Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 191
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS190
5. Herbergi sem var um 4,5x6,5 m að innanmáli. Veggirnir voru hlaðnir úr
stórum steinum, sem voru margir tilhöggnir og allt að 40x80 cm að stærð.
Suðurhliðin var sameiginleg norðurhlið herbergis 1. Norðvesturhornið
hafði verið skemmt af vinnuvélum en hluti af vesturgaf li sem var
varðveittur, sýndi að gaf linn hafði verið 2,1 m þykkur. Básar úr tré sem
lágu á gólfi hússins sýndu að þetta hafði verið fjós. Tveir þeirra voru
mældir sérstaklega upp og teiknaðir til þess að sýna gerð þeirra, sem var
nokkuð fornleg að sjá.
Á þeim var op sem var sniðið þannig til að kýrnar gætu stungið höfðinu
auðveldlega í gegn. Það var 62 cm hátt, um 50 cm breitt og bogadregið
efst en dróst að sér niður og var um 25 cm neðst. Ekki var alveg ljóst
hvort neðstu fjalirnar tilheyrðu básnum eða öðru timburverki (myndir
11 og 12). Leifar af að minnsta kosti fimm slíkum básum voru sýnilegar
í fjósinu. Aðrar viðarleifar sem lágu á gólfinu hafa líklega tilheyrt
timburgólfi, jötum og/eða burðarvirki í fjósinu.
6. Herbergi sem var norðan við fjósið. Vesturhluti þess var horfinn, en það
hafði a.m.k. verið 6 m langt og um 2 m breitt. Suðurhlið var sameiginleg
norðurhlið fjóssins og var um 0,9 m breið. Norðurhliðin var aðeins
breiðari, eða um 1,2 m.
7. Herbergi. Ekki var grafið ofan af þessu herbergi en það var austan við
fjósið og mótaði fyrir því á yfirborði. Það hefur verið um 2 m að breidd.
Norðurhluti þess var horfinn en lengd hússins var a.m.k. um 3 m á lengd.
8. Herbergi sem var 2x3 m að stærð. Veggirnir voru úr hlöðnu grjóti og
múrhúðaðir á þrjár hliðar. Gólfið var steypt. Suðurgaf l opnaðist inn í
herbergi 3 og var timburþil á milli herbergjanna. Fótstykki úr tré var
undir þilinu.
9. Herbergi sem var 2,5x2 m að stærð, austan við herbergi 8 og norðan við
herbergi 3. Gólfið var hellulagt og vottaði einnig fyrir viðarleifum eftir þrjá
gólfbita. Herbergið var austan við herbergi 8 og norðan við herbergi 3.
10. Ógrafið svæði norðan við herbergi 4, 8 og 9. Hugsanlega leynast f leiri
herbergi þarna undir yfirborði.
11. Ókannað svæði austan við herbergi 4. Vísbending um veggjarhleðslu að
norðanverðu bendir til þess að þarna gæti hafa verið herbergi.
12. Hlað. Sunnan við bæjarhúsin er hlað eða stétt sem var a.m.k. 27 m löng
og 1,5-2 m að breidd. Suðurkantur hennar var hlaðinn úr stórum fer-
köntuðum steinum, f lestum tilhöggnum. Milli frambrúnar hlaðsins og
hússins var fyllt upp með minni steinum og möl.