Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 155

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 155
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS154 Phønix annað af tveimur skipsflökum við Ísland sem er á friðlýsingarskrá. Hitt flakið er af rannsóknarskipinu Pourqoui Pas sem fórst við Mýrar árið 1936.1 Á árunum 2011-2013 stóð Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum fyrir fornleifarannsókn á f lakinu. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru; að þróa og prófa fornleifafræðilega aðferðafræði neðansjávar sem hentar íslenskum aðstæðum, auka þekkingu og skilning á varðveislu minjastaða neðansjávar svo og að leggja grunninn að frekari rannsókn og varðveislu póstskipsins Phønix. Sögulegt yfirlit Norður-Atlantshafið hefur um aldir verið mikilvæg verslunarleið fyrir ýmsar Evrópuþjóðir. Á 13. öld jókst mikilvægi verslunar við Norður-Atlantshafs- þjóðir vegna aukinnar eftirspurnar eftir skreið í Evrópu.2 Þar sem verslun ein og sér gat ekki annað eftirspurn eftir skreið hófu flotar Evrópuþjóða einnig fiskveiðar við Íslandsstrendur á síðari hluta 14. aldar.3 Á síðmiðöldum voru Þjóðverjar og Englendingar ráðandi í verslun á Norður-Atlantshafinu4 en við upphaf 17. aldar setti Danakonungur verslunareinokun sem bannaði verslun við Ísland, Færeyjar og Noreg án leyfis konungs. Frá þessum tíma og þangað til Ísland öðlaðist sjálfstæði var verslun stjórnað af dönsku krúnunni.5 Það er ekki vitað hve mörg verslunarskip lögðu leið sína til Íslands á miðöldum en um miðja 13. öld lofuðu yfirvöld að senda að minnsta kosti sex verslunarskip til landsins ár hvert.6 Ritaðar heimildir benda þó til að fjöldi erlendra verslunarskipa á tímabilinu 1400 – 1650, og þá sérstaklega enskra, þýskra og hollenskra, hafi verið talsvert meiri en þeirra skipa sem yfirvöld lofuðu að senda til landsins.7 Eftir að verslunareinokun hafði verið komið á má segja að verslunarskip önnur en dönsk hafi nær alveg horfið og um 1750 hafði opinberum verslunarskipum fækkað í tvö skip árlega.8 Ritaðar heimildir og fornleifarannsóknir benda þó til að að ólögleg verslun hafi staðið með blóma langt fram á 18. öld.9 1 Kahn 2006, bls. 164. 2 Björn Þorsteinsson 1970, bls. 23-30. 3 Heath 1968, bls. 53-60; Björn Þorsteinsson 1979, bls. 26-35; Jones 2000, bls. 105-110; Ragnar Edvardsson 2010, bls. 111-112. 4 Baasch 1889, bls. 107-120. 5 Jón Aðils 1971, bls. 3-60; Gísli Gunnarsson 1983, bls. 73-85; Sigfús H. Andrésson 1988, bls. 47-65. 6 Diplomatarium Islandicum/Íslenskt fornbréfasafn I, bls. 625-646. 7 Annales Islandici Posteriorum Saeculorum/Íslenskir Annálar 1400-1800 I, bls. 22. 8 Sigfús H. Andrésson 1988, bls. 20-40. 9 Alþingisbækur Íslands VI.1, bls. 21; Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson 2011, bls. 146.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.