Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 105
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS104 Örnefni þar sem mannanöfn eru höfð ótengd geta verið til komin og útskýrð með margvíslegu móti. Sérstakan f lokk skipa nöfn á haugum, fjöllum eða fjallstindum þar sem fornmenn áttu að hafa verið heygðir eða þeir ‘horfið’, ‘gengið’ eða ‘dáið’ í staðina sem svo var kallað. Þetta voru bústaðir samnefndra manna í framhaldslífinu. Eins konar persónugervingar koma og fyrir í ýmsum nöfnum á dröngum, vörðum og skerjum, einkum þeim sem mannsmót þykir á líkt og í drangsheitinu Grímur við Grímsá á Völlum. Sagnir herma að samnefndan tröllkarl hafi dagað uppi þar sem drangaröð stendur nú við Tunghagaklif í gili Grímsár, en auk Gríms standa þar kona hans Bera og synir þeirra tíu í drangslíki.8 Varðan Finna í nágrenni Skriðuklausturs gat ef laust tekið á sig persónulega mynd í hugum manna og sama gildir um Goðfinnu og Guðfinnu í Akrafjalli þótt kvennafnið Guðfinna sé að vísu ekki kunnugt sem vættanafn.9 Einkennilegt má heita að tveir steindrangar sinn hvorum megin í sama fjalli beri kvennafnið Guðfinna/*Goðfinna. Fljótt á litið liggur beint við að ætla að fyrrgreind strýta eða ‘þúfa’ í landi Óss heiti eftir konu sem bar nafnið Guðfinna og sú spurning kann að vakna hvort Goðfinna í Akrafjalli sunnanverðu beri nafn sömu konu hvenær svo sem hún á að hafa verið uppi og hennar fyrst verið minnst í þessum örnefnum. Einnig má spyrja hvort annað örnefnið kunni að vera fyrirmynd hins eða sambandi þeirra sé á annan hátt varið. Frá nafnfræðilegu sjónarmiði er allt að einu forvitnilegt að nöfnin eru í báðum tilfellum höfð um stakar klettastrýtur – oddlaga eða uppmjóa drangsteina – og í ljósi þess hve staðhættir eru um margt svipaðir kunna að kvikna efasemdir um að kvennafnið Guðfinna eða *Goðfinna liggi að baki þessum nafngiftum. Við leit að frekari Guðfinnu- eða Goðfinnu-örnefnum á Íslandi hafa ekki fundist önnur dæmi um nafnmyndina Goðfinna. Ekki verður heldur séð að nafnið Guðfinna komi fyrir ósamsett í örnefnum annars staðar á landinu, en alls hafa sjö önnur Guðfinnu-örnefni komið í leitirnar: Í landi Kringlu í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu er Guðfinnuhóll skammt frá þjóðveginum. Skýringarsögn í örnefnaskrá bæjarins segir að kona sem hét Guðfinna hafi orðið úti við hólinn.10 Stór strýtulöguð þúfa er efst á Guðfinnuhóli. Guðfinnufoss er í Langá í Fífustaðadal við Arnarfjörð, en dalurinn er nú í eyði. Á brún fossins blasir við stakur og sérkennilegur drangsteinn sem er á annan metra á hæð, en 8 Árni Björnsson 1990, bls. 50. 9 Um Finnu og nokkur önnur vörðuheiti á Íslandi sjá Helga Þorláksson 1978, bls. 155-156. 10 Örnefnaskrá Kringlu, Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.