Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 9
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS8 Gengið á reka Mörgum mun vera kunnugt um bók Kristjáns Eldjárn frá því um miðja síðustu öld sem ber titilinn Gengið á reka: Tólf fornleifaþættir.2 Varla er hægt að halda öðru fram en að titill greinarinnar sé fenginn að láni frá Kristjáni, eða beri í það minnsta vísun til hans. Kristján fjallar raunar hvorki um reka né rekafjörur í bókinni og lætur lesendum eftir að kryfja það hvers vegna titillinn var valinn. Ekki er úr vegi að ætla að það sé vegna þess hvernig Kristján byggir bókina úr stökum þáttum, sem ber að úr ólíkum áttum og eiga í raun fátt sameiginlegt. Hann er hvorki upptekinn af ákveðnu tímabili, ákveðinni tegund gripa eða staða, sérstökum landfræðilegum þáttum eða öðru – en þannig er hlutum einmitt háttað á rekafjörum. Hann veður fremur úr einu í annað (í jákvæðum skilningi), eða gengur á rekann, og fjallar um það sem á vegi hans verður. Þetta er raunar ekki eina dæmið um að skírskotað sé til myndmáls rekafjörunnar í fornleifafræðilegu samhengi. Sænski fornleifafræðingurinn Carl-Axel Moberg gerir hið sama í bók sinni Introduktion till arkeologi frá 1969, þar sem segir að starf fornleifafræðingsins sé líkt og að standa á fastlandi núsins við strönd hins liðna, og vinna úr sjóreknum brotum, ölduróti og vindum, fróðleik um það sem gerst hefur á hafi úti: “Att stå på nuets fasta land vid stranden av det förgångnas hav för att ur ilandf lutna spillror, vetskap om hur vågor ser ut och hur vind känns söka ta reda på vad som hänt ute till sjöss...”.3 Það er mikið til í þessu. Fjaran, og ekki síst rekafjaran, fangar vel hvernig fortíðin birtist okkur oft á tíðum. Þótt markmið okkar kunni að vera að greina hluti til aldurs og gerðar, uppruna og hlutverks, er tilvera þeirra óreiðufull og margræð. Líkt og gerist um annað vogrek rekur þá óf lokkaða á fjörur okkar, þeim ægir saman og oftar en ekki er margt óljóst um uppruna þeirra og ferðalög. Vissulega bera þeir með sér vísbendingar um þessa þætti og aðra, en sé það jafnfamt tekið alvarlega hvernig þeir sniðganga f lokkanir okkar og greiningar má ef til vill líka vinna annars konar – jafnvel annarlegan (e. uncanny) – fróðleik úr sjóreknum brotum. Hér kemur raunar að tengingunni við mannöldina. Segja má að volk og ferðalög hluta í hafi, utan lögsögu okkar manna, og landnám þeirra á sífellt nýjum ströndum myndgeri í grófum dráttum það ástand sem alið hefur af sér hugtakið mannöld. Þrátt fyrir hina mannmiðuðu nafngift, og eins og fjallað verður nánar um síðar, vísar hugmyndin að baki þessari nýju 2 Kristján Eldjárn 1948. 3 Moberg 1969, bls. 166.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.