Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 18
17GENGIÐ Á REKA – FORNLEIFAFRÆÐI MANNALDAR hennar felist í því að „þar eru heildstæðar og óraskaðar náttúruminjar sem endurspegla náttúrulega þróunarferla“, og markmiðið með verndun því að tryggja tilvist svæðis „sem búi yfir óspilltri náttúru sem hægt er að nýta til vísindarannsókna, umhverfisvöktunar og fræðslu, þ.e. viðmiðunarsvæði þar sem almennur aðgangur er háður takmörkunum.“22 Á dögunum var þar hleypt af stokkunum mjög áhugaverðu rannsóknarverkefni á sviði jarðvísinda í samstarfi íslenskra og erlendra vísindamanna. Í frétt um verkefnið var mikið lagt upp úr því að allan búnað verkefnisins yrði að dauðhreinsa áður en haldið væri til eyjarinnar, og jafnframt að allur úrgangur yrði f luttur frá eynni að dvöl lokinni. Allt vel skiljanlegt og til þess gert að koma í veg fyrir menningarmengun á náttúru Surtseyjar. Ákveðin írónía var hins vegar í því fólgin að skömmu áður höfðu Surtseyjarfélagið og Umhverfisstofnun gert út leiðangur til eyjarinnar í þeim tilgangi að hreinsa fjörur. Mikið magn manngerðra hluta hafði þá rekið á strendur Surtseyjar og numið land í svörtum sandinum á meðal fjörugrjóts og grasa. Meðal þess sem fannst voru nokkrir netabelgir, netabaujur, um 460 netakúlur, plastf löskur og brúsar af ýmsum stærðum og gerðum, fiskikar, dekk á felgu, stígvél, fótboltar og brot úr plastkössum.23 Náttúra handan menningar, ómenguð og hrein, er því enginn sjálfsagður eða náttúrulegur, hlutur. Vogrek24 af ýmsu tagi er heldur ekki nýtt fyrirbæri. Rekafjörur voru mikilvæg hlunnindi hér á landi og víðar langt fram á síðastliðna öld.25 Var þá aðallega horft til rekaviðar og hvalreka, en sitt lítið af hverju hefur þó alla tíð rekið á fjörur. Sem hlunnindi, var rekafjaran jafnframt náttúruauðlind, og að ganga á reka sambærilegt við það að róa til fiskjar og stinga mó. Sums staðar í Norður-Noregi var jafnvel talað um rekafjörur sem „rekaskóg“. En eðli og ímynd rekafjara hefur breyst mikið síðustu áratugi. Mikilvægi rekaviðar hefur dvínað og jafnvel horfið, og samsetning þess sem rekur á fjörur hefur breyst. „Náttúrulegur“ rekaviður verður nú vart greindur frá öðrum viði, og er auk þess samofinn alls kyns öðrum hlutum; brúsum, f löskum, tunnum, baujum og netadræsum, þara og þangi. Það sem áður var talið náttúrulegt rek er því í augum f lestra orðið að ónáttúrulegri mengun – og skal engan undra. 22 Surtsey: Verndar- og stjórnunaráætlun 2014, bls. 10. Sjá einnig umfjöllun um ímynd Surtseyjar í Birna Lárusdóttir 2017. 23 Umhverfisstofnun 2016. 24 Vogrek er það hugtak sem notað er í rekabálki Jónsbókar og vísar til manngerðra hluta, eða hluta sem hafa verið í eigu manna, og rekur á fjörur, t.d. í kjölfar skipsskaða. 25 Sjá Lúðvík Kristjánsson 1980.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.