frá landnámi til 13. aldar væri um 500 tonn, byggt á rannsóknum hans
í dalnum.55 Hvort sú tala fær staðist skal ekki fullyrt en þó er ljóst að
Fnjóskadalur sker sig frá öðrum svæðum á Norðurlandi hvað þetta varðar
og ljóst að um sérhæfða starfsemi er að ræða á svæðinu.
Lokaorð
Ákjósanleg skilyrði í Fnjóskadal, góður mýrarrauði og víðáttumikið
skóglendi, hafa gert svæðið að vænlegum stað til járnvinnslu. Mýrarrauði
finnst að vísu víða um land og skóglendi hefur verið útbreitt á fyrstu öldum
byggðar. Mýrarrauði er þó ekki allur nýtilegur til járngerðar, en til þess
að járn gangi af verður hlutfall kísils á móti járni að vera innan ákveðinna
marka í rauðanum.56 Því er ekki alls staðar að fagna og má vera að lega
járnvinnslusvæða hafi að miklu leyti ráðist af því, en rannsóknir á útbreiðslu
vinnanlegs mýrarrauða hafa ekki verið gerðar. Annað sem kann að hafa
haft áhrif á staðsetningu rauðablástursstaða er verkþekking, mannaf li og
þegar fram líður, aðgengi að skóglendi til kolagerðar.
Talið er að járnframleiðsla á Íslandi hafi að mestu liðið undir lok á 14.-
15. öld, þótt einstaka dæmi séu um rauðablástur á síðari öldum.57 Orsakir
þess að rauðablástur lagðist af eru ekki að fullu ljósar. Miklar breytingar
urðu á framleiðsluaðferðum í Evrópu þegar stórir múrsteinsofnar tóku við
af eldri gerðum ofna úr grjóti og leir. Þegar slíkir ofnar fóru að ryðja sér
til rúms á 14.-15. öld í Noregi lögðust hefðbundnu járnvinnslustaðirnir
f lestir af og farið var að framleiða járn með markvissari hætti í meira magni
á færri stöðum.58 Líkum hefur verið leitt að því að með sama hætti hafi
járnframleiðsla hérlendis orðið undir í samkeppni við innf lutta járnið, sem
hafi annað hvort eða hvort tveggja verið ódýrara og betra.59 Það er þó rétt
að taka fram að gæði íslensks járns hafa lítið verið rannsökuð. Tölur um
innf lutning á járni eru að sama skapi ekki til fyrr en komið er fram á 17.-
18. öld og vitneskja um útbreiðslu og umfang innlendrar járnframleiðslu
er brotakennd.60 Annað sem nefnt hefur verið er að kólnandi veðurfar
55 Espelund 2004a, bls. 26.
56 Espelund 2004b; Sigurður Steinþórsson 2000.
57 Þorkell Jóhannesson 1943, bls. 56; Nielsen 1926, bls. 169. Heimild er um að Norðmaður nokkur hafi
unnið járn úr mýrarrauða í Fnjóskadal á miðri 16. öld, sbr. Nielsen 1926, bls. 147, 169; Kristín Huld
Sigurðardóttir 2004, bls. 119.
58 Bjørnstad 2013, bls. 5-6.
59 Þorkell Jóhannesson 1943, bls. 56; Nielsen 1926, bls. 169.
60 Þorkell Jóhannesson 1943, bls. 54.